Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ \MjolsuccLo. Scd^hmtnj^o: Hefnd eiginmannsins Ungur og efnilegur náms- maður í Kastiliu, Alfonso de Toleto að nafni, hafði tekið þá ákvörðun að fara til Bologna til frekara náms við háskólann þar í borg. Var honum vel kunnugt um áht þessarar merku og víð- frægu mentastofnunar og á- setti hann sér, að ljúka þar prófi í lögum. Alfonso de Toleto hafði hið besta orð- á sér. Hann var allvel stæður efnalega, því að eftir föður sinn, göfugan aðalsmann, er var nýlátinn, hafði hann erft næga fjármuni til þess að búa sig að öllu sómasamlega til far- arinnar og námsdvalarinnar í Bologna. Lagði hann af stað í langferðina til ítaliu að öllu vel búinn. Hann hafði ágæta reið- skjóta og þjónalið. Einnig hafði hann gott bókasafn meðferðis og í pyngju sinni hafði hann eitt þúsund gullflórínur. Fór hann sem leið liggur um Kastiliu og Kataloniu og kom eftir nokkurra daga ferð til Avignon, þar sem hann ætlaði sér að hafa nokkurra daga við- dvöl. Daginn efir komuna þangað, er hann var á leið frá gistihúsi þvi, sem hann hafði sest að í, til þess að skoða sig um í borg- inni, gekk hann fram hjá húsi nokkuru, og varð honum litið upp á svalirnar. Sá hann þar konu nokkura forkunnar fagra og fanst honum þegar, að hann hefði ekki jafn fagra konu aug- um litið. Gat hann eigi stilt sig um að horfa stöðugt á hana meðan hann gekk fram hjá húsinu. Varð liann þegar svo hrifinn af konunni, að hann á- kvað með sjálfum sér að halda kyrru fyrir í Avignon, og reyna að koma sérímjúkinn hjá henni og gleymdust honum nú öll hin lofsverðu námsáform. Með því að ganga tíðum fram hjá húsi hennar og nota hvert tækfæri til þess að verða á vegi hennar, tókst honum allfljótt að vekja athygli hennar á sér. En kona þessi var slæglynd og gerði hún sér þegar ljóst, að hún mundi geta vafið pilti þessum um fing- ur sér. Duldist henni eigi, að hann var ungur og hafði af ht- illi lífsreynslu að segja, og eigi fór það fram hjá henni, að hann mundi efnaður vel. Fór hún nú að hugleiða með sjálfri sér á hvern hátt hún gæti haft hagnað af að koma sér í kynni við hann. Til þess nú að vinda bráðan bug að því, að þau kæmist í kynni hvort við ann- að, leitaði hún aðstoðar kerl- ingarnornar, sem hafði góða æf- ingu i að reka shkt erindi og hún nú fól henni á hendur. Sjálf settist konan við glugga í stofu sinni til þess að vera sjálf vitni að hver árangur yrði af. Alfonso de Toleto varð fegnari en frá verði sagt, er kerlingin gaf sig á tal við hann og tjáði honum, að hún þekti mæta vel hina fögru konu, er honum væri svo tíðlitið á. Tókst kerlingu fljótlega að veiða upp úr piltin- um alt sem konunni lék hugur á að fá vilneskju um. Bar kerl- ing henni nú kveðju piltsins og var nú skiftst á orðsendingum og gjöfum og loks var um það samið, að pilturinn kæmi í heimsókn til konunnar fögru að kveldi næsta dags og færði henni þúsund gullflórínur og nyti ástar hennar í staðinn. Þegar hin tiltekna stund rann upp var þessi óforsjáli piltur, sem hafði töfrast svo af fegurð konunnar, að hann hikaði eigi við að færa henni alt fé sitt fyr- ir blíðu hennar, leiddur inn í íbúð hennar, og tók hún honum sem vænta mátti af miklum feg- inleik og dvaldist liann með henni næturlangt. En þetta varð de Toleto og konunni, sem Laura nefndist, til mikillar ó- hamingju. Áður en þau skildu ræddu þau um, hvemig þau gæti hitst, án þess að skyld- menni hennar grunaði neitt, og að svo búnu lagði aumingja pilturinn af stað til bústaðar síns. t Konan fagra hlakkaði yfir hve greiðlega henni hafði geng- ið að véla piltinn. Hún hafði heillað hann svo með fegurð sinni, að göfugur ásetningur hans að fara til Bologna til þess að framast þar, gleymdist hon- um, og svo slæglega liafði kon- an komið ár sinn fyrir borð, að hann efaðist ekki um, að hún mundi framvegis taka sér opnum örmum. Leið nú að kveldi næsta dags og dró hann ekki í efa, að hún mundi taka sér jafnvel. Á sömu stundu og kveldið áður hraðaði hann sér til húss hennar og gaf til kynna, á þann hátt, sem þeim hafði talast til, að hann væri kominn, en það bar engan árangur, og heldur eigi þótt hann gerði frekari tilraunir til þess að vekja athygli liennar á, að hann væri kominn. , Varð hann nú að hverfa brolt