Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Qupperneq 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
Sabatino
*
odst
„Saga sú, er eg nú mun segja
lávarður niinn og verndari —
og þér, tignir gestir hans, gerð
ist á þeim tímum, er hinir hug-
djörfu landsmenn vorir báru
sigur úr hýtum í orustunni við
San Anbrosio-hrúna. En þar
áttu þeir, sem kunnugt er, í
höggi við hermenn Encio, kon-
ungs yfir Sardiniu, — son Frið-
riks annars keisara, — og livíla
bein hans enn í kirkju vors góða
Frati Predicatori, undir leg-
steini með viðeigandi grafskrift
sem her vitni um sigur vom.
Hinn sorglegi atburður, sem
eg ætla að segja frá gerðist á
þeim tíma, sem eg drap á og
kemur mjög við sögu ungs með-
borgara, sem Malatesta nefnd-
ist, en hann var sonur Alberto
de’ Carbonesi, sem kominn var
af fornri og göfugri ætt, og er
hinn göfugi vinur vor, sem einn-
ig lieitir Alberto, og á heima i
horg vorri, niðji hans.
Frá því Malatesta var á
barnsaldri hafði hann verið
leikbróðir yndislegrar, fríðrar
stúllcu, sem Lelia nefndist, og
var hún dóttir hins göfuga að-
alsmanns Messer Paolo Galuzzi.
Voru þau hinir mestu mátar á
æskuiárum og hélst vinátta
þeirra, er þau uxu upp, og er
þau voru komin á unglingsár,
feldu þau ástarhug hvort til
annars.
Dáði hin unga mær Malatesta
mjög, en hann var prúður í
framkomu og þótt líklegur til
frama, enda félst hún fúslega á
að verða kona hans, að fengnu
leyfi foreldra sinna
Þessi sigur jók mjög á bjart-
1) ItaJskur höf. frá síðari
hluta 15. aldar.
ingar segja, að með litlum
breytingum megi gera þær að
árasarflugvélum af fullkomn-
ustu gerð.
Eins og kunnugt er, eru svo
kölluð hlutleysislög í gildi í
Bandaríkjunum. Samkvæmt
þeim er hægt að banna útflutn-
ing flugvéla sem og liverskon-
ar hergagna, til þjóða, sem eiga
í styrjöld, og ef til styrjaldar
kæmi, yrði vafalaust stöðvað-
ur útflutningur flugvéla þeirra,
sem Japanir og Rússar hafa
pantað í Bandaríkjunum — en
fyrr ekki.
Degli Arienti1).
sýni Malatesta og þar sem hann
var ungur maður og óreyndur
ályktaði hann, að hann mundi
vinna jafn auðunna sigra fram-
vegis. Þóttist hann þvi fullviss
um það, að hann mundi brátt
verða þeirrar miklu hamingju
aðnjótandi, að fá hina yndislegu
Leliu, sem hann hafði elskað frá
blautu barnsbeini af heilum og
fölskvalausum huga, fyrir eig-
inkonu sína.
En mikil voru vonbrigði hans
og örvænting, er hann komst að
raun um, að faðir hennar var
þessu algerlega fráhverfur og
bannaði honum að koma í
heimsóknir til Leliu.
Þótt þetta kæmi yfir hann
eins og reiðarslag ákvað hann
að hvika í engu frá ákvörðun-
um sinum og láta heldur líf silt
en verða af þeirri sælu, sem
hann taldi sig hafa ált í vænd-
um.
Til þess að koma þeirri fyrir-
ætlan, er hann nú tók, í fram-
kvæmd, aflaði hann sér vinfeng-
is þeirrar þernu Leliu, sem hún
hafði mestar mætur á, með það
fyrir augum, að hún veitti hon-
um og húsmóður sinni aðstoð
sina.
En Malatesta liafði strengt
þess lieit, er hann fékk þær við-
tökur, sem að framan greinir
hjá föður Leliu, að njóta ástar
liennar, áður en faðir hennar
gæti gift hana öðrum.
Malatesta hafði komið svo ár
sinni fyrir horð að Lisetta
þerna Lehu, bar hið fylsta
traust til hans. Veitti hún hon-
um aðstóð til þess að komast á
fund Leliu. Kleif Malatesta garð-
vegginn umhverfis húsið og upp
á svalirnar, sem voru fyrir utan
svefnherbergisglugga æskuvinu
lians og unnustu. Var þetta á
miðri nóttu og vakti Lisetta,
hana fyrir hann, er hann beið
á svölunum. Og mikil var hrifni
hans, er hann sá Leiiu, aldrei
liafði hann dáðst að henni meira
en nú, aldrei liafði honum virst
hún fegurri. Og hann gat eigi
stilt sig um að ganga til hennar,
en andartak gat hann eigi orð
fundið, en svo greip hanmbáðar
litlu hvitu hendurnar hennar í
sínar og sagði:
„Fyrirgefðu mér, elsku Lelia,
en eg er kominn til þess að
endir megi verða á sárum þján-
ingum okkar, sem enginn hefir
haft skilning á. Við skulum láta
gleðina og hamingjuna, sem nú
er i hjörtu okkar lifa að eilífu
og við skulum gleyma öllu mót-
læti liðinna daga. Komdu með
mér, Lelia. Alt er undirbúið og
prestur bíður reiðubúinn til þess
að gefa okkur saman“.
