Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Side 8
8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
STÆRSTI FLUGBÁTUR DANA.
Mynd þessi er af stærsta flugbát danska flotans og er hann ætlaður til langflugs. Ef til vill
kemur flugbátur þessi til íslands i sumar. Þetta er svo kallaður Dornier-Wall-flugbátur.
SKRÍTLUR
KOM HONUM EKKI VIÐ.
Kardináli nokkur liafði einu
sinni móðgað Micbaelangelo.Til
þess að hefna sín, málaði lista-
maðurinn óvin sinn á mynd,
sem táknaði Viti, mitt í hóp
hinna fordæmdu.
Allir skildu háðið, því ómögu-
legt var annað en að þekkja
kardínálann. Sá hinn sami bar
sig upp undan þessu við páfa,
en liann mat málarann og snild
lians meira en svo, að hann
tæki í mál að atyrða hann, en
við kardínálann sagði hann:
..Ef Micbaelangelo hefði móðg-
að yður á liimnum, á jörðunni
eða í hreinsunareldinum, hefði
eg getað látið til mín taka, þvi
þar hefi eg dálítil völd. En Viti
kemur mér ekkert við.“
VÍNFLASKAN.
Jacobsen liðsforingi dó og
liðsforingjamir Schultz og
ISmith áttu að sla-ifa lista yfir
liluti þá, sem hann hafði átt.
Þar á meðal var vínflaska, sem
enginn miði var á.
„Þetta er víst Bordeaux-vín“,
sagði Schultz.
„Eg held að það sé Tokay-
vín“, sagði Smith.
Scliultz tólc tappann úr flösk-
unni og bragðaði á innihald-
inu.
„Það er Bordeaux-vín, eins og
eg sagði!“
Smith fékk sér líka sopa.
„Hvaða endemis vitleysa, það
er Tokay-vín!!“
Hálfri klukkustund síðar
skrifuðu þeir á listann yfir
muni bins látna:
.... Nr. 27. Tóm flaska.
TAUGAÓSTYRKUR.
Lestin nam staðar á stórri
járnbrautarstöð. Maður nokkur
rak höfuðið út um glugga á 3.
flokks klefa og kallaði óttasleg-
inn:
„Það leið hérna yfir kven-
mann. Hefir ekki einhver ylckar
dálítið brennivín ?“
Honum var í'étt flaska; hann
tók lappann úr henni í mesta
flýti og —----fékk sér vænan
sopa.
„— Æ-jæja“ —- sagði liann
og varp öndinni léttar, „þetta
var golt, ég þoli hreint ekki að
sjá líða yfir kvenmenn“.
BETRA EN NOKKUR
KONUNGUR.
Ráðherra nokkur lá rúmfast-
ur á sjúkrahúsi. Yfirlæknirinn
hafði altaf stóran lióp af lækn-
um, lijúkrunarkonum og stúd-
enlum með sér á stofugang.
Einu sinni, þegar bann kom inn
í herbergið til ráðherrans með
allan hópinn á eftir sér, sagði
ráðherrann:
„Herra prófessor, allur þessi
skari hlýðir blint hinum minstu
bendingum yðar. Það er alveg
eins og þér séuð konungur“.
Prófessorinn svaraði stutt-
lega en þó kurteislega:
„Já, yðar hágöfgi, og til allr-
ar hamingju ráðherralaus kon-
ungur.
OF SEINN.
MacGregor og MacPehrson
ákváðu að gerast algjörðir
bindindismenn, en MacGregor
liélt að það væri varlegra að
bafa eina flösku af whisky í
skápnum, ef veikindi skvldu
leita á þá.
Eftir 3 daga þoldi MacPelir-
són ekki lengur mátið og sagði:
„Heyrðu, MacGregor, mér líð-
ur ekki rétt vel.“
„Of seinn, of seinn MacPelir-
son. Ég var sárlasinn í allan
gærdag.“
SKRAUTLEGUR LÍKAMI.
Mest „tatoveraði“ maður i
heimi dó um daginní Sidney.
Átla hundruð myndir voru
„tatoveraðar“ á líkama lians:
Skip, vitar, menn, konur, blóm,
fiðrildi, fánar, ernir, hestar,
fiskar og höggormar.
KVÖLIN OG VÖLIN.
Þýskur gyðingur, sem fyrir
nokkru liafði sett hér á stofn
leðuriðnað, kom með konu
sína til tannlæknis í Reykja-
vik, til þess að lála taka úr
lienni tönn. Gyðingurinn spyr
lækninn livað kosti að taka
tönnina með og án deyfingar.
Læknirinn svarar, að það kosti
5 kr. með deyfingu og 3 kr. án
deyfingar. Gyðingurinn hugs-
ar sig um augnablik og segir
svo: Takið úr henni tönnina
án deyfingar.
VÍ SIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(GengiS inn frá Ingólfsstræti).
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
SKARPSKYGNI.
Maður nokkur frá Aberdeen
hitti vin sinn, sem var Lun-
dúnabúi. — Meðal annars furð-
aði Lundúnabúinn sig á þvi,
hve margir Skotar væru í ýms-
um trúnaðarstöðum í liöfuð-
borginni.
„Það kemur til af því, að við
Skotar erum yfirleitt skarp-
skygnari lieldur en þið Eng-
lendingar.“
„Má vera, — eii livernig
stendur á því?“
„Það er ósköp einfalt. Við
lifum mikið á fiski og það eyk-
ur skarpskygnina. Þú ættir
bara að reyna þetta. Á ég ekki
annars að senda þér fisk fyrir
svosem eitt £, þegar ég kem
heim ?“
„Golt og vel — gerðu það.“
Og svo fékk Lundúna-búinn
Skotanum eitt £ og fékk svo
einn þorsk sendan um liæl frá
Aberdeen. — Nokkrum dögum
seinna hittust vinirnir aftur.
„Jæja,“ sagði Aberdeen-bú-
inn, „hvernig gekk — finnurðu
ekki mun?“
„Ó-nei — ekki get ég nú
sagt það.“
„Jæja, þú verður að vera þol-
inmóður. -—• Á ég að senda þér
fyrir eitt £ í viðbót?“
„Jú, kannske —“
Skotinn fékk eitt £ í viðbót,
en Lundúna-búinn einn þorsk.
— Þeir liittust aftur.
„Jæja — hvernig gengur —,
nú hlýturðu að finna mun!?“
„Nei, það get ég ekki sagt.“
„Jæja, en úr þessu máttu nú
ekki gefast upp. Þú verður að
taka alla n„kúrinn“. Ég sendi
þér þá fyrir eitt £ í viðbót?“
„Já . . En heyrðu!! — Þetta
er annars voðalegt verð fyrir
einn einasta þorsk. Þetta er
eitthvað skrítið.“
„Já, hvað sagði ég ekki!!“
lirópaði Skotinn sigrilirósandi.
— „Fiskurinn er farinn að
verka!“.