þaðan illa vonsvikinn. Alt var honum glatað, konan fagra, auður hans og sómi. Sorg hans og gremju verður vart með orð- um lýst og eigi seig honum blundur á brá ólieillanótt þessa. Árla næsta morguns tók hann þá ákvörðun, að komast að fullu að raun um hvernig í öllu lægi, og gekk liann nú aftur til húss konunnar, en hann kom þar að luktum dyrum, en auk þéss höfðu hlerar verið settir fyrir alla glugga, og þurfti hann nú ekki að fara í neinar graf- götur um, að hann hafði verið vélaður af konu þeirri hinni fögru, sem hann hafði fengið ást á, þegar er hann leit hana augum. Hann gekk nú á fund þjóna sinna og félaga, og var það með mestu herkjum, að honum tókst að bæla niður örvænting- arhugsanir þær, sem höfðu vaknað í huga hans. Bjóst hann nú til þess að hverfa á brott úr borginni. Hann hafði nú glatað gulli sínu og var til neyddur að selja besta múlasna sinn til þess að greiða skuld þá, sem liann var kominn í, fyrir gisti- húsdvölina. , Þegar hann nú hafði sóma- samlega skilið við gistihússtjór- ann lagði hann af stað sem leið liggur um Provence, til Italiu, og var hann dapur í huga af til- hugsuninni um það, að verða nú að lifa í fátækt og basli við nám sitt í Bologna, í stað þess að hafa þar alt, sem hcnn vildi hendi til rétta, eins og hann mundi hafa getað, ef hann hefði hagað sér skynsamlega. Eigi liafði neitt birt yfir hug- arheimi hans, er hann loks kom til Trayques, en þar atvikaðist svo, að hann leitaði gistingar í sama veitingahúsi og eiginmð- ur Lauru, konunnar fögru og slægvitru. Yar liann nýkominn þangað, er de Toleto bar að garði. , Eiginmaður Lauru var mað- ur fríður sýnum og riddaraleg- ur, göfugmenni hið mesta og mikils virtur í föðurlandi sínu, og var hann nú að koma úr ferð til páfagarðs, en þangað hafði hann verið sendur í mikilvæg- um erindagerðum af sjálfum Frakklandskonungi. Sendiherra þessi hafði beðið gistihússtjórann þess, er hann kom, að gera sér aðvart, ef nokkum göfuglyndan og ment- aðan gest bæri að garði, svo að hann gæti notið þeirrar ánægju að hafa hann fyrir borðfélaga, og fór liann þar að venju frakk- neskra manna af hans stétt, er þeir voru á ferðalagi. Var honum svo tilkynt, að kominn væri ungur maður og göfuglyndur að sjá, og hefði hann beðist gistingar. Væri þetta námsmaður á leið til Bol- ogna og virtist hann sorgbitinn mjög og vildi hvorki neyta mat- ar eða drykkjar. Þegar. sendi- herrann varð þessa áskynja á- kvað hann þegar að hjóða pilt- inum til kveldverðar, þvi að hann fékk þegar samúð með honum, er honum var sagt frá þvi, að hann væri harrni lost- inn. Fór hann sjálfur á fund hans og sagði til nafns síns og hverrar stéttar hann væri. Pilt- urinn sat einn í herbergi sínu og hugsaði um ólán sitt, er þessi tigni maður kom til hans, tók hlýlega í hönd hans og bauð honum af mikilli samúð og vin- semd, að snæða með sér kveld- verð. Alfonso de Toleto gekk þess ekki dulinn, að um mektar- mann væri að ræða, og gat vit- anlega ekki neitað hinu góða boði hans. Að máltíðinni lok- inni skipaði sendiherrann þjón- unum að fara, til þess að geta rætt við piltinn í fullri einlægni, með það fyrir augum, að létta áhyggjur hans og koma honurn til að líta bjartari augum á hf- ið. Hóf hann mál sitt með því að spyrjast fyrir um það af var- færni livert hann ætlaði og hver tilgangur lians væri með dvöl- inni í Bologna, og þannig færði hann sig smám saman nær þvi marki að komast að raun um livers vegna liann væri svo sorg- bitinn. Alfonso de Toleto svar- aði fyrstu spumingum lians og veittist það þó erfitt, en færðist undan að ræða um hugarangur sitt. En vinur sá, sem hann nú hafði eignast, og þegar frétt af honum, að hann var af göfugri og virtri ætt, vildi nú fyrir A hvem mun komast að Iiinu sanna til þess að geta hjálpað honum, og þótt de Toleto lengi vel færðist undan, fór svo að lokum, að hann — vegna hins mikla og einlæga áhuga sendi- herrans fyrir velferð lians — sagði honum alt af létta. Skýrði hann honum frá komu sinni til Avignon, frá því, er hann fyrst leit konuna fögru augum og varð ástfanginn í henni við fyrstú sýn, og öllu þvi, er síðar gerðist og dró hann ekkert und- an og sagði enda sendiherran- um líka hvert var nafn kon-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.