Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
Ricardo Fernandez-Garcia:
Riddaraskap ur
heima á Fróni. Og eg óska þess,
að mér væri gefið það vald að
flytja þúsundir slikra trjáa
heim til Islands. Inn um hina
opnu glugga og dyr berst þung-
ur ilmur frá hinni gróandi jörð
— og mér finst eg alveg eins
geta verið staddur á Þingvöll-
um eða í einhverri fallegri ís-
lenskri sveit.
I þessum skemtilegu húsa-
kynnum er matast við langborð
og hver þjóð heldur furðu vel
hópinn. ,
Þess er ekki lengi heðið að
söngurinn glymji yfir borðum
og eru það nokkrar sænskar
stúlkur frá Smáland, sem
byrja að syngja sænsk þjóðlög.
Pólverjarnir taka svo við. Það
er gaman að lilýða á þessi þjóð-
lög, sem eru svo gerólík þeim,
sem við eigum að venjast. Þau
byrja hægt með jöfnum stíg-
andi, uns hraðinn að lokum er
orðinn geysilegur og þau enda
hvelt og hátt í dillandi látum
gleði og’ glaums, og söngmenn-
irnir hrífa sjálfa sig með í hin-
um gletnisfulla ofsa. Svona er
lialdið áfram um stund, e'n loks
er máltíðinni lokið, og við yfir-
gefum þessar skemtilegu mat-
stofur undir laginu góðkunna:
„Á jánta á ja, á jánta á ja, alt
uppá landavágen, á ja“, og
höldum út í sólskinið.
Þegar út kemur sé eg skamt
frá mér tvö dönsk börn í þjóð-
búningi sitjandi undir stóru tré
— dreng og stúlku.
Hann er með rauða prjóna-
húfu á liöfði, eins og sveinarn-
ir, sem sýndir eru í búðar-
gluggunum um jólaleytið, en
hún er með hvítan skýluklút —
eins og íslensk kaupavinnu-
kona. Eg spyr þau, hvi þau ekki
haldi landahópinn, en Danirnir
voru nú byrjaðir að dansa þjóð-
dansa spölkorn frá okkur, og
sungu með. Þau kvarta þá yfir
hitanum, og kjósa heldur að
hvíla sig um stund. „Það er þá
fleirum, sem liður illa af hita
en mér“, liugsa eg um leið og
eg þurka af mér svitann. En
undrast nokkur, þegar þess er
minst að þarna voru 34° liiti í
f orsælu ?
Eg vel mér því hinn sama
kostinn — sest og fer að glett-
ast við sambandsþjóðina! En
friðurinn er skammvinnur. Fyr
en varir eru 3 sænskar Smá-
landsflickor komnar svifandi
og biðja mig að skrifa nafnið
mitt í bókina sína. Og ekki þori
eg annað en að hlýða þeSsum
fallegu stúlkum.
Danskur maður, sem hjá
mér situr brosir góðlátlega og
segir mér, að ef börnin vissu
að eg væri eini fulltrúinn frá
Islandi á þingi þessu, myndi eg
ekki hafa annað að gera en að
skrifa nafnið mitt.
Seinna sannfærðist eg um, að
furðu mikill sannleikur var i
orðum hans.
Eg reika víða um þennan
fagra stað, horfi á dýrin, sem
flest kveljast i hitanum, birn-
ina rása fram og aftur í búrum
sínum, og litla hvítabjamar-
ungann — Mjallhvít, en svo var
hann kallaður — leika sér að
bolta í tjörninni í klefa sínum.
Þarna spóka sig hnarreistir
páfuglar með hið þúsundhta
stél sitt, en mjallhvitir svanir
synda á lygnum tjörnum. Rauð-
ur íkorni hleypurniður úr tré,
og étur úr lófa barnanna. Það
verður ekki sagt að ófriðarblilca
skyggi á þennan stað.
Börnin dansa þjóðdansa og
fara i ýmsa leild, og hinir hlut-
skörpustu liljóta silfurgripi í
verðlaun, prýdda rauðum
krossi.
Héðan sést yfir hina fögru
borg. Sólargeislarnir endur-
varpast úr rúðuglerjunum, svo
hinar miklu hyggingar sýnast
standa í björtu báh.
Sólin hallast til vesturs, og
boðar komu næturinnar. I dag
hefir verið mörgu að kynnast
og margt.að sjá, ef gestsaugað
var glögt.
★
Dagur er að kveldi lcominn.
Hver heldur til síns innis —
glaður eftir dýrlegan dag undir
sænskri sól.
Ómarnir af Björneborgernes
mars hljóma í eyrum mér er eg
kveð Skansen. Það er voldug
liermannahljómsveit er skemtir
gestunum, sem enn dvelja þar.
I skini kvöldsólarinnar er
Stolckhólmur annar en í há-
degissólinni. Ef til vill glæsi-
legri og fegurri — ef til vill
ekki. En eitt er þó víst: Stokk-
hólmur er æfinlega fagur bær
— fegursta borgin á Norður-
löndum.
Dáleiðslan.
— Hefir þú nokkurn tíma
verið dálelddur?
— Nei. Hvers vegna spyrðu?
