Vísir Sunnudagsblað - 21.08.1938, Side 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
HJÁTRÚ IÞRÓTTAMANNA.
Frh. af 3. síðu.
lirækja út úr sér er gamalt og
gott ráð gegn draugum, en að
lirækja á eftir öðrum er heilla-
vænlegt fyrir þann, sem lirækt
er á eftir. Austurrískur kapp-
akstursmaður leigði sér sótara
til að hrækja á bifreiðina sína,
af því að haim 'hélt að það væri
tryggara heldur en að hann
gerði það sjálfur. Sömuleiðis
lirækja margar skyttur ýmist á
skotfærin eða bóginn á byss-
unni til að þær hitti betur. —
iDraumar geta haft milda þýð-
ingu. Ef iþróttamann dreymir
t. d. hænur fyrir kappleik, bíð-
ur liann undir öllum kringum-
stæðum ósigur. Dreymi hann
uglu, er best að ganga úr leik
og hætta við kepnina. Blóm eru
aftur á móti mjög heillavænleg
og ávextir gefa manni óvtiræð-
an sigur til kynna.
Eg harma það ekki, þótt við
Islendingar séum að mestu laus-
ir við hjátrú í þessum efnuni.
Trú og hjátrú stafa af þekk-
ingarskorti; en hinu verður ekki
neitað, að h ú í hvaða mynd sem
er gefur afl. Þess vegna er það,
að trú á sjálfan sig og hepni
sína eykur getu manns og eyk-
ur möguleikana til sigurs, enda
þótt blind sigurvissa valdi of-
metnaði og geti orðið manni að
falli.
Sumir menn ganga í berhögg
við alla hjátrú, og gera ná-
kvæmlega alt, sem hjátrúin
bannar þeim að gera. Og þeim
hepnast fyrirtæki sín eftir sem
áður, af því að þeir eru sann-
færðir um það, nð lijátrúin er
eklcert annað en bábiljur og
heimska. Hér er eitt dæmi um
shkt „stríð“ á hendur hjátrúnni,
sem háð var af ameríska flug-
manninum Luis Barr, en flug-
menn eru yfirleitt allra manna
hjátrúarfylstir.
Þann 13. mars 1936 (talan 13
er óheillatala amerískra bifreið-
arstjóra og flugmanna) lagði
Luis Barr í einkennilegt flug.
Hann fláug til þess að kasta sér
í 13. sinn æfi sinnar út úr flug-
vél, og að þessu sinni úr 1300
m. hæð. En áður en hann lagði
af stað gerði hann alla þá ó-
svinnu, sem einn maður getur
gert áður en hann leggur til
flugs, og sem í sumra augum
gilti það sama og að ganga út
í opinn dauðann. Fyrst og
| fremst braut hann spegil í
j smátt, stráði niður salti, gekk
1 undir stiga, liljóp í veginn fyrir
I svartan kött og skrifaði meira
að segja sjálfur sína eigin dán-
j artilkynningu. En þetta nægði
f honum ekki. Hann lét taka af
sér mynd rétt fyrir flugið, og
fór auk þess öfugu megin inn
í flugvélina. Nákvæmlega kl.
13,13 steig hann með vitlausum
(þ. e. vinstra) fæti öfugu megin
út á flugvélarvænginn og henti
sér fram af. Mörg þúsund á-
horfendur, er vissu um fyrir-
tæki þessa uppreistarseggs hjá-
trúarinnar biðu með ugg og
kviða, en jafnframt eftirvænt-
ingu og forvitni niður á flug-
vellinum í Beaconsfield og
horfðu á fall jiessa fífldjarfa
flugmanns. Og það virlist líka
rnuna litlu, að liann vrði fifl-
dirfsku sinni að bráð, þvi fall-
hhfin opnaðist ekki fyr en á síð-
ustu stundu. Samt lenti liann
heilu og höldnu og trúleysi lians
á örlagamætti kynjaaflanna
virtisl ekki liafa komið honum
að sök.
Þorsteinn Jósepsson.
Hitt og þetta*
Erfðaskráin og flaskan.
Árið 1912 var auglýst í blöð-
um víðsvegar um heim, að hver
sá, er fyndi ákveðna flöslcu, sem
varpað Ixafði verið i sjóinn á
skipaleið um Atlantsliaf, skyldi
fá 125 þúsund króna fundar-
laun. Þessi merkilega flaska
liafði að geyma arfleiðsluskrá,
er auðinaður nokkur vestan
liafs hafði gert rétt fyrir andlát
sitt. Hann var svo auðugur, að
eignir hans námu 150 miljónum
króna. Og nú var málflutnings-
maður hans á leið austur yfir
liaf með arfleiðsluskrána í vas-
anum. Á miðju Atlantshaíi varð
hann skyndilega brjálaður. Og
þá tók liami sér fyrir hendm*,
að láta hina dýrmætu erfðaskrá
í flösku, lokaði flöskunni vel og
vandlega, að þvi er hann sagði
síðar, og varpaði henni í sjó-
inn. Þegar auglýsingin um fmid-
arlaunm kom í blöðunum, varð
uppi fótur og fit meðal sjó-
manna og annara, þeirra er við
sæ dvöldust eða á sjó fóru stöku
sinnum, þvi að alhr vildu
hreppa fundarlaunin. En það er
af l'löskunni að segja og erfða-
skránni, að hvorug liefir fund-
ist enn í dag, og munu nú flestir
lorðnir vonlithr um, að hreppa
fundarlaunin — þessar 125.000
krónur.
Fyrsta járnbraut
í Kina var bygð 1876. En ekki
var þjóðin hrifnari en svo af
þeirri samgöngubót, að stjórnin
neyddist að lokum til þess, að
rífa sporbrautina og eyðileggja
vagnana.
PAUL DEL RIO,
minsti maður í hehni, sést hér á myndinni í viðtali við blaða-
menn. Del Rio er 18 ára að aldri, 19 þumlungar að hæð og
vegur 12 pund. Hann er fæddur i Madrid á Spáni og þar býr
bróðir hans, sem er nautaatskappi, þrjár álnir að hæð. For-
eldrar hans báðir eru liáir vexti og systir hans vel í meðallagi.
SHIRLEY TEMPLE
fór í heimsókn til Washington nú fyrir nokkru til þess að
liehnsækja Roosevelt forseta, Hoover og aðra góða menn. —
Mynd þessi er tekin á Waldorf-Astoria gLstihúsinu.