Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Qupperneq 7

Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Qupperneq 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Skák 73. TAFL. Teflt í Montevideo i febrúar. Franskt tafl. Hvílt: Canepct. Svart: Dr. A. Aljechin. 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. e5, c5; 4. Dg4 (kent við Nimzovitch, þykir ekki lengur gott), Rc6; 5. Rf.3, Rge7; 6. c3, Rf5!; 7. Bd3 (dxc!), cxd4; 8. 0—0, Bd7; 9. Hel, dxc3; 10. Rxc3, g6; 11. Bg5, Be7; 12. Df4, Rc6d4! (hól- ar RxR og BxB); 13. Bf6, RxRf; 14. gxR? (DxR!), I4g8; 15. Ivlil, Bc6; 16. BxRf5, gxB;' 17. BxB, DxB; 18. Re2? (Hvítt varð að liindra peðfórnina d4 strax, með Dd4), d4!; 19. Rxd4, Db4 (liótar DxR). 20. Hgl, HxHf; 21. HxII uvxH lengdi skákina um nokkra leiki), 0—0—0; 22. Hdl, l)xb2; 23. IId2, HxR!! ABCDEFGH 24. Hxll, Dxf2! og livítt gaf vegna óviðbjarganlegs máts eða drotningartaps. Aljecliin varð efstur á Suð- ur-Ameríku-móti með 13 vinn- inga; Guimard (Argent.) liafði 11%, Fenoglio (Arg.) 10%, Rocha (Bras.) 9%. Þátttakend- ur voru 16. JAFNVELJÁRNBRAUTAR- LESTIN. Það var sýning á fjölleika- húsinu í Newcastlc. Tvo snáða (meðai annara) langaði lil að fara, en nú kostaði 6 pence inn, en þeir áttu aðeins 3ja pence pening livor. En þá fékk annar þeirra ágæta hugmynd: ;,Við slculum bara setja þá á járnbrautarteinana. Svo kem- ur lestin og fletur þá út, svo að þeir verða eins og 6 pence peningar.“ Þetta gerðu þeir . . en þegar lestin var farin fram- hjá, og þeir ætluðu að ná í aur- ana, voru þeir allir á hak og burt. — Það vildi nefnilega svo illa til, að lestin var hraðlest- infrá Aberdeen. Á „VAKT“ í HJALTEYRAR- VERKSMIÐJUNNL Framli. af 3. siðu. an undir, og vogin slcilar í 100 kgr. þuhgum skömtum í mjöl- pokana, sem ckið er í burtu áleiðis lil mjölgeymsluhússins, þar sem það bíður þess að verða flutt til kaupendanna. Eins og áður er sagt skiftast leiðirnar i pressuliúsinu. Það- an er lýsinu dælt yfir i skil- vindurnar, sem taka úr þvi sora og vatn, síðan tekur dæla við því og sendir það frá sér út í geymslutankana. Þeir eru tveir, standa samsíða og taka livor um sig kring um 1800 smálestir. Eins og gefur að skilja þar sem svo margar vélar þarf að samstilla við vinnuna, verður að gæta liinnar mestu ná- kvæmni og pössunar við alla meðferð þeirra. Ekki þarf nema ein dæla að stöðvast eða nagli að , brotna til að verk- smiðjan stöðvist í svip. Og þá þarf, eins og verkstjórinn okk- ar sagði, að liafa hraðar hend- ur.. — Tíminn líður. Hver gætir þess, sem hann er til settur. Verksmiðjan er að margra á- liti tákn þess, sem tekst, ef all- ir kraftar og allra vilji eru stiltir samán, og undir henni, afköstum hennar og starfinu, sem þar er unnið, eiga þús- undir manna afkomu sína; og til Iiennar renna menn vonar- augum, þegar erfiðleikar gjald eyris- og' viðskiftamálanna ætla alt að sliga. Það dimmir að kvöldi. Ljós- in eru lcveikt, og aftur líður að vaktaskiftum. Nú eru þau hálfri stundu eftir miðnætti. Þeir, sem fyrir sex timum fóru heim að sofa, koma nú aftur, og nú er hvíldin okkar. Eim- pípan flautar, og við tínumst út. Veðrið er fagurt, og fjörð- urinn dásamlegur. Ljósin á Akureyri speglast í spegilslétt- um vatnsfletinum. Skipin koma og fara fyrir Iijalteyr- aroddann. Alstaðar er líf og starf, sild og peningar. Okkur er sagt, að það vanti menn á frívakt. Sumir halda því á- fram næstu 12 tímana, en flest- ir flýta sér i háttinn, því altaf er best að eiga næturvakt í löndum draumanna. Þ. B. HÆGT AÐ BÆTA EINUM VIÐ. Lloyd George var á bilferð i Wales og neyddist einn sinni lil þessað nema staðar í smá- þorpi vegna myrkurs. Hann svipaðist um eftir gistihúsi, en alt kom fyrir eklci. Að lokum lcom liann að slórri byggingu. Hann hringdi dyrabjöllunni, og' brátt opnuðust dyrnar og maður í einkennisbúningi kom til dyra. „Heyrið þér,“ sagði Lloyd George, „gæti ég ekki fengið að vera liérna í nótt?“ „Fengið að vera?! Hérna!!?“ át dyravörðurinn eftir, alveg steinhissa. „Vitið þér hvar þér eruð? Þetta er geðveikrahæli.“ „Mér er alveg sama. Ein- hversstaðar verð ég að sofa. Með leyfi — ég heiti Lloyd Ge- orge.“ „LlojM George?“ sagði dyra- vörðurinn brosandi. „Gerir ekkert, góðurinn. Við höfum nú að vísu 5 af þeirri tegund- inni fyrir, en það má altaf hæta einuin við.“ * Englendingur hugsar sitj- andi, Frakki standandi, Banda rikjamaður gangandi um fólf, Irlendingur, eftir á .. WASHINGTON, höfuðborg Bandaríkjanna. Myndin var tekin er hersýning fór fram í nánd við forsetabústaðinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.