Vísir Sunnudagsblað - 11.12.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 11.12.1938, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Sænska eldspýtnaæfintýrið. Ivar Kreuger á miðilsfundi. IVAR KREUGER. í síðasta tbl. Sunnudagsblaðs- ins voru að nokkuru rakin örlög auðkýfingsms Löwensteins og æfi Iians. Þegar Ivar Ivreuger, sænski eldspýtnakongurinn, er nefndur, verður mörgum á að bera þessa tvo menn saman. Báðir eiga þeir það sameigin- legt, að þeir urðu ríkir menn upp úr heimsstyrjöldinni, en auðlegð livorugs þeirra stóð á föstum grundvelli. Báðir end- uðu þeir æfina á svipaðan liátt, með þvi að stytta sér aldur. En það er svo, að engir tveir hlutir eru eins, og þegar betur er að gætt, virðist öll uppistaðan i starl'i þeirra vera gerólík. Löw- enstein kemtir mönnum fyrir sjónir sem kauphallarbraskari, en Kreuger her 1 öll einkenni duglegs athafnamanns. Kreuger var oft nefndur eld- spýtnakongur, og hann bar ])að nafn með rentu. En það er ein- kennilegt, bve mikið honum tókst að gera með eldspýtum sínum. Með eldspýtnaverslun myndaði hann svo öfluga auð- hringa, að hann gat lánað mörg- um ríkjum miljónalán, og ítök hans í heimalandinu voru slík að alt athafnalíf þar í landi rið- aði þegar spilaborgir Kreugers hrundu. Kreuger var byggingaverk- fræðingur, og vann að bygging- arstörfum í Ameríku, Englandi, Þýskalandi og Frakklandi, áður en liann hyrjaði eldspýtnaæfin- týri sitt. Hann flutti lil Sví- þjóðar skömmu eftir aldamót- in, og stofnaði þar firmað Kreuger & Toll. Árið 1913 varð liann forstjóri sænskrar eld- spýtnasamsteypu. Árið 1917 var merkilegur tími í lífi lians. Þá tókst honum að sameina all- ar eldspýtnaverksmiðjur í Sví- þjóð, og stofna Svenska Tánd- sticks Aktie Bolaget, en upp frá því fór hann að hafa áhrif á verslun og viðskifti um allan lieim. Það var orðið of þröngt um hann í Svíþjóð. Fyrst í stað lét hann sé nægja, að kaupa nokkurar eldspýtna- verksmiðjur í Englandi. En nokkuru síðar komst hann yfir hlutabréf í þýskum eldspýtna- verksmiðjum, og var farið dult með þau kaup, en þella komst þó upp um siðir, og vakti mikla gremju í Þýskalandi. Þýska stjórnin tók málið í sínar herid- ur. Kreuger kom þar málum sínum vel fyrir. Að lokum voru allar þýskar eldspýtnaverk- smiðjur sameinaðar, og i þyí fé- lagi, sem upp úr þeirri sam- bræðslu reis, álti Kreuger helm- ing hlutabréfanna. Nú fór Kreuger að færa sig upp á skaftið. Hann lánaði ýms- um ríkjum stórfé, en skilyrðið fvrir lánum var jafnan það sama: Að Svíþjóð fengi einka- sölu á eldspýtum. Með þessu móti tók Kreuger mestalla eld- spýtnaverslun í Norðurálfu í sínar hendur, og sama ' varð sagan í Suður-Ameríku. í Kina, Indlandi og Ástralíu náði hann líka mestum markaðinum und- ir Svía. í Bandaríkjunum stofn- aði hann félagið „International Match Corporation", sem náði undir sig eldspýlnamarkaðnum þar i landi. Erfiðlega gekk Ivreuger með Japan. Þar varð hann að heyja harða baráttu, en hún endaði með því að japönsku eldspýtna- verksmiðjurnar gengu inn í sænska eldspýtnahringinn. Þelta sýnir að nokkuru leyti, að aðferðii’ Kreugers voru ólík- ar verðbréfabraski