Vísir Sunnudagsblað - 10.07.1938, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.07.1938, Blaðsíða 8
8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ DRENGURINN, SEM HEIMSBLÖÐIN RÆÐA UM, tveggja ára sonur Iiaugwitz-Reventlow greifa og konu lians, f. Barbara Ilutton, amerísku dollaraprinsessunnar, en þau ætla að skilja og vilja bæði hafa drenginn. NOBILE, ítalski landkönnuðurinn og flugmaðurinn heimsfrægi. —- Hann. er nú prófessor í flug- málafræði á Ítalíu. i SKRÍTLUR j ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ — Eg hefi séð þessi félög keppa svo oft, að eg get sagt þér markaf jöldann, áður en þau hyrja. —■ Nú, hvernig er liann þá? — 0:0, áður en þau byrja. * — Hvernig gengur ineð nýju stjörnuna þína, hana Fifi La Belle? — Ekki sem hest, það geng- ur illa með framburðinn henn- ar. ? -— Nú, það er franskan, sem er svona erfið? — Já, maður getur altaf heyrt, að hún er frá Hull. * Hann fékk starfann. Ungur maður sótti um stöðu eina. Hann var látinn svara ýmsum spurningum og slcrifa svörin á blað. Ein spurningin var svolátandi: — Hvað er sól- in langt frá jörðu? Pilturinn svaraði: — Eg veit ekki hver fjar- lægðin er nákvæmlega, en eg þykist mega fullyrða, að hún sé ekki svo mikil, að hún hafi slæm áhrif á afköst mín, ef eg fæ stöðuna. * öllu óhætt. Gestur við vikapilt gistihúss- ins: — Illauptu upp á herbergi nr. 65 og aðgættu hvort regn- frakkinn minn hangir bak við dyrnar. Vertu fljótur, eg þarf að ná lestinni. Að vörmu spori kom strákur aftur: — Alt í lagi, regnfrakk- inn er á sinum stað. * I leiguhjalli. Lesari góður, hefir þú nokk- uru sinni búið í húsi, sem er svo liljóðbært, að þú getur heyrt það, sem talað er urn í næslu herbergjum. Eg á heima í einu herbergi í einu slíku húsi. Á aðra hönd er tannlækn- ingastofa, en hinum megin býr ástfanginn ungur maður, sem sífelt þylur yfir kærustunni hve heitt hann elskar hana. Hér er smásýnishorn af því sem fram fer. Ástfanginn ungur maður (á liægri liönd): — Ástin mín, eg þrái þig svo mjög, að eg hefi hjartasting. — — — Tannlæknirinn: — Hvers- vegna viljið þér ekki, að eg dragi úr yður sársaukalaust? Á. u. m.: — Þegar þú ferð frá mér, hjartað mitt, er lífið ein- lóm auðn.---------- T: — Eg get auðvitað fylt hana fyrir yður. Á. u. m.: — Og þegar við verðum gift, hversu eg mun njóta þess að borða það, sem þú eldar------ T: — Skolið munninn með þessu, en rennið þvi ekki niður. Á. u. m.: — Og, yndið mitt, VÍSIR DAGBLAÐ Útg'efandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. eg lofa að borða hvað, sem þú býrð til. T: — Þér finnið auðvitað ekkert, ef eg gef yður gas. Á. u. m.: — Gullið mitt, eg verð að segja þér það aftur og aftur, — augu þín eru sem stjörnur, hárið sem gull og tennm’nar — — T: -—- liti betur út, ef settar væri falskar í skörðin. Á. u. m. — Vertu sæl, elsk- an mín, eg verð að fara. Einn koss ennþá --------- T: — Svona nú, þetta er al- veg sársaukalaust. Kvikmyndahúsferðir. Nýlega voru 31 þús. skóla- börn í San Francisco spurð að því, live oft þau færi í kvik- myndahús. 97,7% kváðust að- eins fara i kvikmyndahúsin um helgar og tvö af hverjuin þrem voru að jafnaði í fvlgd með foreldrum sínum. Hjartað flutt. Maður einn í Detroit í Banda- ríkjunum lenti í bílslysi og voru dæmdir 3000 dollarar í skaða- bætur. Hjartað fluttist nefni- lega yfir i hægri hlið brjóstkass- ans við slysið. Þurfa ekki að hitta. Sprengjukúlurnar í hinum nýju 3,7 þuml. loftvarnarbyss- um Breta eru svo sterkar, að ef lcúlan springur í 300—400 m. fjarlægð frá flugvél, eyðilegst flugvélin. Heppinn flugmaður. Einn af flugmönnum Imper- ial Airways hefir nýlega haldið hátíðlegt, að hann hefir verið flugmaður í 22 ár. Á þeim tíma hefir liann flogið rúml. 2 milj. km. og aldrei skemt flugvél sína eða orðið fyrir minsta óhappi. í stríðinu skaut hann niður 12 þýskar flugvélar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.