Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 11
Sofið til hœgri eða vinstri „Með skemmtilegri þáttum ípólitískri sögu landsins á síðari áratugum er stríðni Sjálfstœðisflokksins við andstæð- inga. Einn daginn hóta andstœðingar að kippa sjálfstœðismönnum úr sam- bandi í pólitík, einangra þá til frambúð- ar. Annan daginn bíða þessir andstœð- ingar þess, með tunguna lafandi, að Sjálfstœðisflokkurinn bjóði upp á sam- starf. “ Skoðanakannanir og umræða um stjómmál síðustu vikur hafa sýnt að stjómmálafor- ingjar em orðnir þreytt lið og fjalla nú mest um hvort þeir eigi að sofa til hægri eða vinstri. Tveir af for- ystumönnum Framsóknarflokks- ins hafa fúndið sig knúna til þess að lýsa því yfir að Framsókn verði ekki lögð niður í bráð og er það ömurleg staða fyrir stjómmálafor- ingja, að finna sig knúna til að lýsa slíku yfir. Að visu geta þeir sjálfum sér um kennt, þótt varla verði sagt að Halldór Ásgrímsson hafi sofið á vinstri hliðinni sér til óbóta á liðn- um árum. En hann hefur ekki ver- ið formaður flokksins nema skamman tíma og á í raun og vem enga sök á því að flokkurinn hefur orðið hálfgerður taglhnýtingur Al- þýðubandalagsins. Öðm máli gegnir um Pál Pétursson á Höllu- stöðum, sem lýsir fjálglega þeim sigri sem R-listinn vann í Reykjavík í borgarstjómarkosningunum, í grein sem hann skrifaði í Tímann s.l. laugardag. Framsóknarmenn fóm þó ekki vel út úr þeim kosn- ingum vegna þess að kærir sam- starfsmenn notuðu tækifærið til að strika Sigrúnu Magnúsdóttur út af listanum í töluverðum mæli, henni til svívirðingar, og einnig Alfreð Þorsteinsson, sem var ekki skiljan- legra. En svona fer þegar samið er við úlfa í sauðargærum. Vegna alls þessa telur Páll Pétursson nauðsyn- legt að lýsa því yfir að Framsóknar- flokkurinn verði ekki lagður niður. Ekki þarf að búast við að Páll Pétursson verði spurður að því máli, ef og þegar að því kynni að koma, enda hefur hann nóg með að reyna að ná atkvæðum af Ragn- ari Amalds í Norðurlandskjör- dæmi vestra, eins og alkunna er, án þess að verða mikið ágengt. Og alltaf er Páll fljótur í ræðustól á Al- þingi hafi Svavar Gestsson verið að hella úr skálum reiði sinnar yfir menn utan þings. Hefur Páll reynt þar að bæta við nokkmm reiðilestri ef það skyldi geta orðið til þess að vekja athygli Svavars á því að þarna sé á ferð þægur og tryggur banda- maður. Eftir þjónustuna við Al- þýðubandalagið og framboð R-list- ans, þar sem Páll gerir engan ágreining vegna útstrikana á mætri konu, telur hann ástæðu til að taka fram sérstaklega að Framsóknar- flokkurinn verði ekki lagður niður. Sannleikurinn er sá, að eftir að fyrrverandi formaður flokksins er kominn í Seðlabankann til að telja peninga, á Páll Pétursson ekki marga stuðningsmenn í eigin flokki. Hins vegar er flokksþing framundan og þess vegna nauð- synlegt að vekja athygli á að nefnd- ur Páll er enn í flokknum og sér hann um það sjálfur. í næstu kosn- ingum víkur hann sér eins og vana- lega til vinstri við Ragnar Arnalds. I þeim skoðanakönnunum, sem ffarn hafa farið, virðist engin hætta á því að Framsóknarflokkurinn sé að deyja. Þess vegna er allt tal um lengra líf hans svolítið undarlegt. Ekki er talað um að Kvennalistinn sé að deyja, enda lýsir gömul al- þýðubandalagskona því yfir, að listinn sé byggður á kvennahreyf- ingu. Slíka hreyfingu varðar ekkert um pólitík þótt eitthvað sé verið að damla í velferðarmálum til mála- mynda. Það stendur þeim kvennal- istakonum þó nær að styðja regn- hlífastefhu Alþýðubandalagsins heldur en t.d. Framsókn. Kratar virðast með hressara móti miðað við aðstæður og ætla að fifa Jó- hönnuraunir af. En Sjálfstæðis- flokkurinn