Löwensteins. Kreuger kemur mönnum fyrir sjónir sem ötull og afkastamik- ill verslunarmaður. Eftirtektar- vert er það líka, að hann lagði ekki mikla áherslu á það að auðga sjálfan sig. Það voru fyrst og fremst eldspýtnaverk- smiðjurnar, sem hann bafði fyrir augum. Ivreuger lék djarft. Honuin tókst að ná tökum á eldspýtna- versluninni víðast hvar um heim. En þetta var of dýru verði keypt. Heimskreppan stevpti honum um síðir. Það, sem einkum kom eld- spýtnafélögunum í koll voru lánin, sem þau veiltu einstök- um ríkjum. Eftir ófriðinn kept- ust mörg ríki við að taka lán, þar sem þau voru fáanleg. En í kreppunni „frusu þau inni“ og ríkin gátu ekki greitt vexti.og afborganir. Eldspýtnafél. kom- ust í fjárþröng, og gátu ekki slaðið í skilum með skuldbind- ingar sínar. Hlutabréfin féllu mjög mikið í verði, og erfið- leikarnir voru öllum kunnir. Kreuger reyndi að bjarga þessu við með ýmsu móti. Hann fór að gefa rangar upplýsingar um fjárbag félaganna. Árið 1929 byrjaði hann á því að falsa bók- lialdið. Síðar greip hann m. a. til þess að greiða hluthöfunum talsvert mikinn arð, en þegar til kom skorti fé tilþessaðgreiða „arðinn“, svo taka varð lán til þess. Til þess að halda liluta- bréfunum uppi keyptu eld- spýtnafélögin einu sinni sín eig- in blutabréf o. s. frv. En i byrjun marsmánaðar 1932 bafði Kreuger siglt skút- unni í strand. Þá var bonum neitað um lán í Ameríku, og Ivrenger gafst upp. Hann fór til Parísar og batt þar enda á eld- spýtnaæfintýri sitt. Daginn sem bann kom þang- að, talaði hann rólega við starfs- menn sína um fjárhagsleg vand- ræði eldspýlnafélaganna, en kvaðst hafa komið til Frakk- lands til þess að láta sérfræðing þar athuga hjartasjúkdóm, sem lengi liafði þjáð hann. Daginn eftir var liann snemma á fótum. Síðar um daginn stóð fyrir dyrum þýðing- armikill fundur, sem m. a. sænskir bankastjórar ætluðu að sækja. Kreuger sagði ritara sín- um að fara þangað á undan sér, en kvaðst sjálfur koma síðar. Skömmu síðar skaut liann sig. í bréfi, sem hann skrifaði ein- um fundarmanna segir hann að ástæða þessa væri sú, „að hann væri þreyttur og farinn af sál og likama, og ekki fær um að stjórna fyrirtækjunum.“ Þannig er eldspýtnaæfintýri Ivars Kreugers í aðalatriðum. En hvernig var þessi auðkýf- ingur, þegar hann kastaði ekF spýtunum á hilluna og gaf sig að öðru en fjármálum? Það er ekki eins auðvelt að gera sér grein fyrir því og ætla mætti. Ötal sögusagnir eru til um einkalíf Kreugers, en óvíst hve miklu af þeim má treysta. Hér skal skýrt frá einni kvöldstund, sem Kreuger eyddi með Alex- ander stórfursta og Alfred Löw- enstein, en frá báðum þessum mönnum var skýrt nokkuð í síðasla tölubl. Sunnudagsblaðs- ins. Alexander stórfursti var þekt- ur andatrúarmaður, og skrifaði bækur um þau efni. Kreuger virtist einnig hafa haft það til að spyrja þrífætt borð eða vatnsglas um örlög sín og ann- ara, a. m. k. er það víst, að bon- um flaug það í hug, að kynnast tilraunum Alexanders, er hann las eina andatrúarbók stórfurst- ans. Kreuger er lýst svo, að hann liafi haft mikla hæfileika til Frh. á 7. síðu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.