Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Page 1
1937 1. blað Sunnudaginn 3. janúar A iþjóðasýn ingin í París. WmmM 1|||Í1|| ' -,■ > , ( - > SÝNINGARIÍALLIRNAR YIÐ TROCADERO. SÝNINGARHÖLL DANA. Vísir liefir nýlega flult tvær greinir um undirbúning aÖ al- þ j óðasýni ngunni miklu, sem haldin verður í Paris næsta ár. í greinum þessum báðum er vikið að þeirri nauðsyn, að ís- lendingar vakni til meðvitund- ar um það, að gagnið að þátt- töku í slíkum sýningum er mikið, og ennfremur, að ílest- ar þjóðir lieims hafa fyrir löngu gert sér þetta ljóst, enda má svo lieita, að nærri allar þjóðir heims noti þau tæki- færi, sem þannig bjóðast, til þess að kynna land sitt og framleiðslu með öðrum þjóð- um. Seinni greinin var viðtal við lir. JZarzecki, ræðismann Frakklands fyrir Island, og er hann eindregíð lilyntur þátt- töku íslands í sýningunni og kvaðst boðinn og búinn til þess að afla allra nauðsynlegra upp- lýsinga um sýninguna, ef þess væri óskað. Á svæðinu milli Trocadero og Champ-de-Mars, sem er all- margar ekruiJ lands að flatar- máli, verða margar sýningar- hallir, og þar gefst mönnum kostur á að kynnast ýmiskon- ar iðnaðarframleiðslu, gler- og keramikframleiðslu, leðurvör- um, skartgripum, silfurvarn- ingi, dúkagerð, fatnaði o. s. frv. Þar verða tískusýningar. Þar yerða og ýmsar nýjungar í byggingalist, húsaskreyting- um o. s. frv. Þarna fá sýning- argestirnir einnig tækifæri til þess að sjá iðnaðarmennina vinna að framleiðslu sinni; sjá hvernig liver hlutur verður til o. s. frv. Sýningarinnar verður nánar getið í smágreinum í sunnudagsblaði Yisis, og mynd- ir birtar til skýringar. Að þessu sinni flytur blaðið tvær mynd- ir, aðra af sýningarhöllunum við Trocadero og hluta af sýn- ingarsvæðinu þar, og sýningar- höll Danmerkur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.