Vísir Sunnudagsblað - 14.05.1939, Síða 2
2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
é iir i
Nú hverfur sólin svo hægt og hljótt
af lilíðarvegi á aftni kgrrum.
Þú ert að lcoma, ó, kæra nótt,
með hvíld og friðinn þinn enn sem fyrrum.
Eg heyri svanina syngja blítt,
þeir svífa i blágeim að heiðadrögum,
sá ómur lætur svo unaðs-þýtt
í eyrum nú sem í bernskuhögum.
Og alt er orðið svo undur-hljótt, .
uns aftur fagnar það degi nýjum,
og Fjóla og Sóley fær sofna rótt,
uns sól þær vekur á morgni hlýjum.
Mín æskuvina, þú Eyrarrós
á elfarbakka mér finnst þig dreymi,
um citthvert sólfagurt undraljós,
frá öðrum betri og sælli heimi.
Ó, kom þú nótt með þinn fagnafund,
og faðmi blíðum mig vefðu þínum
og opna sál mína Edenslund,
sem eg fæ litið í draumum mínum.
Á s t a
Bærinn, sem lagt var upp frá,
var í fasta svefni og alt var
hljótt, þar til hið þunga gang-
liljóð vélanna kvað við og bíl-
arnir — 5 í röð — lögðu af stað.
Leiðin 'lá fyrst gegnum sjálf-
an óasann, sem lagt var af stað
frá. Hann var þessa nótt eins
og kyhlegur æfintýralieimur og
vel má vera, að ferðamennirnir,
óútsofnir, hafi vart trúað á, að
það, sem har fyrir augu þeirra,
væri veruleiki, heldur draum-
ur. —
Það var dauðakyrð yfir öllu.
Hinir háu, tígulegu pálmar bif-
uðust ekki og tunglið kastaði
kolsvörtum skugga þeirra á gul-
an sandinn. Alt í kring báru við
næturhimininn hjálmþök guðs-
húsa eyðmerkurbúans, þar sem
dýrðlingarnir sofa sínum síð-
asta svefni.
Lolcs er farið fram lijá tjöld-
Uim ej'ðinierkurbúanna, Bedú-
inanna — flökkumannanna —,
sem varir um sig vakna af vær-
um blundi og dýrðlegum
draumi um skuggaríka forsælu
trjáa, hlaðin þroskarikum á-
vöxtum, svalar lindir og fagrar
dansandi konur. —
Óralengi liefir Bedúininn
fengið að vera í friði með þessa
drauma sina —- fengið að vera
hinn frjálsi sonur eyðimerkur-
innar, sem „fóstrað hefir liann
við hættur“, gert hann traustan
og hugprúðan, vinfastan og
draumlyndan.
Nú vaknar sonur eyðimerku-
ínnar við fyrstu drunur mótor-
vélarinnar og liorfir undrandi
á þetta furðuverk nútímans, en
honum er það sennilega ekki
ljóst, að eins og það svifti hann
fagurri draumsýn þessa nótt —
injnihaldi nae/tur flökkumanns-
ins — eins mun það svifta hann
kjarnanum í lífi hans sjálfs —
friðnum og frelsinu til þess að
eiga sína eigin drauma í vöku
og svefni og stundum sjá þá
rætast.
Vagnarnir halda áfram út á
endalausa eyðimörkina, óraviða,
með lit dauðans á sandbreiðun-
um — áfram i áttina til hins
fjarlæga markmiðs: Tomlouctu.
Þangað eru úlfaldalestirnar
hálft ár -—- þær, sem annars
komast það — svo langt er það.
Og nú voru jólin bráðum
komin. Meðan fólkið í Paris,
London og Reykjavík flýtti sér
að kaupa til jólanna, baka jóla-
baksturinn, gera alt hreint hátt
og lágt úti og inni, andlega og
líkamlega — því allir vilja vera
góðir um jóhn — þá fikruðu
sig 5 örlitlir deplar suður eftir
hinni miklu Saliara-eyðimörk.
Yfir sandflæmi hennar jafnt
sem liáfjöll mjökuðust þeir
markvisst og örugglega. Þeir
virtust ekki hafa hugmynd um
að jólin væru að koma, en
mennirnir, sem stjórnuðu þeim
með hug og höndum, voru í
anda oft annarstaðar en úti i
eyðimörkinni —- þeir voru oft
lieima hjá konum og hörnum,
unnustum eða öðrum ástvinum,
og sáu fyrir sér ösina, glysið og
jól'aundilrbúninginn lieima, en
vélahljóðið vakti þá jafnliarðan
til umhugsunar um veruleik-
ann og hver fögur sýn hvarf
eins og hilling út i auðnina. —
Sahara er ekki öll eintóm
auðn. Þar sem vatn er í jörð
vex dýrðlpgur gróður og þar
er paradís eyðimerkurfarans.
