Vísir Sunnudagsblað - 11.12.1938, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 11.12.1938, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ féll jafnharðan máttlaus niður aftur. „Hafið þér þolinmæði til að bera til að hlýða á mig?“ Hann stóð við hliðina á mér. eins og stytta, og svo nærri mér, að fótleggur hans snerti kné mitt. Mér var ógeðfelt, að liann stóð svo nærri mér. „Viljið þér ekki setjast — þarna?“ spurði eg og henti á hinn enda bekksins, sem eg sat á. „Eg mundi þá njóta betur frásagnar yðar.“ Hann sneri sér við og horl'ði á bekkinn, settist því næst nið- ur, eins og hann sæti i hnakk, hallaði sér fram og horfði á mig. Hann var í þann veginn að segja eitthvað, en hætti við það, leit skyndilega á dyrnar og gluggann. Þvi næst tók hann pípuna úr munninum, lagði hana á borðið og horfði svo aft- ur á mig. „Leyndarmálið — hið ógur- lega leyndarmál mitt,“ sagði liann, „er það, að eg er morð- ingi.“ Þessi yfirlýsing lians vakti hroll í brjósti mér — og þó kom liún mér ekki að óvörum, að eg held. Hin furðulega fram- koma hans liafði búið mig dá- lílið undir eitthvað óvanalegt. Eg hélt valdi á mér og horfði á hann og hann horfði á mig í móti og það var skelfing í aug- um hans. Það var sem liann biði eftir því, að eg segði eitt- hvað, en í fýrstu fékk eg ekki mælt. Og hvað gat eg í raun- inni sagt, skynsamlega, eins og ástatt var. En það, sem eg lolcs sagði, var vitanlega fjarri því að vera skynsamlegt og viðeig- andi. „Og þetta,“ sagði eg, „hefir leg'ið þungt á yður?“ „Það liggur á mér eins og mara hverja stund,“ sagði liann og krepti skyndilega lmefana, en hann hafði stutt höndunum á bekkinn. „Hafið þér þolinmæði til . . ?“ Eg kinkaði kolli. „Segið mér frá því,“ svaraði eg. „Ef það hefði ekki verið vegna þess, að þetta hús gekk í arf,“ byrjaði hann, „hefði eklc- ert gerst. Hinn maðurinn, fyr- irrennari minn, mundi hafa verið kyrr á prestsselrinu, og eg .... eg mundi aldrei hafa kom- ið fram á sjónarsviðið. Þó verð- ur við það að kannast, að hann — fyrirrennari minn — undi ekki hag sínum á prestssetrinu. Hann átti ekki velvild að mæta. Hann bjó við grunsemdir þar. Þess vegna kom hann hingað — að eins í reynslu skyni, skiljið þér. Honum var ánafnað húsið eins og það var — liúsgagna- laust — hann fekk engin hús- gögn, enga peninga — og hann kom með fáeina húsmuni, borðið þarna, bekkinn, fáein eldhúsáhöld, bedda, sem er uppi. Haim vildi komast að raun um hvernig hér væri að vera. Hon- um líkaði hvað það var afskekt. En það var ýmislegt annað sem hann var i vafa um og vildi reyna. Sum liús, sjáið þér til, eru öruggur dvalarstaður, önn- ur ekki, og hann vildi sann- prófa hvort þetta liús væri ör- uggur dvalarstaður, áður en hann flytti í það að fullu og öllu.“ Hann þagnaði sem snöggvast og sagði svo mjög einkenni- lega: „Leyfið mér að ráðleggja yð- ur, vinur minn, að fara alt af þannig að, er þér flytjið inn í hús. Því að sum liús eru ekki góður dvalarstaður — ekki ör- uggur.“ Eg kinkaði kolli. „Eg skil, í-akir veggir, gólf- kuldi - liættuleg heilsu manna.“ „Nei,“ sagði liann og hristi höfuðið, „það er ekki það. Annað miklu alvarlegra. Eg á við andrúmsloft liússins — liið dularfulla — anda hússins — það sem er liér — ósýnilegt -— hafið þér ekki á tilfinningunni, að hér sé hættulegt að vera?“ Hann horfði á mig hvössu augnaráði, er hann sagði þetta. Eg ypti öxlúm. „Hús, sem standa auð hafa altaf einkennileg áhrif á mann,“ sagði eg. Það var sem hann hugleiddi þelta. „Og þér hafið veitt eftirtekt,“ sagði hann, „hinum einkenni- legu áhrifum, sem menn verða varir við í þessu húsi?“ Eg fann með sjálfum mér, er hann spurði mig þessa, að eg yrði fyrir einkennnilegum á- hrifum, en þau voru frá lionum sjálfum, það vissi eg vel, og hinu hrollvekjandi umræðuefni lians, og eg svaraði: „Eg lield ekki að menn verði fyrir einkennlegri áhrifum hér en í öðrum auðum liúsum.“ Hann horfði á mig, eins og hann stórfurðaði sig á svari minu. „Einkennilegt,“ sagði liann, það er einkennilegt, að þér skulið ekki verða þess varir. Og þó er það satt, að — að hinn, fyrirrennari minn, varð dinskis furðulegs var í fyrstu. Ekki einu sinni í þessu lierbergi —- þessu herbergi, sem er hættulegasta herbergi hússins. Honum fanst ekkert furðulegt við það i fyrstu — þrátt fyrir liversu sér- kennilegt það er að vissu leyti.