Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Page 8

Vísir Sunnudagsblað - 03.01.1937, Page 8
VÍSffi SÚNNtJDAGSBLAÐ ‘ Jl. I. V hitti hana í blómagarðinum fyrir utan húsið. Hún stóð þar undir liáu og fögru reynitré og tók ckki eftir því, að hann kom inn i garðinn. Hann stóð kyr og virti hana fyrir sér og sá að hún var döpur í hragði og lionum datt i hug kvæði Jóns Olafsson- ar: „Haustkvöld á Hörðalandi“. Þar er líka þetta: „Já fundir firnasl, ás.tin ei, þótt annar nú hugur sé vífs.“ Þessa mynd af Sólrúnu ætlaði hann að geyma alla æl'ina i huga sínuin ásamt öllum fögru myndunum sem liann átti þar af henni frá sól- skinsdögunum horfnu. Hann gekk lil hennar og sagði: „Gott kvöld.“ Hún lirökk við eins og liún vaknaði upp af draumi og tók kveðju lians og sagði: „Ert þú hér, Þormóður?“ „Já, mig langar til að tala við þig. Þú sagöir, að bráðum sæj- uinst við ekki aftur. Ertu að fara liéðan og hvert ætlar þú? Þér finst nú líklega að mér komi það ekki við, en þú varst mér alt þangað til Bjarni skildi okkur og eg ætla ekki að ásaka þig»þó þú gleymdir mér, eg hefi svo litið upp á að bjóða,- verð fátækur sveitaprestur, en Bjarni er í góðri stöðu og stendur til að verða ríkur maður sem gat veitt þér öll hugsanleg þægindi og skemtanir hér í liöfuðstað landsins og það er langt frá þvi að eg gleðjist yfir því að liann hrást þér. Eg veit að þú ferð burt af því að þú liefir elskað hann og getur ekki verið á sama slað og hann er og eg vona að þú eigir eftir að verða liam- ingjusöm. Eg mun ávalt minn- ast þín.sem vinur.“ . „Eg á það ekki skilið, að þú liugsir þannig til mín,“ sagði Sólrún og nú skal eg segja þér satt og réll frá öllu. Eg verð hér i vetur, en með vorinu fcr eg heim í sveitina mína. Eins og þú veist, er bróðir minn kvæntur og býr á jörðinni, sem foreldr- ar okkar bjuggu á; til lians ætla eg að fara langt burt frá gleði- glaumnum hér í Reykjavík. Þar ætla eg að reyna að finna frið og ró, ef eg gel fundið það fram- ar. Eg var óviti, þegar eg lilust- aði á öll fögru orðin hjá Bjarna og fyr en eg vissi af var eg kom- in út í hringiðu borgarlífsins mcð honum, mér fanst að fram- tíðin myndi verða glæsileg við hlið hans, liann myndi geta veitt mér alt sem eg óskaði eftir og hugsaði ekki um annað en að njóta unaðsemda lífsins sem best. En eg hugsaði aldrei um það, hvort eg elskaði hann sjálf- an i raun og veru, en þegar liann hvarf mér, þá vissi eg að eg liafði aldrei elskað hann, heldur liöfðu það verið pening- ar og góð staða sem höfðu vilt mér sýn. Það er því langt frá því að eg syrgi hann, en mér gremst að vita það, að fólk lief- ir þetta til umlals og þessvegna fer eg héðan i vor. Þú trúir þessu víst ekki og það er lieldur ekki von. Eg breytti illa við þig og oft hefir mig langað til að biðja þig fyrirgefningar á þvi. Já, á meðan alt lék mér í lyndi þá langaði mig til þess, hvað þá nú, þegar eg sit í rústum allra vona minna, og alla æfi mína mun eg minnast þessa kvölds, minnasl }>ess, að þú komst hingað til að tala við mig, því aldrei myndi eg hafa getað komið til þín. Og nú vil eg nota tækifærið og þakka þér allar gleðistundirnar sem við áttum saman áður en glaumur hfsins vakt mig af þeim sæludraumi.“ Sólrún þagnaði og hallaði sér upp að reyniviðartrénu. Þor- inóður stóð við hlið liennar. Hlýr kvöldblærinn þaut í trjá- liminu yfir höfði þeirra. „Eg trúi þér, Sólrún,“ sagði Þormóður, „eg trúi þvi, áð þú hafir aldrei elskað Bjarna.“ „Nei, aldrei, aldrei, sagði Sólrún. „Segðu mér þá eitt sem mig langar til að vita. Viltu giftast mér í vor þegar eg hefi tekið prestvígslu og koma með iriér vestur á Snæfellsnes.“ „0, Þormóður, viltu hafa mig mcð þér,“ sagði Sólrún. „Já, þig og enga aðra,“ sagði hann. „Eg elska þig einan,“ sagði Sólrún. „Og nú skal ckkert skilja okkur framar,“ sagði Þormóð- ur og vafði Sólrúnu örmum. Þau kvöddust við garðhliðið og báðum fanst þau aldrei hafa verið eins hamingjusöm og nú. Næsta kvöld fór Sólrún vestur að Seli með Þormöði. Hjónin þar sátu inni í stofu. Þorbjörg leit út'um gluggann og sagði: „Er sem mér sýnist, að þarna kemur Þormóður með Sólrúnu við hlið sér?“ Sigmundru leit út og sagði: „Jú, svo cr það, þetta líkar mér. Aumingja Þormóður, hann er svo lryggur.“ „Hún ætti þá að kunna að meta það,“ sagði Þorbjörg. „En mér er nú reyndar altaf lilýtt til Sólrúnar, þvi hún er i rauninni besta stúlka og eg vildi óska, að þau ættu eftir að verða hamingjusöm eins og þau voru áður.“ „Já, það vildi eg líka“, sagði Sigmundur. Daginn eftir sagði Þormóður við Þorbjörgu. „Þú liafðir rétt fyrir þér, Þor- björg mín þegar þú sagðir, að hamingjan myndi ekki sleppa liendinni af mér. Nú er Sólrún aftur mín.“ „Það gleður mig. að heyra það,“ sagði Þorbjörg og eg vona, að alt fari vel lijá ykkur.“ Veturinn leið og með vorinu lauk Þormóður guðfræðinám- inu og lók prestsvígslu. Noklc- urura dögum síðar voru þau Sólrún gefin saman í lijóna- band. Um fagurt júnikvöld stóð síra Þormóður með Sólrúnu á þilfari skipsins sem flutli þau vestur yfir Faxaflóa. Nú var liann orðinn aðstoðarprestur frænda síns á Snæfellsnesi. Vesturfjöllin sýndust fagurblá í sólskininu og lognkyrð kvölds- ins. Sólrún fór að tala um hvað þau væru fögur. Hún var í sjö- unda hinini ánægjunnar. „Já, það er yndislegt að horfa' vestur í kvöld,“ sagði síra Þor- móður, „en þó er það miklu fegurra vegna þess, að nú hefi eg fundið þig aftur.“ Ritstjóri Páll Steingrimsson. — Félagsprentsmiðjan. Versianin Fálkinn. SAUMAVÉLAR nýkomnar. Mikill fjöldi ánægðra notenda um land alt ber vitni um gæði saumavéla okkar. Fyrirliggjandi: Slignar vélar og handsnúnar. Greiðsluskilmálar hagkvæmir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.