í einum shkum stað, „óasa“,
héldu þeir félagar heilög jól. —
Næstu daga héldu þeir inn i
miðhuta Sahara, Ahaggarfjöll-
in, land Touareganna. Fyr meir
var þelta óttalegasti liluti leiðar-
innar, vegna hættu á ránum og
árásum frá hendi ibúanna, en
Frakkar hafa komist furðu vel
af við þá og áunnið sér liylli
þeirra.
I þessum fjöllum er tindurinn
Ihnan, hæsti toppur þeirra, svo
snarhrattur, að ókleift er með
öllu að komast upp á liann.
Hann er stórkostleg gos-
myndun úr janolit og basalti,
svipaður vörðu í laginu, ca. 3
þúsund m. hár.
Hér fengu þeir ferðalang-
arnir að kenna á því, að á Sa-
hara er fleira til trafala en sand-
auðnin. Þarna var leiðin á stór-
um köflum snarhrött og stór-
grýtt, svo að oft virtist svo, sem
ekkert væri annað að gera en
snúa við. — En Frakkarnir
sneru ekki við og smátt og
smátt tókst að yfirstíga liverja
hindrun.
Á eyðilegasta og að náttúru-
fari lang liætlulegasta hluta leið-
arinnar yfir Tanecrouft fengu
þeir i fyrsta sinn að kenna á
hinum ægilegu sandbyljum
eyðimerkurinnar. Þeir urðu að
láta fyrirberast um kyrt þar til
storminn lægði, þvi að í ofsa-
verðrinu sást ekki lianda skil og
bílarnir hefðu tapað hver af
öðrum, ef ferðinni liefði verið
haldið áfrain.
Þrjá daga voru bilarnir að
komast í gegn um þetta ægilega
land. — Þar liafa flestir eyði-
merkurfara látið líf sitt og
fæstir komist óskemdir yfir.
En Citroén bílarnir lcomust
yfir — og áfram liéldu þeir inn
í hinar grasauðgu sléttur Súdan,
sem í augum ferðalanganna var
unaðslegur sælustaður saman-
borið við eyimörkina, enda þótt
loftið væri brennandi heitt og
grasið þurt og slcrælnað.
Og Ioks voru þeir komnir alla
leið að Niger-fljótinu. í fyrsta
bænum ,sem þeir komu til,
fengu þeir dásamlegar móttök-
ur frá liálfu liinna innfæddu. T.
d.var steikt lieil sauðkind handa
þeim, en negri einn skifti henni
niður og siðan rétti liinn inn-
lendi þjóðhöfðingi þeim bestu
bitana eigin liendi án gaffals eða
annars nútima borðbúnaðar og
svo urðu hinir frönsku leiðang-
ursmenn einnig að gera. —
Nú voru erfiðleikarnir yfir-
stígnir, eftir var að eins hindr-
unarlaus leið fram með Niger-
fljótinu (til Tomlouctu).
Og loks rann upp sú stund,
að bílarnir stóðu utan múr-
veggja Tomlouctu, liins mikla
ákvörðunarstaðar ferðarinnar.
Fagnaðarlætin við komu leið-
angursins áttu sér engjn tak-
mörk. Allir — borgarar og her-
menn, trúboðar — Evrópu-
menn, Arabar, Gyðingar, Negr-
ar,Touaregar — allir voru sam-
taka um að gera þessa stund
hátíðlega. Það var eins og allir
fyndu sjálfrátt og ósjálfrátt hve
stórt spor var með þessari ferð
stígið i þróunarsögu ferðatækn-
innar, hve stóran sigur manns-
andinn hafði hér unnið yfir erf-
iðum ytri skilyrðum. —
Og menn fundu, að þessi sig-
ur var meiri en sigur þeirra
manna, er unnið höfðu að
smíði bifreiðanna og þeirra, er
stjórnuðu þeim á hinni löngu,
erfiðu og hættulega leið, þeir
fundu, að þetta var sigur fyrir
hina frönslcu þjóð. Þvi fékk
samhygðin og gleðin útrás í
voldugu fossandi vive la France
— lifi Frakkland.
Shk var saga og hinn fyrsti
og stærsti sigur frændanna,
þeirra kunningjanna okkar af
Hellisheiðinni, sem yfirlæt-
islaust un-a af stað ’ yf-
ir snjóbreiðuna, þegar upp-
gefnir eru hinir fallegu og
mikillátu straumlínulöguðu bil-
ar bæjarins, sem á sumrum
bruna með feikna liraða eftir
vegunum, svo að rykið þyrlast
upp langar leiðir á eftir þeim.
Og seinna, þegar búið er að
finna upp ódýrara brensluefni
fyrir mótorvélina, — eða þá ein-
liverja nýja drifvél, — þá er
líklegt að þetta nýja „skip eyði-
merkurinnar“ opni manninum
fjölmarga áður óþekta mögu-
leika. Það virðir að vettugi veg-
leysurnar. Torveldustu tálman-
irnar verða því vísastir vegjr.
Þá mun íslendingurinn á nýj-