“ Ef veðrið liefði batnað hefði eg nú slitið samræðunni og far- ið mína leið, því að ræða og framkoma gamla mannsins fór æ meira í taugarnar á mér. En veðrið var ekki neitt betra. Það var enn úrliellisrigning og það var orðið dimt. Vafalaust var þrumuveður í aðsigi. Gamli maðurinn stóð up]j. „Eg held eg geti sýnt yður það nú,“ sagði hann, „livað það er, sem gerði það að verkum, að þetta herbergi er svo einkenni- legt. Menn veita því ekki eftir- tekt fyrr en farið er að skyggja, en eg held að nú sé orðiþ nógu skuggsýnt. -— Iiann gelclc að litla borðinu i horninu og fór að kveikja á lampanum og er hann hafði lcveikt á honum setti hann hvíta lampahjálminn aftur á grindina og setti lampann á stóra borðið, og settist við hlið mér, vinstra megin. „Nú,“ sagði liann, „snúið vð- ur beint að borðinu.“ Eg gerði það. Andspænis mér, er eg leit yfir nærri autt lier- bergið, var bogaglugginn fimmskiftur, sem hvorki vindu- eða gluggatjöld voru fyrir dreg- in. „Þér sitjið nú,“ sagði hann og lagði blýþunga hönd á öxl mína, „þar sem liinn, fyrirrennari minn, var vanur að sitja að máltíðum.“ Eg gat eklci varist því, að eg kiptist við. Og eg sneri mér við og leit á hann. Eg kunni því vægast sagt mjög illa, að hann skyldi standa fyrir aftan mig, þar sem eg gat ekki séð hann. Hann virtist verða hissa. „Yerið ósmeykur, herra,“ sagði hann, „en horfið i áttina til gluggans og segið mér hvað þér sjáið.“ Eg hlýddi. „Eg sé gluggann.“ „Er það alt og sumt?“ spurði hann. Eg starði á gluggann. „Nei,“ sagði eg, „eg sé fimrn endurskins-myndir af sjálfum mér —- eina í hverri glugga- rúðu.“ „Víst svo, víst svo,“ sagði gamli maðurinn. „Það var það, sem hinn maðurinn sá, er hann sat hér að máltíðum. Hann sá hina fimm sitja og eta mat sinn -— jafn einmanalega og hann var sjálfur. Þegar hann helti vatni í glas sitt — gerðu þeir slíkt hið sama. Þegar hann kveikti í vindlingi kveiklu þeir, hver um sig, í vindlingi.“ „Yitanlega, og fékk það á vin yðar, klerkinn?“ „Síra James Baxter,“ sagði gamli maðurinn. „Það var nafn hans. Gleymið því elcki vinur minn. Og ef einhver spyr yður hver eigi heima liérna munið að segja: Síra James Baxter. -—- Enginn veit, sjáið þér til, að —“ „Enginn veit það, sem þér liafið sagt mér frá. Eg slcil -— „Rétt,“ sagði hann og lækk- aði röddina. „Enginn veit um það. Eklci sál. Þér eruð fyrsti maðurinn, sem eg hefi sagt frá því.“ „Og það hafa engar eftir- grenslanir verið gerðar?“ spurði eg. „Þessa lierra Baxters var ekkisaknað?“ Hann hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hann. „Jafnvel frú Bellows, sem tók til lijá hon- um frá upphafi og annaðist hann, veit ekki livað gerðist.“ Eg sneri mér við og horfði á hann. „Veit ekki livað gerðist — við livað eigið —-“ „Veit ekki, að eg er ekki hann.“ Og hann bætti við til skýring- ar: „Við vorum ákaflega likir. Furðulega líkir. Eg skal sýna yður ljósmynd af lionum áður en þér farið og þér getið sjálfur séð.“ Eg tók nú þá ákvörðun, að fara þótt ekki væri stytt upp. Eg hafði enga lástæðu til þess að doka við lengur, nema þá, að ekki væri stytt upp, en nú vildi eg ekki bíða lengur. „Jæja, herra minn,“ sagði eg. „Eg vona, að yður verði léttir að því, að liafa sagt mér frá - þessu — leyndarmáli.“ Gamli maðurinn varð skyndi- lega mjög æstur. Hann spenti greipar og baðaði út höndunum á víxl. „Þér megið ekki fara — þér hafið eklci heyrt nema liálfa söguna enn —- eklci neitt um hvernig það atvikaðist. Eg liafði gert mér vonir um, herra minn, þér hafið verið svo vænir — að þér hafið þolinmæði til að bera til að hlýða á . . . .“ Eg settist aftur. „Það er velkomið,“ sagði eg, ef þér hafið meira að segja mér frá.“ „Eg hafði sagt yður,“ hélt hann áfrain, „að eg .... að hinn .... að fyrirrennari minn liefði lagt það í vana sinn að silja þarna að máltíðum og sjá þessa fimm herma eftir lionum — hverja hreyfingu. Þegar hann kveilcti í vindlingi kveiktu þeir fimm líka í vindlingi.“ „Vitanlega,“ sagði eg. „Já, vitanlega,“ sagði gamli maðurinn, „það var alt saman eðlilegt, eins og þér segið — þar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.