Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Page 2
2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Francisco Franco.
Francisco Franco, höfuöleið-
tógi spænskra uppreistar-
manna, er meðal þeirra, sem
mest er um rætt á yfirstandandi
tíma. Það er sagt, að foreldrar
lians liafi gert sér vonir um það,
Francisco Franco.
er liann yxi upp, að hann yrði
listmálari — og að hann mundi
ílendast á æskustöðvum sínum.
En þessaí vonir rættust ekki.
Franco gerðist hermaður. Og
það má í rauninni segja, að
hann hafi verið hermaður frá
14. aldursári. Þá var hann bú-
inn að ákveða með sjálfum sér
hvað hann ætlaði að verða.
Hann var þá þegar staðráðinn í
að verða hershöfðingi — fræg-
ur hershöfðingi, eins og Napóle-
on og slikir menn. Og frægð
hefir liann hlotið, sem dugandi
herforingi, bæði áður en styrj-
öldin á Spáni liófst og síðar, en
enn er alt í óvissu um, hvort
liann nær þvi márki, er hann
hefir selt sér, að brjóta allan
Spán og önnur lönd Spánverja
undir einræðisvald sitt. Fyrir-
myndir Franco’s eru þeir Hitler
og Mussolini og það er engum
vafa undirorpið að Franco
muni sníða stjórnarfyrirkomu-
lagið að talsvert miklu leyti eft-
ir því, sem nú tíðkast á ítahu
og í Þýskalandi, en þó nokkuð
breytt vegna ólikrar skilyiða að
ýmsu leyti á Spáni.
Franco er fæddur 2. desem-
ber 1892 í Ferrol. Hann gerðist
nemandi í herskóla 14 ára að
aldri. Þegar hann var 24 ára
gamall var hann orðinn major
í spænska hernum og hershöfð-
ingi, er hann var 32 ára. Hafði
enginn maður þá hlotið herfor-
ingjatign jafn ungur í sögu
Spánar.
Franco varð fyrst frægur
sem herforingi í Marokko. Kom
þar snemma i ljós, að hann var
öruggur í vörn, og jafnframt,
að liann var fljótur að læra af
bardagaaðferðum Mára — og
notaði þær óspart i baráttunni
gegn þeim. Og hann sýndi and-
stæðingum sinum enga misk-
un, ef þvi var að skifta, frekar
en Márar sjálfir. Máramir hafa
haft þau kynni af Franco að
þeir virða hann mest þeiira
herforingja frá Spáni, sem þeir
liafa átt i höggi við. Hafa þeir
og margir snúist til fylgis við
hann og getur Franco þakkað
það stuðningi þeirra hve vel
lionum varð ágengt lengi vel, í
bardögunum við lið stjórnar-
innar.
Franco er svo lýst, að hann
sé maður fremur lágur vexti og
allgildvaxinn. Augu'hans virð-
ast bera draumlyndi vott og
bros hans er kvenlegt. En þetta
skyldi engan villa, þvi að Franco
á stálvilja og er maður harður
og óvæginn, þegar því er að
skifta. Hann hefir óbilandi trú
á sjálfum sér. Hann telur vist,
að öll sín áform muni hepnast.
Franco er maður, sem býr
yfir hvorttveggja, viðkvæmni
og góðvild á annaií hóginn, en
miskunarleysi og hörku á hinn.
Hann er sagður svo mikill dýra-
vinur, að harm tald það mjög
nærri sér, ef hann sér skepnu
sæta illri meðferð. En hann
vilar ekki fyrir sér, í hernaði, að
láta flugvélar sínar varpa
sprengikúlum yfir óvíggirta
borgarhluta. I styrjöldinni er
engin miskunn sýnd. Það er
ekki einstajdingurinn Franco
sem gefur fyrirskipanir um
sprengjuárásir, heldur hermað-
urinn.
Ilár Franco er tekið mjög að
grána. Hann hefir lagt mikið á
sig í styrjöldinni, dvalist ým-
ist i aðalbækistöð uppreistar-
manna eða á vígstöðvunum
sjálfum. „Eg hætti ekki fyrr en
eg hefi náð öllum Spáni á mitt
vald og Marxistar hafa verið
sigraðir svo rækilega, að þeir
geta ekki brotist til valda aftur.“
Franco var lengi vel — og er
kannske enn — konungssinni.
Komist hann til valda getur vel
verið að hann geri Spán að kon-
ungsríki — en Franco ætlar sér
að vera eins miklu ráðandi á
Spáni og Mussolini á Italíu þar
fyrir.
Þegar lýðveldið var sett á
stofn vakti það mikla furðu, að
Manuel Azana, þáverandi her-
málaráðherra, lét ekki Franco
fara frá. Hann er hermaður en
ekki sljórnmálamaður, sagði
Azana þá, en honum yfirsást
lirapallega. Franco er líka all-
slyngur stjórnmálamaður. Og
þegar hægri flokkarnir komust
til valda eftir kosningarnar
1933 gerði Gií Robles liermála-
ráðherra Franco að yfirmanni
herráðsins. Margir ætla nú, að
meðan Franco þjónaði lýðveld-
inu, sem fylkisstjóri á Balear-
eyjum, yfir hershöfðingi í Mar-
okko og yfirmaður herráðsms,
hafi hann byrjað að undirbúa
byltinguna, sem hófst s. 1. sum-
ar og leiddi til yfirstandandi
styrjaldar. — I febrúar 1936
gerði samsteypustjórnin hann
að yfirhershöfðingja á Kanar-
isku eyjunum — hún treysti
honurn ekki vel. En það var um
seinan, að flytja hann svo langt
á brolt. Hann kom aftur heim
til Spánar — á hvern hátt og
með hvaða afleiðingum er öll-
um kunnugt.
Rússar og Japanir
kaupa flugvélar í stórum stíl
1 Bandaríkjunum.
Búist við styrjöld milli
Rússa annarsvegar og Jap-
ana og Þjóðverja hinsveg-
ar í náinni framtíð.
Amerísk blöð segja frá því,
að Rússar og Japanir kaupi nú
flugvélar i Bandaríkjunum i
mjög stórum stíl. Rússar þó
enn meira, eða nálægt þvi 2
á móti hverri einni, sem Jap-
anir kaupa, eftir því, sem næst
verði komist. Auk þess, segja
blöðin, er unnið dag og nótt í
rússneskum flugvélaverksmiðj-
um, vegna þess, að alment er
búist við, að i náinni framtíð
1 brjótist út styrjöld milli Rússa
annars vegar og Japana og
Þjóðverja hinsvegar. Rússar
hafa þegar keypt flugvélar í
Bandaríkjunum fyrir eina mil-
jón dollara, en Japanir fyrir
um 600.000 dollara. Flugvélar
þessar eru ekki skrásettar sem
hernaðarflugvélar, en sérfræð-
wmmm
■
Farþegaflugvél. Amerísk gerð.
Farþegaflugvél af rússneskri gerð.