Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Page 4

Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Page 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Oscar Clánsen; Harðæri í Vestmannaeyjum Það bar oft við fyrr iá öldum að kaupskipin til verslunarstað- anna hér á landi strönduðu eða fórust í hafi og kom þá ekkert skip það árið svo að vöruskort- ur og jafnvel neyð gat af því leitt. — Þetla var ekki óalgengt á Norðurlandi þegar liafisinn lokaði öllum fjörðum og flóum svo að allar siglingar teptust, en á höfnunum á Suðurlandi var aldrei liafísnum um að kenna. Árin eftir aldamótin 1800 þegar Napóelonsstríðin stóðu gengu allar siglingar hér til lands illa og með miklum truflunum, mest vegna þess að Danir, sem þá töldust stórveldi, fylgdu Frökkum að málum og urðum við íslendingar að gjalda þeirra í viðskiftum okkar við umheim- inn. — Kaupmennirnir Petræus & Svane, sem um þessar mundir áttu stærstu verslunina í Reykjavík áttu líka verslunina i Vestmannaeyjum. Sumarið 1801 kom engin sigling í eyj- arnar og var þar þvi yfirvofandi hungursneyð um haustið, svo að eyjarskeggjar tóku sig til, skrifuðu stiplamtmanni og beiddu hann að sjá um, að þeim yrðu sendar vörur upp á vetur- inn, þegar um haustið. — Þá voru engin tök á að koma bréfi úr eyjum til Reykjavikur, önn- ur en þau, að manna út opinn bát til lands og senda svo gang- andi mann með hréfið til stipt- amtmanns, sem þá var Ólal'ur Stephensen í Viðey. — Þetta var gert og bréfið dags. 5. októ- ber 18011)- Bréf þetta er ekki ómerkilegt plagg af þvi, að það lýsir vel því ógurlega neyðar- ástandi, sem í eyjunum hefir verið. — Frá því á krossmessu1) um vorið og alt sumarið til höfuð- dags var haldinn vörður alla daga og vakað á hverri nóttu „að boði sýslunianns og fornum siðvana“, til þess, að gæta að skipum ef þau skyldu sjást það- an og fara fram hjá eyjunum, en alt var þetta að árangurs- lausu. Ekkert kaupfaranna, sem fóru til suður- og vestur- landsins alt vorið og sumarið fór svo nærri Vestmannaeyjum, að það sæist þaðan. Loks sást 1) Landsskjs: Stiftsskjala- stofu A 13. 1) 14. maí. skip þann 10. september um liaustið, á að giska 2 vikur sjáv- ar undan eyjunum og varð þá uppi fótur og fit hjá eyjamönn- um, þvi að allir héldu að þarna kæmi loks hið langþráða kaup- skip til þeirra með öll heimsins gæði. — Þá var óðar mannaður út sexæringur og reynt að kom- ast út í skip þetta en það tókst ekki. Bæði var svo mikið í sjó- inn að báturinn varð ekici var- inn áföllum og svo skall á nátt- myrkur svo að ekkert varð að- hafst. Þegar svo birti aftur var skipið horfið úr augsýn og ekk- ert eftir nema sár vonbrigði ejrjarskeggja. Eftir að þetta skeði, segjast þeir liafa „forgef- ins mænt eflir skipi“, en ekkert skip liafi samt komið þrátt fyrir loforð í mörgum hréfum frá Petræusi til Klog, sem var verslunarstjóri hans i eyjunum. Þessi skipavörður var ekkert einsdæmi í Vestmannaeyjum. Iiann var liafður á fleiri versl- unarstöðum á landinu, að vor- inu þegar eftirvæntingin var orðin mikil eftir þvi að vor- skipið kæmi. Þannig var það t. d. fremst á Snæfellsnesi. — Þegar kaupstaðurinn í Ólafsvík var orðinn allslaus af öllu og farið var að líða að sumarmál- um fóru menn að vonast eftir Ólafsvíkur-Svaninum, sem á hverju vori í heila öld kom fær- andi varninginn heim. — Iíarl- arnir undir jöklinum fóru þá að ganga á fellin og undirfjöll jökulsins til þess, að vita hvort þeir ekki kæmu auga á gamla Svaninn, en siá sem fyrstur sá til hans, hljóp til Ólafsvikur til þess, að boða kaupmanninum þau góðu tíðindi og fékk þá tíð- indamaðurinn altaf brennivíns- flösku að launum og það enda þótt löngu væri hætt að láta úti brennivín í búðinni. Ástandinu i Vestmanna- eyjum, vorið 1801, er lýst þann- ig í bréfum,' að fæstir bændur þar eigi nema 1 kú, en sumir að eins hálfa og vegna þess live mjólkin sé þar litil sé augljós nauðsyn þess, að fá mjöl eða lcornmat til „lífsviðurhalds“. Veiðarfæraskortur var þar lika svo mikill, að margir bændur höfðu ekki getað róið af þvi, að þeir höfðu ekkert færi átt síðan í ágústmánuði. — Það var lieldur ekki að furða þó lítið væri orðið um veiðarfæri, þar sem hvorki höfðu fluttst færi né járn eða steinkol í heilt ár til eyjanna, en járnið og kolin var livorutveggja nauðsynlegt til þess að hægt væri að smíða öngla. Þetta var ekki glæsilegt ástand í þessari aflasælustu veiðistöð landsins. — Fuglatekjan var eyjamönnum löngum drjúg, en þetta sumar liafði hún misheppnast svo vegna sífeldra rigninga að margir bændur náðu ekki nema þriðjung af fugli samanborið við það, sem venjulegt var. — Eitt af því sem eyjamenn kvörtuðu yfir, var það „að fólk- ið hafi orðið að vera án þess lieilaga kvöldmáltiðar sakra- mentis nú i 2 misseri“ — vegna þess að i kaupslaðnum hafi elcki verið til vín siðan vetur- inn áður. — Ein vandræðin, sem hæítust ofan á alt annað stöfuðu af því, að um vorið höfðu 4 fjölskyld- ur með 12 börnum flutt til eyj- anna ofan af landi, eða úr Rangárvallasýslu og var alt þetta fólk gjörsamlega hjarg- þrota, því að þeir sem fyrir voru höfðu ekkcrt handa sjálf- ur sér, hvað þá lieldur til þess að miðla öðrum. í þessu merkilega skrifi sínu lýsa Vestmannaeyingar megnri óánægju sinni yfir atliæfi þeirra kaupmannanna Petræusar og Svane, þar sem þeir liafi sent lieil þrjú „liöndlunarskip“ til annara kaupstaða er þeir eiga á Suðurlandi, en þeim eklci eitt og svo komast þeir þannig að orði, að þeir geti „ekki undanfelt að láta í ljósi sína sérdeilis furðu og óánægju á þeim undandrætti á því að tilsenda oss þau nauð- synlegustu lífsmeðul“. -—- Loks enda þeir bréfið með því, að hiðja stiftamtmann um að hlut- ast til þess að þeir fái horgað- ann kostnaðinn við scndiferð- ina með hréfið, en þar er ekki ÞRÍR FRÆGIR KÍNVERJAR. T. v. Chiang Kai-shek forsætisráðherra Kínverja, i miðið H. H. Kung fjármálaráðherra og t. h. Chang Hsue-liang hershöfðingi, sem hafði Chiang Kai-shek í haldi um tíma, en var sviftur stöðu sinni fyrir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.