Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ lEsknlýlir á nýjnm brantnm Amerískur blaðamaður, Walt- er W. Cunningham sem hefir ferðast um Bretland og fleiri lönd, til þess að kynna sér, hvað gert er fyrir æskulýðinn. aðal- lega til þess að forða ungling- uin frá hinum mörgu illu af- leiðingum iðjuleysisins, hefir skrifað grein um þetta efni í amerískt tímarit, og nefnir hana „Æskulýður á nýjum brautum“. Hann ræðir einkum um ung- lingana, pilta og stúlkur, i kola- námuhéruðum Englands og Wales, þar sem atvinnuleysi liefir verið mörg undangengin ár, hvernig fjöldi æskumanna ólst þar upp í algeru vonleysi um framtíðina, þar til hafist var lianda til þess að koma þeim á aðrar brautir, brautir iðju- og starfsemi. Hann ræðir mikið hversu það liafi orðið unglingum mikil andleg upp- lyfting, að fá þannig lagaða hjálp, hjálp til þess að fá starf og tilsögn. Unglingarnir voru búnir að missa móðinn. Þeir höfðu á tilfinningunni, að þíóð- félagið hefði engin not fyrir þá. Framundan var ekkert annað en iðjuleysi, — láta aðra sjá fyrir sér, geta ekki notið gæða lífsins á sama hátt og þeir, sem liöfðu tækifæri til þess að vinna fyrir sig og sína. Þúsundum saman, segir Cunningham, hafa dauf- legir, þunglyndislegir piltar, verið sóttir í námumannaþorp- in, þar sem þeir höfðu ekkert að gera, og verið fluttir til ýmissa staða í Midlands og Suður- Englandi, þar sem nýjar at- vinnugreinir eru komnar til sögunnar. Þar fá þeir tilsögn og starf, við niðursuðu á ávöxtum, við berjarækt, blómarækt, sjálf- blekungagerð, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi flutningur æskulýðsins frá sultarhéruðunum í þær sveitir og héruð, þar sem alt er í uppgangi, hefir farið fram svo hægt og kyrlátlega, að út í frá liafa menn ekki veitt þessu svo mikla eftirtekt, en hér er í raun- inni um stórmerkilegt starf að ræða, sem er elíki minst um vert einmitt af þvi, að það bjarg- ar æskulýðnum frá beinum voða, en sú þjóð, sem ekki skil- ur, að framtíð hennar er öll þar sem æslca hennar er, er sannar- lega illa farin. Til marks um hversu flutningar þessir liafa verið í stórum stíl má geta þess, að árið 1935 voru 9000—10.000 piltar og stúlkur á aldrinum 14- 18 ára flutt úr sultarhéruðunum til velgengnishéraðanna í Mid- lands og Suður-Englandi. En í þessum héruðum eru ýmsar at- vinnugreinir nú sem stendur i miklum blóma. f Stroud í Glouchesterhire er sjálfblekungaverksmiðj a, sem er að færa út kvíarnar, fengu þar um f jörutíu piltar úr kolanámu- héruðunum atvinnu. Þeir voru um fjórlán ár að aldri. Þeir fengu 18 shillings í viku- kaup, sem geklc til fæðis, hús- næðis og fata, en að auki fengu þeir 2—3 shillings á viku í vasa- peninga. Smám saman er svo kaupið hækkað. Cunningham tekur þennan slað, Stroud, að eins sem dæmi um marga aðra slika. Hann ræðir um þann mikla mun, sem sé á lifi piltanna, eftir komu þeirra þangað. Áður liafi þeir fengið mat sinn á stöðum, þar sem máltíðum er úthlutað ó- keypis, vanalega í skólaliúsum þorpanna, þá hafi skort fatnað til þess að geta lialdið á sér hita, þegar kalt er, — að ganga þokkalega til fara gátu þeir vit- anlega ekki. Og sjaldan eða aldrei höfðu þeir pening handa milli, sem þeir höfðu unnið sér inn. En í Stroud lifa þeir mjög reglubundnu og lireinlegu lifi. Þeir búa í hreinum og þokka- legum herbergjum, fá máltíðir sinar á ákveðnum timum, og þeir geta gengið sæmilega til fara. Og það, sem best er, þeir eru að læra, þeir eru að búa sig undir lífið, og þeir greiða sjálfir fyrir það með vinnu sinni. Þetta liefir gerhreytt viðhorfi þeirra til lífsins og annara manna og þjóðfélagsins í heild. Þeirra er þörf. Þeir eru litil hjól í liinni miklu vél athafnalífs- ins og það gefur þeim kraft og þor. Sérstök áhersla er lögð á það, að komast að raun um það livort unglingarnir hafi ekki ó- vanalega hæfileika í vissa ált. Ef einhver piltur eða stúlka sýnir svo ótvírætt sé, að um ó- vanalega liæfileika sé að ræða, er þeim gefið tækifæri til þess að þroska þá. Sem dæmi nefnir Cunningham að pilti einum, sem var ágætur í reikningi — um það vissi enginn fyrr en hú- ið var að sækja liann í námu- mannaþorpið og veita lionum tilsögn um tima í reikningi o. fl. —- var útveguð staða í stór- verslun einni. Eftir tveggja ára starf var hann farinn að vinna fyrir 2 stpd. á viku og liækkar kaup hans nú smám saman upp i 250 stpd. á ári. Annar piltur frá námumannaþorpi í Wales fékk atvinnu lijá vefnaðarvöru- kaupmanni. Þessum pilti hefir gengið svo vel, að hann sér fyr- ir foreldrum sínum. Stúlka nokkur úr einu sultarhéraðinu fékk atvinnu í mentastofnun einni. Óvanalegir námshæfileik- ar komu í ljós. Ilenni var gefið tækifæri til náms. Hún vann gullmedalíu stofnunarinnar fyr- ir dugnað við nám sitt. En þó er ef til vill hitt meira virði að öllum liinum milda fjölda pilta og stúlkna, sem enga fram- tíð áttu, var hjálpað. Og þessi hjálp er stöðugt aukin og það er mikið verk og vel skipulagt sem hér er verið að vinna að tilhlutun og með slyrk stjórnar- valdanna. a. HERSKIP ÞJÓÐVERJA VIÐ SPÁNARSTRENDUR. Meðal skipa þeirra, sem Þjóðverjar hafa við strendur Spánar, eru orustuskipið„Graf von Spee‘* og beitiskipið Niirnberg og birtast hér myndir af þeim. — T. v. Raeder, þýski yfiraðmírállinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.