Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Page 1
1939
Sunnudaginn 23. jtilí 30.
GUÐBRANDUR JÓNSSON PRÓFESSOR:
Skemtiíerð til íslands Í7S9.
á
I sunnudagsblaði eins dag-
blaðsins í Reykjavík var fyrir
skemstu sagt frá minnisvarða,
sem erlendir ferðamenn hefðu
reist í Örfirisey til minningar
um hingaðkomuna 1789, og frá
líeim einkennilegu og ömur-
legu afdrifum þessa mannvirk-
is, að því var stolið, og að það
hafi síðan liorfið í höndum
hinna árvöku yfirvalda hér,
eins og eg hlýt að orða það, þó
að það liafi reyndar verið langa-
langafi minn, sem þar átti í
lilut.
Ekki var kunnugt um að
neinar verulegar frásagnir væru
til af þessu ferðalagi, nema
nokkrar náttúrufræðilegar at-
hugasemdir og frásagnir af
gönguför á Heklu og Snæfells-
jökul. Af tilviljun rakst eg um
daginn á allmerkileg brot úr
dagbókum úr þessu ferðalagi í
bók, þar sem ekki ætti að mega
eiga von á, og ætla eg hér að
setja nokkra kafla, sem lýsa
ýmsum háttum hér á þeim tím-
um.
Bókin, sem þetta er tekið úr,
heitir: The early married life
of Marie Josepha Lady
Stanley, og er hún eftir dóttur-
dóttur hennar, Jane H. Ade'ane,
en maður Lady Stanley var Sir
John Tliomas Stanley Baronet,
sem síðar meir hlaut lávarðs-
tign, og var þá kallaður Lord
Stanley of Alderley. Ættin er
mjög gömul, og er hún enn við
lýði. Var Stanleysfólkið mjög
skylt Dillons-ættinni, sem er
kunn bresk aðalsætt, og má ef
íil vill rekja dvöl Lord Arthur
Dillons hér í Reýkjavík 1834—
35, sem var sendur hingað sér
til sálubótar, vegna þess að
hann hafði orðið full umsvifa-
mikill heima fyrir, til þeirrar
frændsemi. Það var hann, sem
bygði húsið nr. 2 í Suðurgötu,
er stendur enn, og hann átti
bam með maddömu Sire Otte-
sen, og er ýmislegt góðra manna
hér á landi af honum komið.
Tengdadóttir Sir John, er siðar
varð, var systir Dillons þessa.
Sir John Stanley var af rik-
um ættum, og hafðist lítt að al-
varlegra hluta, en hafði ferðast
mikið á meginlandinu og suð-
ur um ítaliu. Hann var fæddur
1766 og kom heim til Englands
eftir alllanga útivist 1787. Hafði
hann þá aftalað við tvo vini
sína, að þeir legðu af stað í Is-
landsferð, sem var liarla fátítt
ferðalag í þá daga. Var það einn
félaga Iians, sem átti upptökin
að því, og er ekki ólíklegt, að
liann muni hafa þar orðið fyrir
áhrifum af frásögum Uno v.
Troils af fe'rð sinni með sir Jos-
eph Banks til íslands 1772, en
hún hafði komið út í enskri
þýðingu skömmu fyrir 1780
(„Letters on Iceland").
Fór Sir John nú að undirbúa
ferðina, og fékk leyfi föður síns
og fé hjá honum. Leigði hann
briggskip til fararinnar i Leith.
Hét það „John“ og var undir
stjórn Mr. Pierie, fyrverandi
liðsforingja í breska flotanum.
Leigan var 70 £ á mánuði og
ætlaði eigandi skipsins, Mr. F.
Crawford, að slást í förina. Var
nú skipið búið að vistum og
öðru, sem með þurfli, en þegar
á átti að herða, voru vinir hans
tveir, sem höfðu ætlað með í
leiðangurinn, ekki við því ferða-
lagi bunir, og varð Stanley, sem
reyndar eklci enn var orðinn
baronet, þar seln faðir hans var
á lífi, og því ennþá var kallað-
ur Mr. Stanley, því að vera sér
úti um nýja förunauta. Skrá
hans um förunauta sína og
skipsmenn hljóðar svo:
Mr. Stanley.
James Fosbury, þjónn hans.
Pierie, liðsforingi úr flotan-
um, og sonur hans.
F. Crawford, eigandi skipsins
og stýrimaður hjá Pierie liðs-
foringja.
Baine, stærðfræðikennari úr
Edinborg, sem á að gera vís-
indalegar athuganir og draga
upp myndir á ferðinni.
Wright, læknisfræðistúdent
úr Edinborg, sem á að starfa
sem læknir og grasafræðingur.
Benners frá dönsku nýlend-
unni St. Croix, sonur dansks
kaupmanns eða plantekrueig-
anda; Edinborgarstúdent; ann-
aðist reikningsfærsluna á ferð-
inni.
Calden, Norður-Ameríku-
maður, hér um bil 15 ára gam-
all; skjólstæðingur jarlsins af
Selkirk.
Master Brown.
Taylor, steinasafnari og
steinaleitandi úr Edinborg.
Tólf sjómenn og vikapiltur.
Garrick og Tom hásetar.
Ferryland og Crab, tveir
hundar.
Þessara dánuhunda er getið
hér, vegna þess, að Stanley hef-
ir sjálfur fært þá á farþega-
skrána, og getur þeirra wða í
þeirri frásögn af ferðinni, sem
eg hefi með höndum, en að
öðru leyti er ekki ástæða til
annars en að láta þá vera úr
sögunni.
Þeir félagar lögðu af stað frá
Leith 26. mai og lögðu leið sína
um Orkneyjar og Færeyjar, og
dvöldust í Færeyjum fram und-
ir mánuð, en hingað til lands
komu þeir 4. júlí. Stóð dvöl
þeirra liér þar til 29. ágúst, að
þeir lögðu af stað til Danmerk-
ur.
Komu þeirra til íslands lýsir
Mr. Wright í dagbólc sinni á
þessa leið, og mun henni nú
verða fylgt um skeið.
„4. júlí. Um ld. 11 rann upp
Ieiði til hafnarinnar í Háfins-
fiord (þ. e. Hafnarfjörður) ....
Þegar þangað kom var úfinn
sjór og við kölluðum eftir hafn-
sögumanni. Kom liann brátt
um borð, og við vörpuðum
akkerum kl. 9 um kvöldið. Var
vikabátnum skotið út, og Mr.
Stanley, Benners, Crawford og
eg fórum á land. Þegar við
höfðum barið björgin til þe!ss
að ná sýnishomum og reikað
um klettana, þar sem við fund-
um urmul af blómum, snemm
við aftur um borð kl. um 12.
Eitthvað um kl. hálf eitt, þegar
við að loknum kvöldverði sát-
um og drukkum liverir öðrum
vingjarnlega til af tilefni komu
okkar til Islands, gengu tveir
menn inn í káetuna; var annar
búinn eins og fyrirmenn eru