Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Page 1
1938 Sunnudaginn 5. Jiiní 21. blað ÆSKULYÐSSVEITIR I ÞYSKALANDI. Áform hinna nasistísku leið- toga Þýskalands á sviði ment- unar og fræðslu eru mjög víð- tæk og erfitt að gera ítarlega grein fyrir þeim i stuttu máli, en segja má, að öll þessi áform þeirri hvíli á sama grundvelli: Að styrkja siðferðilegt þrek (lcaralcter) og efla líkamlega heilbrigði, svo sem tiðkast í breskum unglingaskólum. Hver einasti þýskur drengur verður að gerast félagi i æsku- lýðsfélögunum (Hitlers-æsk- unni), er hann nær tíu ára aldri. Þegar liann nær fjórtán ára aldri getur liann byrjað iðnaðarlegt nám, en flokkur- inn gerir áfram tilkall til hans síðari liluta miðvikudaga og laugardaga. Sérstök stofnun („Reichsberufwettkampf) hef- ir eftirlit með liversu honum gengur iðnaðarnámið, leikni hans og hæfileikum, framför- um o. s. frv. Þegar hann er átján ára vinnur hann skyldu- vinnu i misseri, en frá þvi liann er nitján ára gamall gegna þýskir piltar herþjón- ustu i tvö ár eða svo. Frá tíu ára aldri eru þýsku drengirnir því -— og þar til þeir eru tutt- ugu eins árs eða tveggja — „skipulagðir, vegnir og mæld- ir“ að staðaldri, haldnar skýrslur um þá — og svo vit- anlega fá þeir hernaðarlega æfingu. En því fer mjög fjarri, að verið sé að ala hernaðaranda upp í þýsku piltunum — liið gagnstæða er sannleikurinn. Hernaðarhugur þýsku þjóðar- innar er ekki nándar nærri eins mikill og hann var — fólk- ið hefir breyst i þessu efni frá því, er eg var í Koblenz fyrir 35 árum. Þá heyrðu menn hvarvetna, að dagurinn mikli __ EFTIR __ YEATS BROWN. (HÖFUND „THE BENGAL LANCER“). nálgaðist, er Þjóðverjar sýndu mátt sinn og veldi í styrjöld. En það er alt breytt. En Þjóð- verjum líkar að gera hlutina á sldpulegan og skij)ulagðan hátt — helst að bumbur séu barð- ar og blásið i lúðra og fánum veifað — sem tíðast, og naz- istar hafa notað sér þetta, en í öðru augnamiði, því að tak- mark þeirra er bræðralag og starf, en styrjöld vilja þeir ekki — og munu ekki leggja út i, nema þýslcu þjóðinni sé hætta búin — að á liana sé ráðist. Atburðir þeir, sem gerst liafa i Austurriki, liafa fengið marga af oss til þess að efast um, að friðarviljinn, sem Þjóð- verjar láta svo oft í ljós, sé einlægur En eg held að vér þurfum eklei að efast um ein- lægni Þjóðverja i þessum efn- um. í Þýskalandi er elcki prédik- að í dag, að Þýskaland eigi að vera mesta stórveldi heims og ráða yfir öðrum þjóðum, eins og eitt sinn var gert. Leiðtog- ar national-sósíalismans liafa ekki tileinkað sér þessa kenn- ingu og þeir aðhyllast hana ekki. Bræðralags- og starfshug- sjónin, sem fyrr var að vilcið, kemur ef til vill livergi hetur í ljós en á vinnustöðvunum, þar sem allir átján ára piltar inna skyldustörf af hendi í misseri. Slíkar vinnustöðvar í Þýska- landi eru 1600 talsins og eru í þeim frá 50—300 drengir í einu, en árlega fá æfingu í slík- um stöðvum 150.000 piltar. -— Frá því í október þar til i ajiríl eru teknir í vinnustöðvarnar sem flestir þeirra pilta, sem vinna að landbúnaðarstörfum, en námsmenn og skrifstofu- menn vor- og sumarmánuðina. Enginn piltur fær undanþágu — nema af alvarlegum heil- brigðisástæðum. Athafnasamt líf á unglingsárum er hverjum manni nauðsyn og til góðs. Piltarnir fara á fætur klukk- an firnxn á morgnana á sumr- in og sex á Yeturna og hefsf dagurinn með hálfrar stundar vinnu við að þvo og taka til i iverulierbergjunum. Að morg- unverði loknum er fimm stunda vinna. Þeir eru að heiman úr vinnustöðinni sjö klukkustundir, en þar af fara tvær stundir til þess að lijóla til vinnu og heim aftur. Mið- degisverður er fram reiddur klukkan tvö til þrjú og sitja piltarnir og yfirmenn þeirra og kennarar við sarna borð. Á sumrin er klukkustundar skyldulxvíld eftir miðdegis- verð. Þess er vandlega gætt, að piltarnir stundi störfin þannig, að það sé líkamlegum þroska þeirra fyrir bestu. Þegar pilt- arnir t. d. vinna að þvi að saga BALDUR YON SCHIRACH, æskulýðsleiðtoginn þýski og nokkurir drengir úr æskulýðsfé- lögunum þýsku.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.