Vísir Sunnudagsblað - 10.07.1938, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.07.1938, Blaðsíða 1
1938 Sunnudagiim ÍO. Júlí 26. blad Um nokkurt skeið hefir gætt allmikils ótta við það í Frakk- landí og víðar, að Ungverjar myndi hallast á sveif með Þjóð- verjunx og ítölum, eða alt frá því er veldi Hitlers fór hratt að vaxa og hann náði hverju markinu á fætur öðru. Ungverjar urðu hart úti, er keisaradæmið Austurríki og Ungverjaland liðaðist í sundur í heimsstyrjöldinni. Stór svæði, sem eru nálega eingöngu bygð ungverskum mönnum, féllu í hlut annara ríkja, sem gerðu með sér bandalag beinlínis í þeim tilgangi að1 koma í veg fyrir, að Ungverjar fengi aftur þau lönd, sem þeir höfðu verið neyddir til að láta af hendi. Ungverjar hafa ekki verið há- værir í kröfum sínum um að fá leiðréttingu mála sinna, en þeim hefir sviðið órétturinn sárt. Mússólíni tók undir kröfur þeirra og er þeim því vel til hans og ítala og þegar samvinna tókst með ítölum og Þjóðverjum var eigi nema eðlilegt að Ungverjar hygði gott til að hafa nánari samvinnu við þessar þjóðir, í von um að fá einhverjum kröfum sínum framgengt. En Ungverjar óttast þó nokkuð veldi Þjóðverja á meginlandinu og meðal þeirra eru margir, sem vilja að varlega sé farið í þessum efnum. Hin nýja stefna kom skýrt í Ijós í ræðu, sem dr. Ivoloman de Kanya flutti á þingi Ungverja- lands i byrjun júnimánaðar. í ræðu sinni, sem var hin itarleg- asta, lýsti hann yfir því djarf- legar en hann hafði nokkuru sinni áður gert, að Ungverjar á- formuðu að leita samkomulags til lausnar á margvíslegum deilumálum í von um að bætt yrði úr því misrétti, sem Ung- verjar hefði átt við að búa siðan er hið mikla ríki var gert að áhrifalitlu smáríki, er heims- styrjöldinni lauk, umkringt þjóðum, sem sporna við því af öllum mætti að Ungverjaland verði aftur sjálfstætt og vold- ugt. En Ungverjar vilja koma kröfum sínum fram friðsam- lega. „Ungverjaland“, sagði de Kanya, „telur tímann vera til þess kominn, að leiða til lykta ýms deilumál, og telur, að unt verði að gera það án þess, að til styrjaldar komi. Ungverjar vilja varðveita friðinn“. Þjóðabandalagið gagnrýnt. — Minkandi áhrif Frakka. Utanríkisráðherann gagn- rýndi Þjóðabandalagið og hann sagði óliikað, að liann liti svo á, að áhrif Frakka á gang mála í Mið-Evrópu, væri minkandi. Mátti lesa það út úr orðum ráð- herrans, að hann taldi það síð- ur en svo miður, að Frakkar hafa ekki sömu áhrif og áður í Mið-Evrópu, en þeir hafa sem kunnugt er lagt á það hina mestu álierslu, að þeim vinveitt ríki á þessum slóðum mynduðu með sér bandalög, til þess að koma í veg fyrir, að fjandmenn þeirra í lieimsstyrjöldinni yrði voldugir á ný. Taldi de Kanya svo komið, að Frakkar væri ekki lengur forystumenn Míð- Evrópuþjóða. Hinsvegar taldi de Kanya ítali og Þjóðverja liafa tekið sér margt fyrir hend- ur á sviði stjórnmála og orðið í mörgu einkar vel ágengt. Var alt annar tónn í máli de Kanya, er hann ræddi um ítali og Þjóðverja, en þegar hann ræddi um Frakka, þótt hann að sjálf- sögðu, sem slyngur stjórnmála- maður, talaði eins varlega og honum var unt. „Ungverjalandi stafai* ekki hætta af þriðja ríkinu“ (þ. e. Þýskalaiidi) “, sagði hann. Og hann gaf í skyn, að ítalir hefði jafnmikinn áhuga og nokkuru sinni fyrir því, að Ungverjar fengi leiðrétting mála sinna. 1 ræðu sinni gaf de Kanya í skyn, að hann gerði sér vonir um, að Jugoslavia mundi segja sig úr Litla bandalaginu, en í því eru einnig Rúmenía og Tékkóslóvakía. Hann lýsti yfir því, að Ungverjar neituðu að semja við þessi riki i heild eða Litla handalagið, en þeir væru fúsir til samninga við þau hvert fyrir sig, um réttindi Ungverja i þessum löndum o. fl. Réttindi Ungverja í Tékkósló- vakíu. — Landvarnir. Að þvi er Ungverja i Tékkó- slóvakiu snertir, sagði de Kan- ya, að Ungverjar myndi gera þær kröfur, að þeir fengi sömu réttindi og Sudeten-Þjóðverjar. Landvarnirnar kvað hann nauðsynlegt að efla og mætti þar ekkert til spara, því að til þess kynni að koma, að ráðist yrði á landið. Þegar de Kanya ræddi um landvarnimar mintist hann á þá ráðstöfun stjómar- innar í Prag, að kalla saman DR. IMREDY í ungvcrskum þjóðbúningi. mikið lið og senda til landa- mæranna og kallaði það „óvin- samlega athöfn“ gagnvart Ung- verjalandi, en það væri aðeins rólyndi Ungverja að þakka, að ekki hefði orðið ófriðarbál út af þessari ráðstöfun. Eugene Ratz hermálaráð- herra talaði einnig sama dag á þingi Ungverja. Kvað liann ung- verska lierinn þjóðræknislega sinnaðan og vilja þjóðlega ein- ingu, án þess þó að vilja hafa afskifti af gangi stjórnmálanna. Það lcom greinilega fram í ræðu Ratz, að hann er eindregið fylgjandi því, að dr. Bcla Imre- dy, forsætisráðherra, semji við Þjóðverja. Erfiðleikar dr. Imredy. Um þetta leyti, sem ræður þær voru haldnar, sem að Iframan getur, gaf Imredy- stjórnin út bráðabirgðalög, sem leggja bann við því að starfs- menn ríkisins! taki þátt í nazist- iskum félagsskap. En um sama leyti fyrirskipaði innanríkis- málaráðlierrann að hætta skyldi Framh. á 7. síðu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.