hristir af sér alla ólund og kemur heldur vel út úr könnun- um. Það er kannski mesta meinið enda virðast stjómmálamenn utan Sjálfstæðisflokksins sleppa sér hve- nær sem Sjálfstæðisflokkurinn fær viðunandi útkomu úr könnunum. Þá fara þeir að tala tungum og bíta í skjaldarrendur. Sjálfstæðisflokk- urinn er hins vegar pólitísk dekur- rófa sem hefur gaman af að dilla sér ffarnan í andstæðinga. Með skemmtilegri þáttum í pól- itískri sögu landsins á síðari áratug- um er stríðni Sjálfstæðisflokksins við andstæðinga. Einn daginn hóta andstæðingar að kippa sjálfstæðis- mönnum úr sambandi í pólitík, einangra þá til ffambúðar. Annan daginn bíða þessir andstæðingar þess, með tunguna lafandi, að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði upp á samstarf. Kenning sjálfstæðis- manna hefur verið, að Framsókn hafi lengi einokað samstarf til vinstri. Sjálfstæðismenn hafa þó fengið vænan hlut af vinstra sam- starfi, með kommum 1944 og krötum í viðreisn, svo dæmi séu nefnd. Samt álíta þeir að Framsókn hafi einhvern einkarétt á vinstra samstarfi. Þetta gengur svo langt, að hvað effir annað er skrifað í Morgunblaðið um samstarf við Al- þýðubandalagið. Eitt sinn hét það, sögulegar sættir. Sættir við hvað? Hafa sættir við Alþýðubandalagið (kommúnista) ekki alltaf verið draumaheimur sjálfstæðismanna, þótt þeir hafi verið að burðast við að sofa á hægri hliðinni? Einn dag- inn heitir það að ekki sé hægt að stjóma án þess að hafa ffið við launþegahreyfinguna. Alþýðu- bandalagið hefur þó komist upp með að samþykkja 14 launaskerð- ingar í stjómarsamstarfi. Þótt skiptareglan sé þannig, að langflest- ir forystumenn ASÍ séu úr Alþýðu- bandalaginu, mega þeir Olafur Ragnar og Svavar una máltækinu: Skipað gæti ég væri mér hlýtt. Nú þegar Alþýðubandalagið ger- ir stóra tilraun, til að sameina vinstri menn, setur jafnvel Páll á Höllustöðum upp hundshaus. Eftir stendur þó óleyst sjúkleg glíma Framsóknar við þann kristilega krataflokk, sem hér gengur undir nafninu íhald. Stjómmálamenn hafa lengi forðast að skilgreina rétt þau færi sem em í boði, þrátt fyrir að hér sé fjölflokkakerfi. Heilir flokkar þingmanna em svo bundn- ir af ofiali sínu við kjósendur, að þeir komast hvergi lönd eða strönd í málefnabaráttu sinni, af því þeir telja sig aldrei mega sýna bilbug í viðhorfi til sjónarmiða andstæð- inga. Þannig bólusetja þeir sig sjálf- ir gegn öllum „kvillum“ and- stæðnga. Smæð okkar gerir þennan hrepparíg mögulegan. Sá stjórn- málamaður, sem risi upp yfir hrepparíginn væri álitinn annað tveggja, ofviti eða snarvitlaus. Hvorugt er gott og myndi þykja óheppiíegt á þingi þrátt fyrir alít Höfundur er rithöfundur Að spara hamingjuna eða fresta henni VmSKiRTi - HiN HLiÐiN Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalífi. „Þeir fóru á hótel í tilvistarkreppu sinni en þar spurði starfsfólkið gesti: Ætlarðu að sofa eða stökkva?“ Um síðustu helgi heyrðum við um rússneskan mann í tilvistarkreppu, sem leitaði griða í Selfosskirkju. Þessi rússneski sjómaður hafði ekki höndlað ham- ingjuna. Sem betur fer leitaði þessi vansæli maður yfir Ölfusárbrú, því óhamingjusamt fólk getur hoppað út í Ölfusá og bundið enda á óhamingjusamt líf sitt. Þessi maður er ekki sá fyrsti sem á í tilvistarkreppu og hugleiðir hvers konar lífi hann hefur lifað og hvort hann geti nokkurn tíma höndlað hamingjuna. Hjá sumum er hamingjan eins og regnboginn, það er hægt að nálgast hamingjuna en það er ekki hægt að höndla hana frekar en regnbogann. Þeir eru meira að segja til sem hafa frestað hamingjunni með því að spara og leggja til hliðar fyrir síðari tíma. Á árunum fyrir heim- skreppuna voru margir