Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 7
Rannsókn málsins hefur beinst að einum eiganda fyrirtækisins
Margeiri P. Jóhannssyni og Jóhanni Pétri syni hans en þeir sáu
um bókhald fyrirtækisins og eru uppi grunsemdir um meint
skjala- og bókhaldsfals auk fjársvika.
Eílir að innanhúsrannsókn benti til 50 milljóna
króna íjárdráttar (og er þá miðað við framreikn-
aða upphæð með dráttarvöxtum) var ákveðið að
leita til RLR og var málið kært þangað í október í
fyrra. Eftir að innanhúsramisókn benti til 50
milljóna króna íjárdráttar (og er þá miðað við
framreiknaða upphæð með dráttai’vöxtum) var
ákveðið að leita til RLR og var málið kært þangað
í október í fyrra.
Frá því í október í fyrra hefur
Rannsóknarlögregla ríkisins
haft með höndum umfangs-
mikið fjársvikamál hjá rótgrónu
innflutningsfyrirtæki í bygginga-
iðnaði hér á landi, íselco sf í Skeif-
unni. Rannsókn málsins hefur
beinst að einum eiganda fyrirtækis-
ins Margeiri P. Jóhannssyni og Jó-
hanni Pétri syni hans en þeir sáu
um bókhald fyrirtækisins og eru
uppi grunsemdir um meint skjala-
og bókhaldsfals auk fjársvika.
Rannsóknin nær allt aftur til árs-
ins 1982 en beinist fyrst og fremst
að starfsemi þeirra á árunum 1987
til 1992 en þá var Jóhann látinn
fara en Margeir hélt starfi sínu
fram á mitt sumar 1993.
Fyrirtækið var stofnað árið 1969
af þeim Ragnari Jónssyni og Gísla
Ólafs þá undir nafninu ísel en síð-
an var leitað til Margeirs sem hafði
starfað með þeim í fyrirtækinu G.
Þorsteinsson og Johnson, um að
sjá um bókhald og fjárreiður fyrir-
tækisins. Um leið varð hann með-
eigandi.
Velta fyrirtækisins, sem er um-
boðs- og heildverslun í bygginga-
iðnaði, var á annað hundrað millj-
ónir en hinn meinti fjárdráttur sem
hér um ræðir er talinn nema um
50 milljónum króna, framreiknuð-
um til dagsins í dag og með vöxt-
um, eða svo hljóða heimildir blaðs-
ins.
Þeir Margeir og Jóhann sáu al-
farið um bókhald fyrirtældsins
með þeim hætti að faðirinn var
fjármálalegur framlcvæmdastjóri
þess og sonurinn gjaldkeri og bók-
ari.
Var á Flórída þegar málið
komst upp
Upp um málið komst þegar við-
skiptabanki fyrirtældsins hafði
samband við eigendur þess vorið
1992 þegar yfirdráttarreikningur
þess var kominn 14 milljónum
ffam úr heimild. Þá var Jóhann
Pétur staddur á Flórída að festa sér
kaup á íbúð og var þess vegna haft
samband við hina eigendurna sem
komu af fjöllum yfir þessari stöðu
en ekid var annað vitað en rekstur-
inn væri í eðlilegum farvegi.
Vöknuðu grunsemdir um að
eitthvað misjafrit væri í gangi og
fóru hinir tveir eigendurnir að
skoða bókhaldið. Kom þá í ljós
ótölulegur fjöldi reikninga sem
engin leið var að botna f. Má sem
dæmi taka að rekstrarreikningar
biffeiða fyrirtækisins höfðu hældc-
að um milljón á milli ára án sýni-
legra ástæðna.
Einnig kom þá fram að Jóhann
hafði í raun rekið umfangsmikil
bílaviðskipti nánast inn í bókhaldi
fyrirtældsins þar sem lítill sem eng-
inn greinarmunur var gerður á fyr-
irtækjum. Við leit fundust víxlar og
skuldabréf af bílum óháðum fyrir-
tækinu sem það þó hafði verið látið
borga af. Þar er um að ræða stórar
upphæðir en rannsóknir benda til
þess að fyrirtækið hafi verið látið
borga háar upphæðir í vaxta og
lántökukostnað, alls óskilt starf-
semi þess.
í byrjun viðurkenndi sonurinn
nokkra misbresti og samþykkti að
greiða til baka þrjár milljónir króna
og héldu menn að þar með væri
ásættanleg niðurstaða fengin. Fað-
irinn neitaði allri þátttöku á þessu
stigi og var sæst á að Jóhann yrði
látin fara frá fyrirtækinu án þess að
kæra yrði lögð fram. Greiddi Jó-
hann þá þær fjárhæðir sem hann
hafði þá viðurkennt að hafa dregið
að sér.
Alvarlegar grunsemdir voru hins
vegar vaknaðar og hinir eigendurn-
ir fóru nú að gefa sig meira að bók-
haldi og leita skýringa á ýmsum
víxlum og skuldabréfúm óviðkom-
andi fyrirtækinu. Fyrst í stað virtust
feðgarnir hafa skýringar á öllu sem
upp komst en ljóst var að skýringar
fengust ekki við öllu sem beðið var
um og hitnaði meira og meira
undir föðurnum.
Að endingu sagði Margeir sig úr
félaginu og krafðist þess að hann
yrði borgaður út úr því tafarlaust
elia skyldi hann leita skaðabóta
sökum „tómlætis“ hinna eigenda.
