Vísir Sunnudagsblað - 05.12.1937, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 05.12.1937, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 ÍÞRÓTTIR. Carnera tapar. Þ. 18. nóv. s. 1. barðist Primo Carnera í París, í fyrsta sinn eftir tveggja ára hvíld — og tapaði. Andstæðingur hans var meistari i þyngsta flokki í franska hernum, Di Meglio. Er liann 26 lcg. léttari en Carnera og minni á allan vöxt. „Þrælasala“. West Bromwicli Albion er að styrkja lið sitt og hefir nýlega „keypt“ Joseph Johnson, vinstri útherja Stoke City, fyrir 6000 sterlingspund. ' : Þýskaland—England. Þ. 14. maí 1938 munu Bret- ar og Þjóðverjar heyja sjöunda millilandakappleilc simj í knatt- spyrnu og fer leikurinn fram í Berlin. Siðasta leik unnu Bret- ar með 3 mörkum gegn engu. t Hnefaleikar. Jolinny Risko (U.S.A.) er nú aftur kominn á sjónarsviðið og sigraði Boh Olin um daginn eftir 10 íotu hardaga. — Olin var áður heimsmeistari i léttþungavigt. — Billy Bird sigraði nýlega weltermeistara Wales, Jack Moody, á stigum í 12 lotum. Frá Indlandi. Breski áhugamannaknatt- spyrnuflokkurinn Islington Corintians hefir að undanförnu verið í Indlandi á leið umhverf- is jörðina. Á dögunum lék flokkurinn i Kalkútta gegn ind- verska félaginu Mohan Baga og sigraði með 1 marki gegn engu. Konuríki! Innbrotsþjófur (hefir laum- ast inn i svefnherbergi lijón- anna, án þess þau hafi orðið þess vör. Hann er hinn ferlegasti, með grimu fyrir andliti. Stjakar við bóndanum og otar að hon- um marghleypunni): Pening- ana eða lifið! Maðurinn (vaknar við vondan draum, en minnist þess þó i öllu fátinu, sem á hann kemur, að hann er ekki húsbóndi á sinu heimili, þegar á reynir, fremur en Jón á Brekku forðum. Segir við þjófinn um leið og hann fómar höndum): Bíddu andar- tak! Eg þarf að vekja konuna njína og spyrja hana að þvi,- hvort eg eigi heldur að láta! Eins og kunnugt er voru þeir Jón biskup Arason og synir hans, síra Björn og Ari lögmað- ur, teknir af lífi án dóms og laga og þvert ofan i Snóksdals- dóm. Þeir voru liöggnir í Skál- holti 7. nóv. 1550. Átti þar mest- an hlut að danskur maður, Kristján nokkur, kallaður skrif- ari, umboðsmaður hins al- ræmda Bessastaðavalds. Hann var síðar drepinn af Norðlend- ingum suður á Kirkjubóli á Miðnesi og fleiri menn voru drepnir i hefnd eftir þá feðga. — Bjó þá á Kirkjubóli maður sá, er Jón liét Iveniksson, og segir Grímsstaða-annáll svo frá afdrifum bans og böðulsins, þess er lijó Jón biskup og sonu hans, að boði hins danska valds: „Bóndinn þar á Kirkjubóli og lians húsmaður, Hallur að nafni, var ráðsmaður bóndans; þeir voru báðir teknir um sum- arið eftir og áttu að flytjast til Alþingis en þeir voru þverbrotn- ir og bágir viðureignar, fluttu þá að Straumi og voru þeir þar báðir liálshöggnir; þar var þá kaupstefna. Höfuðin voru fest á stangir, en bolirnir á bjóli sund- ur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár. Margur galt þá, bæði sakaður og saklaus, fyr- ir norðan og sunnan, en danskir tóku að sér mestar eignir þeirra feðga. -— Böðullinn, sem þá feðga hjó í Skálholti, hél Jón Ólafsson, en þegar norðlenskir riðu frá Kirkjubóli og eftir hefnd þeirra, fundu þeir þennan Jón á Álftanesi, tóku þeir liann og héldu í sundur á honum túl- anum og heltu ofan í liann lieitu biki; með það lét hann líf sitt, en þeir riður norður“. — Böðull þessi (Jón Ólafsson) hefir verið lítilsháttar maður og ófimlega tókst honum að höggva Jón biskup. Yarði til þess mörgum höggum, en tókst þó að lokum að murka úr lion- um lifið. Var það talið böðhn- um til afsökunar, að biskup befði verið orðinn lotinn og lcýttur i herðum. Jón þessi Ól- lafsson var kallaður „herfileg kind“ og „drengtötur“ og fleiri uppnefni voru honum valin. LONDON. Lögreglan flytur á brott manninn, sem gerði óspektir þar sem aðalatliöfn vopnahlésdagsins fór fram i London. Hann var geð- vpiknr NANKING. Stjórnarhyggingarnar i Nanking.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.