Pressan - 09.06.1994, Page 15

Pressan - 09.06.1994, Page 15
Benni býður fram Bosníulista Við erum stödd í frægum sam- komusal í fimmta hverfi í París. Bekkirnir eru þéttsetnir og sumir verða að láta sér nægja að standa. Við enda salarins uppi á sviði er langt háborð þar sem á annan tug manna — og ein kona — sitja og horfa alvörugefin yfir salinn. Það er ekkert verið að ræða hér gaman- mál, þótt forseti landsins, Fran^ois Mitterrand, hafi lýst vanþóknun sinni á íramtakinu og kallað hóp- inn ábyrgðarlausan. Þegar ég mæti á staðinn er orðið nokkuð áliðið fundar, en ég hef þó ekki misst af miklu. I ræðustól er fjandvinur for- setans, Michel Rocard. Hann er að stæra sig af því að hafa átt frum- kvæðið að því að settur var á stofn dómstóll til höfuðs stríðsglæpa- mönnum í fyrrverandi Júgóslavíu. Úti í salnum er púað og orðin „nú er bara að láta hann virka“ kafha í mótmælahrópum. Fyrir miðju háborðinu situr upphafsmaðurinn að þessu öllu saman og horfir stóískur yfir sal- inn, ef ffá eru taldir nokkrir andlit- skækir. Nokkrum dögum áður hafði hann kastað sprengju ffá Cannes yfir pólitíska lognmolluna í París, þar sem síðasta hönd hafði nýlega verið lögð á uppröðun lista fýrir komandi Evrópuþingskosn- ingar. Maðurinn, sem heitir Bem- ard-Henri Lévy, í daglegu tali BHL (borið ffam bí- asch-el) eða bara Benni, var mættur á kvikmyndahá- tíðina í Cannes til að kynna nýja kvikmynd eftir sjálfan sig sem heit- ir „Bosna!“ Myndin hefur verið út- hrópuð sem áróðursmynd til stuðnings stríðandi Bosníumönn- um, sem hún auðvitað er, og Benni hefur ekki reynt að fara neitt í felur með það. En það er ekki myndin sjálf, sem hefur valdið mestu fjaðrafokinu, heldur ummæli „leik- stjórans“ (sem dags daglega er heimspekingur, ritstjóri og pistla- höfundur með meiru) skömmu eftir ffumsýninguna í miðjum gla- múrnum í Cannes. Þar hótaði hann að bjóða ffam lista til Evr- ópuþingsins (kosið 12. júní), ef ffönsku flokkarnir breyttu ekki af- stöðu sinni til stríðsins í Bosníu. Stefnubreyting flokkanna hefði að ósk Benna átt að felast í því að þeir krefðust afléttingar vopnasölu- banns SÞ, svo bosnískir hermenn komist yfir vopn og geti varið sig. En það er einmitt þetta atriði sem Mitterrand kallar ábyrgðarleysi og hrópar „stríðsæsingamenn“, upp- nefni sem BHL og félagar afheita algerlega. Til fundarins sem við erum stödd á voru boðaðir æðstu menn allra flokka sem bjóða ffam til Evr- ópuþingsins. Enginn nema Rocard „Afstaða einstakra sósíalista skiptir ekki svo miklu máli á meðan Mitterrand skiptir ekki um skoðun og aðalatriðið fyrir þessa „stríðsglöðu“ menntamenn er auðvitað að ríkisstjórnin breyti stefnu sinm. svaraði kallinu, hinir létu nægja að senda varaskeifur eða engan. Til- gangurinn var að fá stjórnmála- mennina til að svara fyrir afstöðu flokka sinna til stríðsins í fýrrver- andi Júgóslavíu, en einnig til að koma stríðinu efst á dagslcrá í um- ræðunni um málefni Evrópu. Nið- urstaða fundarins átti svo að skera úr um hvort BHL og vinir hans sæju ástæðu til að standa við hótun sína um framboð. Þar sem enginn skipti um skoðun á fundinum nema Rocard, en hann sagðist hafa verið hlynntur afléttingu vopna- sölubannsins áður en Benni og fé- lagar fóru af stað, var ákveðið nokkrum dögum síðar að fara í ffamboð. Afstaða einstalcra sósíal- ista skiptir nefnilega elcki svo miklu máli á meðan Mitterrand skiptir ekki um skoðun og aðalatriðið fyrir þessa „stríðsglöðu“ menntamenn er auðvitað að ríldsstjórnin breyti stefnu sinni. Fulltrúi hægri flokk- anna á fundinum, Bemard Stasi, sagðist reyndar vera hlynntur því að vopnasala til Bosníuhermanna væri leyfð — ef samningar tækjust ekld, bætti hann við, og bergmálaði þar sjónarmið ríldsstjórnarinnar. Noklcrum dögum eftir fundinn kynnti Benni því listann fyrir fjöl- miðlum, þótt ekld hafi hann ennþá útilokað að draga ffamboðið til baka ef hægrimenn breyta afstöðu sinni. Benni sjálfur situr í einu af neðstu sætunum og lætur lælcnin- um og Evrópuþingmanninum Lé- on Schwartzenberg effir efsta sætið. Sjálfur er hann í Hutverld kosn- ingastjóra og aðalleikara í fjölmiðl- um. Aðrir