Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 27

Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 27
Þetta atvik festi fjölskylda úr Hlíðunum á filmu. „Bóndinn hjálpaði meira að segja til,“ sagði heimild- armaður hneykslaður. Turkuveikin segir enn til sín Konur með hörð f r á h va r f sei n ke n n i tröllríða Lækna- vaktinni Reykjavík, 17. ágúst „Við getum ekki lengur tekið \ið eymaveikum börnum, eins og hefur þó verið aðalstarf okk- ar, vegna kvenna sem eru með það sem almennt er kallað Turkuveikin,“ sagði vakthafandi læknir á Læknavaktinni en mikil örtröð var þar um helgina. Á þeim stutta tíma sem blaða- maður GP var viðstaddur var komið með þrjár konur inn, all- ar með hörð fráhavarfseinkenni vegna lífemisins í Turku. GP fékk Óttar Guðmundsson lækni til að segja álit sitt á þessu. „Ég tel að þama í Turku liafl myndast sérstakt siðrof þegar böndin duttu af konum sem Þær Gunna og Magga segjast hafa lært að reykja ópíum í Turku. höfðu lengi verið heftar. I hóp- sefjuninni sem þama myndaðist, hafa konumar talið sér hehnilt að gera það sem þær langaði lil. Við munum vera lengi að súpa seiðið af þessu.“ Gula Pressan segir Norðmönnum stríð á hendur Ingólfur Arnarsson nýráðinn ritstjóri GULU PRESSUNNAR í Vinaskógi áður en hann hjó tréð sem Hákon Noregskon- ungur gróðursetti í vor. „Viljum mun kröft- ugri aðgerðir" —segir lngólfur Arnarsson nýráð- inn ritstjóri GP „Mér iinnast viðbrögð íslendinga einkennast af gungu- hætti og almennum aumingjaskap,“ sagði Ingólfur Arnars- son nýráðinn ritstjóri GULU PRESSUNNAR. En hann vill taka upp herskáar aðgerðir gagnvart Norðmönnum. „í íyrsta lagi finnst mér eðlilegt að höggva þessa plöntu sem Hákon Noregskonungur var að rjátla niður í Vinaskógi íyiir skömmu. Þá finnst mér eðlilegt að við skilum styttunni af Ingólfi Amarssyni og Ingólfur Hannesson ætti að fara í leiðinni — ég óttast nefnilega að hann standi með Norð- mönnum. Mér finnst hins vegar mistök að kalla Eið Guðnason heim. Ég held að það væri mun meiri refsing fyrir Norðmenn að láta hann vera áfram í Noregi," sagði Ingólfur í herskáum leiðara í blaðinu í dag. „Auk þess finnast mér norskir íþróttamenn mjög slapp- ir,“ sagði Ingólfur að lokum. Borgarbúar í sveitasælu um síðustu helgi „Aldrei séð annan eins ólifnað“ —segir fimmtug kona í Breiðholtinu sem heimsótti bóndabæ í fyrsta sinn um helgina Kjós, 14. ágúst Um helgina var kynningar- átak á vegum bænda, sem opn- uðu býli sín fyrir borgarbúum. Heimildir GULU PRESSUNNAR segja að víða hafi borgarbúar verið slegnir yfir því sem fram fer í sveitunum. „Það er fjóst að sifjaspellsumr- æðan liefur ekki náð í dýraríkið Landspítalinn, 15. ágúst „Þetta virtist ætla að verða of- urvenjidegur dagm' á skrifstof- unni en svo þurfti ég að hringja. Ég teygði mig eflir símaskránni og þá byrjuðu ósköpin." Þannig hljómar frásögn Óskars B. Jónat- anssonar, sextugs heildsala, sem nú dvefur á geðdeild Landspítal- ans. Ef marka má frásagnir og bændur þessa lands eru mjög ilfa upplýstir,“ sagði starfskona Stígainóta sem fór út úr bænmn ásamt fjölskyldu sinni. „Ég varð vitni að því að lambhrútar reyndu við mæður sínar og bóndinn bara hló,“ bætti hún við. „Það er eins og sveitalífið gangi bara út á kynlíf og það er lækna þá leitaði Óskar í báðum símaskránum, öllum sérnúm- eraskránum og síðan í öllum leiðréttingaskránmn án þess að finna númerið. Samstarfsmenn hans létu lækna vita eftir þrjá daga. „Ég óttast bara að þetta sé ekki einangrað tilfelli,11 sagði yfirlæknir geðdeildarinnar. sérstaklega þetta hömluleysi, sem alstaðar líkir, sem skelfii' mann. Það var ferlegt að álpast inn á þessa bæi með saklaus böm í eftirdragi,“ sagði fimm bama móðir úr Breiðholtinu. „Átakið tókst injög vel,“ sagði talsmaðui' bænda. Núna sinnir Ólafur blómunum á Landspítalanum. Ótrúleg lífsreynslusaga sextugs heildsala „Símaskráin gerði mig geð- veikan“ —segir Óskar B. Jónatansson sem leitaði að númeri í þrjá daga Sérkennileg mótmæli opinbers starfsmanns sem missti bílastyrkinn Hjólar nakinn í ráðu- neytið Jón Þórhallsson á leiðinni í vinnuna í morgun. „Við opinberir starfsmenn getum ekki látið bjóða okkur allt,“ sagði Jón í samtali við GP. „Jón hefur alltaf verið haldinn mikilli sýni- þröf,“ sagði ráðuneytisstjórinn. FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994 PRESSAN 27

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.