Vísir Sunnudagsblað - 14.05.1939, Qupperneq 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
S ó 1 d í s.
1 sjávarins gröf er það grafið,
Iþitt gull, sem er æfi vor hálf.
Þú ert í ætt við hafið,
sem ástagyðjan sjálf.
Þú upp úr öklunum stígur,
sem engill, með lieilaga ró,
og hávaðalaust þú hnígur
á liverjum degi í sjó.
Þú lieilsar—og liressandi hlossi
í hjörtunum vaknar og rís.
Þú kveður—og lýkur með kossi
upp kvöldhúmsins paradís.
Þú lífgjafinn allra alda,
sem öll hin sterkustu mögn,
þarft ekki á hávaða að halda
en heiminum stjórnar—í þögn.
1 ró, sem er rausn liins sterka,
þitt raungildi kveður sér liljóðs,
og vekur — til afreksverka
og vaxtar, söngva og ljóðs.
Kendu mér, Sóldís, liið sama:
Að seiða fram bætur livers
meins,
og ná hinum fegursta frama
í fórn, sem 'krefst ekki neins.
Og þegar mér þrjóla ljósin,
haf þá í hjarta mér töf
sem kærleikans rauðasta rósin,
er rís — af harmanna gröf.
Já, rís úr brotsjóa bárum
og blessaðu myrkursins fold.
Fögnuður, fæddur af tárum,
frjóvgaðu sérhverja mold.
Grétar Fells.
JUAN F. ASCARRATE,
sendiherra, Mexico í Berlín. —
Hann var sendur til Berlín til
þess að greiða fyrir viðskiftum
milli Mexico og Þýskalands. —
Mexicobúar hafa næga olíu,
sem Þjóðverjar þarfnast, og
gela tekið þýskar iðnaðarvörur
i staðinn.
Nýja Bi6
Perlur ensku krúnunnar,
I ensku krúnunni — „King’s
State Cro\vn“ — lianga fjórar
perlur, sem eru eins og perur
í lögun ....
Myndin er um þessar perlur
og þrjár aðrar, sem voru alveg
eins og þær. Efnið, sem hún er
gerð eftir, nær alveg frá árinu
1518 og til vorra daga.
Árið 1518 er Clemens 7. páfi
og hjá honum dvelur frænka
hans, Katrín af Medici. Ungur
aðalsmaður við hirð páfa,
Spanelli, elskar Katrínu, en hún
er lofuð ríkiserfingja Frakk-
lands, Frans I. Til þess að losna
við Spanelli sýnir Clemens
lionum tvær fagrar perlur,
sem eru eins og perur i lögun
og segir honum að útvega séf
fimm perlur, alveg eins.
Spanelli ferðast viða og er
hann kemur lieim aftur, hefir
Iiann gert eins og fyrir hann
var lagt. Þá er hann sendur i
klaustur.
Svo líða mörg ár, en þegar
Maria Stuart verður drotning
Skota eignast hún perlurnar.
Svo er Maria tekin af lifi, en
meðan aftakan fer fram, er
perlunum rænt úr herbergi
hennar.
Ræningjarnir, sem eru þrír,
skifta þýfinu, fyrirliðinn fær
þrjár perlur, en hinir tvær
hvor. En tveir þeir siðarnefndu
nást aftur og Elísabet geymir
perlurnar fjórar.
Árið 1887 finnur Viktoria
þær. Hún gaf skipun um að
þeim skuli komið fyrir í kór-
ónunni og þar eru þær ennþá.
En hvað varð af perlunum
þrem, sem fyrirliði ræningj-
anna tók? Myndin skýrir einnig
frá því.
Aðalleikandinn er Saclia Gui-
try, sem hefir fjögur hlutverk á
hendi. Ilann liefir séð um töku
myndarinnar að öllu leyti. Hún
er um óvenjulegt efni og er að
öllu leyti vel úr garði gerð.
„Heldurðu nú. að þú vitir nóg
til þess að geta komið aÖ gagni
hér“, sagði framkvæmdastjórinn
við nýja skrifstofusendilinn.
„Viti nóg? Og eg sem var látinn
fara úr hinum staðnum, af því að
húsbóndinn sagði, að eg. vissi of
mikið.“
¥
„Þetta er sá skemtilegasti stúku-
fundur, sem eg hefi verið á,“ sagði
Jón Jónsson við konu sína, er hann
kom heim.