ffambjóðendur koma úr röðum rithöfunda, heimspekinga, kvilcmyndagerðarmanna, blaða- manna, útgefenda, leikara og ann- arra menntamanna. Þar er þó hvergi að sjá nafn kvenréttinda- og blaðakonunnar Fran^oise Giroud, einu konunnar við háborðið á fundinum, né heldur Jacques Julli- ard, starfsbróður hennar á Nouvel Observateur, sem þó hefur off slcrifað eldheita pistla í samnefht tímarit til stuðnings stríðshrjáðum yBosníumönnum. Aftur á móti eru I þeir André Glucksmann heim- ..bSpekingur og Romain Goupil kvikmyndagerðarmaður, er einnig sátu uppi á sviði á fimdinum títt- nefnda, báðir á listanum. Glucks- mann hélt eldheita ræðu og minnti fundarmenn á að ef hann og félag- ar hans væru bijálaðir, eins og Mitterrand heldur fram, væri það vegna þess að þeir væru búnir að horfa aðgerðalausir á stríðið í sjón- varpinu í þrjú ár án þess að nokk- uð væri gert til að stöðva það, og bætti svo við að „börn og konur í Bosníu hefðu ekld dáið úr stríði heldur samningum“. Eldheitar ræður og „Listi fyrir Sarajevo“ hafa enn eldd fengið rík- isstjórnina og Dominique Baudis, efsta mann á lista hægrimanna fýrir Evrópukosningarnar, til að sldpta um stefhu hvað varðar málefni Bo- sníu. Átján klulckustunda skyndi- heimsókn Alija Izetbegovic, for- seta Bosníu, til Parísar fýrir skömmu virðist heldur elcki hafa breytt afstöðu þeirra. Izetbegovic kom hingað beint frá Mekka í svo- kallaða einkaheimsókn í boði BHL. Hann ók beint af flugvellinum í bíó þar sem hann horfði á sjálfan sig „- leika aðalhlutverldð" í mynd heim- spekingsins. Síðan hitti hann Ro- card og Baudis, en Mitterrand lét eins og hann tæki ekki eftir heim- sókn Bosníuforsetans. Og Sarajevo- listinn er áfram í framboði. Höfundur stundar háskólanám í París. i I Bíósýki forsetans Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt hvergi aftur af sér og veltist um af hlátri þegar óheppna löggan Frank Drebin æddi inn í sæðisbankann og hellti kælandi kampavíni niður í buxnastrenginn í kvik- myndinni Naked Gun 331/2. Vinir Clintons segja að hann hreinlega elski kvikmyndir og með því að horfa á þær gleymi hann heimsins áhyggjum. Hrifning hans á kvikmyndum allt frá unga aldri hefur aukist eftir að hann varð forseti og hann, sem áður safnaði smáaurum til að komast inn í bíóhús, er nú orðinn vinur margra helstu Hollywood-stjarnanna. Hann hefur mjög ákveðinn smekk á kvikmyndum og hefur mest dá- læti á gömlum myndum. Clinton vill helst myndir þar sem það góða berst við hið illa og sérstakan áhuga hefur hann á kvikmyndinni Casablanca, sem er tilkomið vegna þess að það var síðasta myndin sem foreldrar hans sáu áður en faðir hans lést í bílslysi. Hann sér að minnsta kosti eina mynd á viku og þá oft í fjölskyldubíósalnum í Hvíta húsinu, en þangað býður hann stundum 30 til 40 gestum í heimsókn til að glápa. Madonna „dáin“ Eftir því sem vangavelturnar um „dána“ Madonnu aukast og breið- ast út verða þær ótrúverðugri. Þetta segir sig kannski sjálft, því þegar fóDc er í alvöru „dáið“ hefur enginn áhuga á að tala um það. Fólk stendur yfirleitt ekki í kokkt- eilboðum og kryfur „dauða“ til að mynda Cyndi Lauper sem söng- konu. Það getur því verið áhuga- vert að velta „dauðanum“ svolítið fýrir sér. Þetta gæti þýtt þá stað- reynd að vera dáinn í orðsins fyllstu merkingu, en í mjög mörg- um tilfellum er þetta hins vegar nokkurs konar óskhyggja. Þú segir að eitthvað sé dáið, en þá bara í þeirri von að það sé búið að vera, með öðrum orðum dáið. Þetta er nákvæmlega það sem fólk er að reyna að gera Madonnu; að grafa hana lifandi. Áður fyrr voru skrifaðar ævisög- ur og allskyns bækur um popp- söngkonuna en þetta hefur nú breyst í að skrifaðar eru handbæk- ur sem bera nafnið „Ég hata Mad- onnu“. Þar er talað um syndir söngkonunnar og er óhætt að segja að þetta sé eitt vinsælasta lesefhið vestra. The Far Side eftir Gary Larson Um leið og Davíð kom inn í rjóðrið og sá þau standa þarna saman, Loch Ness-skrímslið, Stórfót og Jackie Onassis, bilaði myndavélin hans. FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 15

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.