sem lögðu til hliðar fyrir ríkulegri hamingju síðar. Margir þeirra, sem töpuðu í verðbréfahruninu mikla, töldu að þeir gætu aldrei höndlað hamingj- una aftur. Margir bundu enda á líf sitt með því að stökkva. Það er mikið áræði að skrifa um hamingjuna í pistli um viðskipti. Þegar málið er skoðað til þrautar kemur í ljós að hamingja og spam- aður em skildir hlutir. Áður en lengra er haldið er rétt að svara spumingu: Hvað þarf til að lifa hamingjusömu lífi? Það er stórt spurt og svarið verður ekki verra en hvað annað. Til að lifa hamingjusömu lífi þarf maðurinn að uppfylla frum- þarfir sínar sem em fæði, klæði og húsnæði. Maðurinn þarf að vera laus við kvíða og angist. Maðurinn verður að finna fyrir ástúð og umhyggju annarra og finna að hann sé virkur í samfélagi sínu. Maðurinn verður að finna fyrir áliti og viðurkenningu sinni og annarra. Hamingjan verður fullkomnuð með sköpun meistaraverks. Ef þessar aðstæður eru allar til staðar hjá óhamingjusömu fólki verður fátt því til bjargar. En hvemig höfum við stjórn á hamingjunni? Getum við einhverju ráðið um hvenær við njótum ham- ingjunnar? Vissulega getum við það. Spam- aður og lántökur em tilflutningur á hamingjunni, innan tímasviðs. Með því að taka lán er verið að flýta hamingjunni en með því að spara er verið að fresta hamingj- unni og öðlast hamingju með vöxtum síðar. Þegar sparnaðurinn fer forgörð- um eins og hjá fólkinu á kreppuár- unum, þá finnst fólki að lífinu sé Iokið og aðeins svartnætti sé fram- undan. Þá er rétt að stökkva. I samfélagi okkar er það lög- bundið markmið að allir skuli geta notið hamingju í ellinni. Allir em skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóði til að njóta hamingju á ævikvöld- inu. En því miður sumir lífeyris- sjóðir geta ekki staðið við skuld- hindingar sínar vegna þess að þeir hafa flýtt hamingju sumra sjóðsfé- laga með óhóflegum lánveitingum eða of miklum lífeyri þannig að lít- ið verður eftir fýrir þá sem á eftir koma. I sumum trúarbrögðum er sparnaður eini mælikvarðinn á það hve dygðugu lífi menn hafa lifað. Þeir sem hafa sparað af launum sínum eiga í vændum eilífa sælu á himnum en hinir sem hafa eitt og sóað munu uppskera vist í eldi vítis vegna lostafúlls lífernis síns. Víst er að þennan boðskap vant- ar í íslenskar guðsorðabækur því íslendingar spara ekki af frjálsum vilja. Ef ekki væru líferysissjóðir væri innlendur spamaður fyrir neðan allt sem gerist í nágranna- löndum okkar. Frjáls sparnaður hefur aðeins verið tómstundagam- an sérvitringa í leyni. Ef frést hefur af sparnaðinum hefúr ættingja- skarinn komið í heimsókn og vélað út úr sérvitringnum það sem hann hefur önglað saman. Eyðslusamir ættingjar telja óþarfa að endur- greiða hinum dygðugu lánin. Hér að framan eru talin upp at- riði sem valda hamingju. Forsenda þeirra er reglubundin sparnaður. Ungt fólk, sem kaupir sér fasteign og er með tvær hendur tómar er dæmt til að missa allt út úr hönd- um sér. Unga fólkið verður að þrælum fýrir skuldheimtumenn alla ævi ellegar að það verður gjald- þrota með þeim afleiðingum, sem gjaldþrot hefúr í för með sér, að mega aldrei eignast neitt og vera öreigar alla ævi og aldrei öðlast neina hlutdeild í hamingjunni. I eyrum þeirra mun glymja vísu- brot Sigurðar Breiðfjörð, skálds og ógæfúmanns: Ég er œtíð armur Ekki er að leyna því Hljómar eyrum í Skrattans skuldajarmur HINUMEGIN (The Far Side) Eflir Gary Larson Til hvers erum við að þessu, Láki? Við vitum báðir að það fæst engin niðurstaða í málið ekki með þessu móti. FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994 PRESSAN 11

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.