Þá var leitað til lögmanns og eftir
fundarhöld með öllum aðilum
málsins samþykkti Margeir að end-
urgreiða þær upphæðir sem sonur
hans kynni að hafa dregið að sér og
ekld höfðu áður komið fram. Þá
var endurskoðendum fýrirtældsins
falið að sannreyna þær kröfur og
ásakanir sem lagðar höfðu verið
fram og um leið var skipt um læs-
ingar og skrár í fýrirtækinu. Var
Margeiri einungis heimilt að koma
á vinnutíma til að yfirfara gögn og
þá undir eftirliti. Þegar á reyndi
töldu eigendurnir, sem eftir sátu,
siðferðislega rétt að skipta um end-
.urskoðendur og fá til liðs við sig
óháða aðila.
Eftir að innanhúsrannsókn benti
til 50 milljóna króna fjárdráttar (og
er þá miðað við ffamreiknaða upp-
hæð með dráttarvöxtum) var
ákveðið að leita til RLR og var mál-
ið kært þangað í október í fýrra.
Kærugögnin beinast enn sem kom-
ið er fyrst og ffemst að Jóhanni.
Um leið var höfðað einkamál fýrir
Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur
feðgunum verið stefnt þar sitt í
hvoru lagi. Málskjölin eru um 1500
og fjölgar stöðugt. Einnig hafa eig-
endurnir reynt að höfða kyrrsetn-
ingarmál f eigur Jóhanns og um
leið reynt að fá hann tekinn til
gjaldþrotaskipta. Var það gert
vegna þess að eigendurnir töldu að
þeir feðgar væru farnir að vinna
skipulega að því að koma eignum
undan með því til dæmis að veð-
setja hús Jóhanns fýrir 8 milljónir
króna. Skuldabréfið bak við
þá veðsetningu er í eigu for-
eldra hans. Kyrrsetningin
tókst ekki vegna mistaka við
málatilbúnað Isleco.
Keypti fyrsta dags
umslög
Fyrstu rannsólcnir benda
til fjölbreyttra og kerfisbund-
inna aðferða við að hafa fé af
fyrirtækinu. Má sem dæmi
taka að frímerkjakaup fýrir-
tækisins voru á tilteknum
tíma mjög há miðað við veltu
þess. Eðlileg ffímerkjakaup
Iselco eru um 300.000 krón-
ur á ári en í tíð feðganna fór
frímerkjakaupareikningur
fýrirtækisins í allt að tvær
milljónir króna miðað við
núverandi burðargjöld. Við
eftirgrennslan kom í ljós að Jóhann
Pétur hafði keypt fýrsta dags um-
slög fýrir háar fjárhæðir, að því er
virðist í þeim tilgangi að geta fénýtt
sér það. Einnig voru kvittanir fýrir
póstburðargjöldum notaðar í sama
tilgangi en grunsemdir eru uppi
um að póstburðarnótur hafi verið
falsaðar. Sömuleiðis eru uppi grun-
semdir um að feðgarnir hafi tví-
greitt sér bögglapóstburðargjöld
með því að gjaldfæra virðisauka-
skattskvittanir sem póstburðar-
gjöld.
Þegar aðalreikningur fýrirtækis-
ins var skoðaður, til að rekja
greiðslur, kom í Ijós að hann var
lítið sem ekkert notaður. Við leit
fundust hins vegar fjölmargir
einkareikningar sem veltu miklum
fjárhæðum. Má nefna einn reikn-
ing hjá SPRON sem sonurinn not-
aði og velti í á annað hundrað
milljónir á ári.
Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að
ýrnsir reikningar fýrirtækisins voru
hreint ekki afstemdir, einungis
voru þeir reikningar afstemdir sem
endurskoðendur fyrirtækisins fóru
fram á og telja þeir, sem skoðað
hafa reikningana síðan, að ýmislegt
sé við þá að athuga. Þar sé í raun
um meintar falsanir að ræða. Einn-
ig eru uppi grunsemdir um falsanir
á nótum.
Sömuleiðis hefur komið í ljós að
birgðatölur voru færðar efir þörf-
um af Margeiri þannig að í raun
hefur aldrei legið fyrir hver birgða-
staða fyrirtækisins hefur verið. Um
leið eru uppi grunsemdir um
„svarta" og nótulausa sölu út úr
lager fyrirtækisins. Einnig liggja
fýrir grunsemdir um að þeir feðgar
hafi dregið sér fé í gegnum erlend
vörukaup þar sem fýlgiskjöl virðast
vanta fýrir vissum upphæðum.
Fyrirtekt á einkamálunum er
ætluð nú 2. september fýrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur.
Jóhann Pétur neitaði að tjá sig
urn málið við PRESSUNA og vísaði
á lögfræðing sinn Ólaf Ragnars-
son, hæstaréttarlögmann, og grein-
argerðir hans. Ekki tókst að hafa
upp á honum.
I Er bruna-eða slysagat
j á fötunum þínrnn?
j Láttu okkur sjá um viðgerðina og gatið týnist.
Vönduð handunnin viðgerð.
Opiðfrá 13 - 18 alla virka daga
FATAKÚNST
! .* . Guðrún SigríðurÁmundadóttir
] Geymið auglýsinguna sími 21074 - eftir lokun 611174
FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994 PRESSAN 7