— Það skal eg segja þér. Eg
fór til manns í gær og bað hann
að gefa mér 5 krónur. Og hvað
heldurðu að dóninn geri? Dá-
leiðir mig á auga-lifandi-bili og
skipar mér að stinga upp kál-
garðinn sinn! Það var notalegt
— eða hitt heldur! Og þarna
varð eg að sveitast fram á
kveld!
Kvöld eitt í júlínmáuði, á
bændabýli (hacienda’) í Uruca,
tóku fjórir menn frálega reið-
skjóta sína í skyndi og þeystu á
brott. Þeir riðu mikinn eftir
þjóðveginum, sem hggur að
vegamótunum, þar sem þjóð-
vegurinn og vegurinn til San
Antonio de Belén mætast.
„Hér verðum við að sldlja,“
sagði einn þeirra. „Far heill,
Ramon,“ bætti hann við, „og
liafðu hepnina með þér.“
Um leið og hann sagði þettta
þreifaði liann fyrir sér, því að
dimt var, uns hann fann hönd
vinar síns.
„Far heill, Salvador, far
heill“, svaraði sá, sem á hafði
verið yrt og rödd hans titraði
af geðshræringu. Þeir vinirnir
færðu sig nær hvor öðrum, án
þess að sleppa handtökum, uns
ístöð þeirra skullu saman. Þeir
vöfðu hvorn annan örmum.
„Far heill, far heill. Gangi þér
vel.“
Er þeir höfðu kvaðst þannig,
af hinum mesta hlýleika og
söknuði, riðu þeir hvor í sína
áttina, en hinir reiðmennirnir
tveir, sem verið höfðu vitni að
liinum dapurlega atburði, riðu
og á brott, hvor með sínum hús-
bónda.
Þeir tveir, sem fóru þjóðveg-
inn, komust ekki langt. Við
Ciruelasfljót riðu þeir beint í
fangið á hermönnum, sem tóku
þá höndum og fluttu þá til Ala-
j uela-liermannaskálanna.
Hinir flóttamennirnir tveir —
því að allir voru jieir flótta-
menn, voru hepnari, en þeir
fóru San Antonio veginn. Veg-
urinn var slæmur og það var
svo dimt, að þeim veittist erfitt
að rata, en þar sem slæmt var
yfirferðar létu þeir hestana
náða, en það hafði reynslan
kent þeim, að best væri þegar
líkt stóð á.
Þeir voru fegnir þvi, að ekki
rigndi, þvi að þá hefði vegurinn
blotnað og orðið erfiðari yfir-
ferðar og ferð þeirra sóst enn
seinna, en þeir urðu að hafa
hraðan á. Salvador Moreno var
í mikilli hættu staddur, þvi að
hans var leitað af fjölda manna,
*) Þ. e. þar sem hús eru reist
í spönskum stíl.
vegna þátttöku hans i árás, sem
gerð var kveldinu áður á höfuð-
vigi stjórnarhersins i San José.
Það voru stjórnbyltingarsinn-
ar, sem uppreistartilraunina
gerðu, en hún hafði farið alger-
lega út um þúfur, því að þeir,
sem safna áttu liði í þorpunum
i grendinni, brugðust leiðtogum
sinum. Tilgangurinn var að búa
lið þetta vopnum, er vígið væri
tekið, og halda svo áfram til
næstu víggirtra stöðva og koma
af stað byltingu í öllu landinu.
En liðsaukinn kom ekki og
hinir fáu, vösku byltingarsinn-
ar, sem liöfðu gert djarflega á-
rás á virkið klukkan tvö um
nótlina og komið varnarliðinu
algerlega á óvart, urðu að láta
undan síga í dögun og leggja á
flótta sem hraðast.
Salvador svaraði engu spurn-
ingum þeim, sem félagi lians
var að bera upp annað veifið.
Salvador var mjög hugsi. Hug-
ur hans var bundinn við hildar-
leikinn nóttina áður. Hann sá
skýrt fyrir hugskotsaugum sin-
um alt, sem gerst hafði.
Þeir höfðu hist í húsi eins
byltingarsinna. Beðið óþreyju-
fulhr, gramir, þeirra, sem ekki
komu, — óttast svik þeirra.
Hann mundi hversu efaliugsan-
irnar liöfðu náð tökum á þeim
seinustu stundina — að þeir
höfðu hikað við að framkvæma
áform sitt. En loks liöfðu þeir
riðið af stað til vígisins.
Svikari hafði opnað vígislilið-
ið og það var barst i návígi við
varðmennina. Þeir liöfðu fallið
með sæmd — ekki hörfað frá
þeim stað, sem þeir áttu að
gegna varðskyldum sínum. En
einkum var Salvador sárt að
hugsa um ungan sveitarfor-
ingja, sem hafði ætt fram með
brugðinn brand, félögum sínum
til hjálpar — en þennan unga
hermann liafði hann skotið í
hjartastað, þegar hann var að
eins armslengd frá honum.
Salvador reyndi að telja sér
trú um, að þetta hefði verið
verknaður löglegur í Iiernaði.
En rödd samviskunnar lét hann
engan frið hafa, ásakaði hann
fyrir að hafa úthelt blóði.
Salvador Moreno var maður
tilfinningarikur og göfugur og
hafði í raun og verú hina mestu