„Og hvað var til skemtunar, góði
minn ?“
„Hm! — Ræðuhöld — og ég
talaði þrisvar."
*
Það er nokkurn veginn örugt, að
maður, sem skopast að konum fyr-
ir að vera allan daginn í búðum,
án þess að versla, er ókvæntur.
*
„Jæja, Mumm!i,“ sagði kenslu-
konan, „ef ellefu kindur væru i
kvíunum og sex hlypu út úr þeim,
hvað væru margar eftir?“
„Engin.“
„Geturðu ekki dregið 6 frá n?“
„Jú, en eg hefi verið í sveit og
þekki rollurnar."
*
Stúlka, sem bar skauta, kom inn
í strætisvagn, og var ekkert sæti
laust. Maður nokkur stóð upp og
bauð henni sæti sitt.
„Þalcka yður fyrir,“ sagði stúllc-
an, „en eg hefi verið að læra á
skautum í allan dag.“
*
„Þér ætlið þó ekki, að gestir mín-
ir taki regnhlífarnar með sér, er
þeir fara?“ spurði enskur aðals-
maður skoskan þjón sinn, en hann
hafði mætt honum í forsalnum með
allar regnhlifar, sem til voru á
heimilinu, rétt áður en von var mik-
ils fjölda gesta í miðdegisverðar-
boð.
„Nei,“ svaraði Skotinn, „en þeir
kynnu að þekkja þær.“
*
Sveitadrengur horfði undrandi á
borgarsnáp nokkurn, er var á sum-
arferðalagi í sveitinni, bera ilmvatn
í hár sitt, er hann hafði þvegið sér
og rakað, burstað tennur sínar og
snyrtað neglur o.s.frv. Loks stóðst
drengurinn ekki mátið og sagði:
„Gerirðu sjálfum þér svona mik-
iÖ ónæði á hverjum degi?“
¥
„Verðum við að bíða mikið leng-
ur eftir möminu ?“ sagði lítill dreng-
ur, sem stóð fyrir utan búðarglugga
með föður sínum.
„Nei,“ var svarið. „Afgreiðslu-
stúlkan var að taka seinasta hatt-
inn úr glugganum.“
—• Það er furðulegt, að allar leik-
konur segjast vera innan við þri-
tugt.
— Enn furðulegra er þó, að
flestar stúlkur halda, að þær séú
efni í leikkonur — fram undir þrí-
tugt.
*
— En hvað mér þykir leitt að
frétta, Mabel, sagði skosk stúlka
við vinstúlku sína, að hann Donald
skyldi segja þér upp. Deilduð þið?
— Nei, hann kyntist stúlku frá
Aberdeen, sem á afmæli á jólunum.
*
William Howard Taft Banda-
rikjaforseti var gildvaxinn mjög og
þungur. Eitt sinn er Taft var súð-
ur í ríkjum á skemtiferðalagi, sendi
hann Theodore Roosevelt bréf-
spjald, hvar á stóð: Reið 15 mílur
í dag á múlasna. Roosevelt svaraði
uin hæl: Hvernig líður múlasnan-
um? — Báðir voru þeir hnittnir í
svörum, Taft og Roosevelt. Hinn
síðarnefndi ákafamaður, en Taft
gæflyndur. — Einu sinni, er Taft
var i kosningaleiðangri, gisti hann
hjá bónda nokkrum í vesturríkjun-
um. Er hann bar að garði, var hon-
um boðið til stofu og settist Taft
í hægindastól, en stuttri stundu síð-
ar heyrðist brak mikið og brestir,
og er bóndinn kom inn til þess að
sjá hvað um væri að vera, lá Taft
á gólfinu og stóllinn mölbrotinn
undir honum.
„Hvað er um að vera?“ spurði
bóndinn.
„Ekkert alvarlegt," sagði Taft,
„en ef þið getið ekki fundið mig
í fyrramálið, skuluð þið leita mín
í kjallaranum.“
*
Dr. J. S. Turner, sem er pró-
fessor í jurtafræði við háskólann í
Melbourne í Ástralíu hefir fundið
upp aðferð til að sjóða blóm nið-
ur. Geta þá menn sent „stúlkunni
sinni“ eina dós af rósum.