Lelia varð hvorttveggja í senn
glöð og hrygg. Hún átti enn lund
liins saldausa, feimna barns, og
hún skalf öll, er hún tók til máls
og um leið hrundu tár hennar
niður á hendur Malatesta:
„Æ, hvað get eg gert, vinur
minn! Vesalings, vesalings fað-
ir minn! — Og þó, segir þú, vill
hann gifta mig öðrum!“
Malatesta hafði ekki augun
af henni. Aldrei hafði tign henn-
ar og fegurð verið meiri en á
þessari stundu. Og hann vottaði
henni þannig ást sina og aðdá-
un:
„Hjartans Lelia, slík er feg-
urð þín og elska, að meira er en
falist hefir í dýrustu óskum
mínum og vonum. Þú veist, að
frá því eg man eftir mér hefi eg
elskað þig. Elstu minningarnar,
sem eg á, eru um þig og kær-
leika þinn. Fegurð þín, sætleiki
raddar þinnar og ljúfleiki máls
þíns, alt hefir þetta heillað mig
og haft áhrif á mig. Og þetta
alt hefir vakið þrár í brjósti
mínu til þess ávalt að mega
vera hjá hér, vernda þig, lifa
fyrir þig. Slíkar voru vonir
mínar og þrár, og þótt faðir
þinn hafi talið mig djarfan um
of, er eg sagði honum frá ósk-
um mlnum, og alls óverðugan
þess að fá þin fyrir konu, eins
og eg raunar sjálfur óttast að eg
sé — þá er eigi að siður órétt-
látt og óviturlegt af honum,
að virða í engu hvað í huga þin-
um býr, og leggja bann við þvi,
að þú getir orðið elsku konan
piín. Með því að taka slíka á-
kvörðun metur hann eigi rétti-
lega hverrar ættar eg er og hver
auður hennar er, né heldur kann
hann að meta hina miklu ást,
sem 'eg ber í brjósti til þín.
Sjálf veist þú vel, hversu
margir vaskir fríðleiksmenn
hafa komið og beðið þín, og
enginn þeirra fékk óskir sínar
uppfyltar. Er svo að sjá, sem
óánægja föður þíns muni verða
þér til óhamingju. Enn er
morgun í lifi þínu og þú ert
einmana. Hyggilegra hefði
verið, ef hann gifti þig þeim
biðli, sem liann telur verðast-
an þess að verða þeirrar sælu
aðnjólandi. að fá þig fyrir
konu.
Nú er eg kominn til þín, til
þess að vinna á móti því, að
þessi skóðun föður þíns, sem
hann 'er lítt sæmdur af, skuli
valda meiri óhamingju. Hann
vill ekki aðeins koma í veg fyr-
ir, að þú getir orðið hamingju
aðnjótandi, heldur vill hann
uppræta allar óskir þinar um
ást og hamingju. Hann tekur
ekkert tillit til þess, sem kalla
má skynsamlegt, til ástarinn-
ar, eða til þeirra venja, sem
rikjandi eru. Hann vill, með
öðrum orðum, ekki, að þú gift-
ist. Eg bið þig í allri auðmýkt
og af einlægum huga, að láta
ekki að vilja hans í þessu.
Kom því með mér, yndi lifs
míns, og þú munt komast að
raun um, að aldrei hefir nokk-
ur kona verið elskuð og heiðr-
uð af eiginmanni sínum, sem
þú skalt af mér verða.
Líttu því upp, elsku Lelia,
og seg, að þú skulir verða mín.
og vertu viss um það, að brátt
munu fullar sættir takast, og
vinir þínir munu fagna yfir
þvi, sem gerst hefir.“
Lelia stundi þungan, því að
hún átti í harðri baráttu við
sjálfa sig. Hún elskaði Mala-
testa, en hún vildi og hlýðnast
föður sínum í öllu, því að hún
var skyldurækin og hlýðin hon-
um. I fyrstu gat hún engu svar-
að, er hún átti i þessari hörðu
baráttu, en loks sagði hún —
og rödd hennar bar vott ástar
og ,viðkvæmni og jafnframt
hrygðar:
„Þú hefir altaf verið vinur
minn og félagi, og eg hefi elsk-
að þig meira en alt annað í
heiminum. Veit eg því, að þú
segir satt eitt, og orð þín eru
ljúf, sem ávalt. Taktu mig þvi
með þér, eiginmaður minn og
húsbóndi, þvi að svo met eg
þig mikils, sakir mannkosta,
góðvildar þinnar og Ijúfrar
framkomu, að þú ert eitt og alt
í augum mínum. Vertu nú
hamingjusamur og efastu ekki,
elsku Malatesta. Eg mun með
þér fara, þótt eg leggi lif mitt
í hættu, hvert sem þú ferð,
fagnandi jafnvel i hrygð minni,
meðan við varðveitum Iang-
reynda ást okkar og trygð.“
Og ,er hún hafði svo mælt,
hafði hann hana þegar á brott
með sér, dró demantshring
fagran á fingur henni, og leiddi
hana fyrir hinn helga mann,
sem hafði beðið þeirra.
Þegar hann liafði nú komið
henni á brott úr föðurgarði, án
þess að eftir þvi yrði tekið, —
en það var hinum mestu erfið-
Ieikum bundið, — og bjóst til
þess að ganga inn i sitt eigið
hús, sneri brúður hans sér að
þernunni trygglyndu, sem hafði
fylgt húsmóðúr sinni til hins