Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ vanir að vera, en hinn var í köflóttri ullarpeysu með svört- um flauelis-ermauppslögum og fréttum við síðar að þetta væri prófasturinn eða presturinn á i Bersested (Bessastöðum)x. Sá, j er fyrr getur, spurði um leið og j hann gekk inn, hvort nokkur j okkar gæti talað frönsku. Mr. Stanley ansaði um hæl, þvi hann talar liana vel. Aðkomu- maður sagðist þá vera sendur j af landstjóranum, greifa Levit- zau2), til jiess að spyrja, hverj- ir við værum. — Bemstorff greifi3) hafði skrifað landstjór- anum og tilkynt honum, að bráðlega væri von á Mr. Mac- kenzie til íslands, en í síðara bréfi var skýrt frá, að ferðinni væri frestað.4) — Mr. Stanley skýrði honum nú frá því, hver hann væri, og lýsti undrun sinni yfir því, að greifinn (þ. e. Bernstorff) skyldi ekki einnig hafa getið lians. Nú stóð að- komumaðurinn strax upp og sagði Mr. Stanley, að liann væri sjálfur landstjórinn greifi Levit- zau, og bað afsökunar á því, að hann skyldi ekki hafa látið þetta uppi fyrr við hann. Hann hefði verið neyddur til þess að haga sér svona, af því að sendi- menn liefðu komið frá kaup- mönnum í Háfinsfirði með þau skilaboð, að enskt vopnað skip væri komið inn á höfnina .... Fregnirnar um að likur væri á ófriði milli Englands og Dan- merkur hefðu skotið heima- mönnum hans svo skelk í hringu, að enginn þeirra félcst til þess að fara um horð. Hann hefði því afráðið að fara sjálf- ur. — Eftir að hafa drukkið dálitið af punchi, hélt hann hurt ásamt hinum þögula förunaut sínum, og bauð okkur um leið í mið- degisverð til sín á morgun. 5. júlí. Greifinn stóð i dyr- unum hjá sér og bauð oss vel- komna; hann leiddi oss inn í mjög snotra stofu og kom okk- ur í kynni við greifafrúna, fall- ega og þægilega konu, sem var xlædd í hvitt silki og að öðru vel til höfð....Við settumst til matar skömmu fyrir kl. 4. 1) Markús Magnússon stift- prófastur í Görðum 1781—98. 2) Kammerherra v. Levet- zau, en ekki greifi, stiftamt- maður 1785—89. 3) Andreas Peter Bernstorff, forsætis- og utanríkismálaráð- herra Dana um áratugi. 4) Þessi Mr. Mackenzie kom hingað aldrei, og eír ekki sami maður og Sir George Macken- sie, er ferðaðist hér 1810. J. I. Stanley, síðar Stanley lávarður af Alderby. Greifafrúin stjórnaði horðhald- inu, og enn önnur lcona sat þar lil borðs. Maturinn var ágætur og ríkulegur, það var súpa, bæði steikt og soðið kindakjöt, hýt- ingur gerður úr súrum, reykt- ur lax, kartöflur, salat, hrafna- klukkur, ferskur lax, næpur, terta, sætindi o. s. frv., og að siðustu full skál af hindberja- mauki með slegnum rjóma. Með þessu drukkum við claret (þ. e. rauðvin) og malaga, sem alt var snoturlega framreitt af pilti og þjóni, og furðaði okk- ur á því um hann, að hann skyldi tala vel latínu. 7. júlí. Um kl. 3 lagði skips- háturinn iil lands með Georgs- fána1) í skut, og kom hann um borð aftur með landstjórann og konu hans. Þegar báturinn var kominn nolckuð nærri skipinu Iögðust ræðararnir á árar og var lileypt af sjö fallbyssuskot- um. Þegar allir voru komnir settumst við að borðum. Við drukkum kaffið á þilfari, og var það tilreitt af hinum fögru höndum greifafrúarinnar. Voru hásetar síðan kallaðir á þiljur til að dansa skoskan ræl, og greifinn, Mr. Stanley, Benners, Calden og eg dönsuðum á aftur- þiljunum. Landstjórinn og frú hans fóru frá borði um kl. 10, og Mr. Baine og Calden, sem stýrði bátnum, fylgdu þeim. Þegar þau lögðu frá borði voru þau kvödd með sjö skotum, en þau svöruðu með þreföldu húrrahrópi". Nú lagði skipið af stað til Reykjavíkur og ferðamennirn- ir gengu á Snæfellsjökul, og er ekkert í frásögur færandi úr þeirri ferð. í dagbók sinni segir Wright: „17. júlí, í Reykjavík. Þegar eg gekk á land, liitti eg Bdne- dikt, þjón landstjórans, sem færði Mr. Stanley tvær tófur að gjöf frá húsbónda sínum, var 1) Gunnfáni Breta. önnur þeirra svört, en hin hvit. Við sáum fálka konungs, 39 að tölu, og voru þeir allir með hettu; fálkarnir eru ekki not- hæfir fyrri en þeir eru 8 vetra, og kosta 15 dali hver“. Hinn 30. júli var lagt af stað til Geysis og Heklu, og var gengið á hana, en sú ferð var ekki sögulegri en Snæfellsjök- ulsgangan. Var þá með þeim sem túlkur skóari, sem hafði lært iðn sína á Þýskalandi, og ferðalangarnir kölluðu „Tom the Shuster“, sem vafalaust er afbökun á þýska orðinu „Schu- ster“, er þýðir skóari. Þótt grenslast hafi verið fyrir um þennan mann, liefir ekkert fundist um hann í kirkjubók- um, svo að óvíst er, hvort hann liafi verið íslenskur eða erlend- ur, en hann fékk hjá þeim besta orð, og Mr. Stanley segir um hann, að hann hafi verið mjög Ijúfur og góður maður. Þegar þeir félagar komu úr Hekluferðinni, segir Wright svo frá því; „Við komum að bóndabæ, Mosfelli, bygðum á hól í snotr- um dal. Shuster sagði okkur, að þar væri góð kirkja og velmet- inn prestur og gestrisinn. Son- ur hans tók á móti okkur, og bauð okkur að nota kirkjuna um nóttina, sem við, þáðum þakksamlega. Sóknarpresturinn talaði latínu leikandi og gaf Mr. Stanleý nokkrar íslenskar bækur. Hann fylgdi okkur sjálf- ur áleiðis til Reykjavikur. Hann kvaðst lieita John (Jón), og þegar við spurðum hann um ættarnafnið, kvaðst hann ekk- ert hafa. Nafn föður hans væri Hanna (Hannes). Væri hann kallaður.Jón sonur Hanna, eða Han’s son1). Þegar hann hafði riðið með okkur nokkrar mílur, kvaddi hann okkur með virkt- um, og endurtók tvisvar eða þrisvar með tárin i augunum: „Salvete, Salvete Brittanici**2) Þegar við komum til Reykja- víkur 19. ágúst, komu allir bæj- arbúar til móts við okkur. Þeg- ar hásetar vorir lentu hrópuðu þeir þrisvar húrra, og hlupu síðan til móts við oss og buðu oss hjartanlega velkomna; sumir þeirra grétu......Pierie skipstjóri og skipshöfn hans höfðu reist minnisvarða á eyj- unni litlu við hafnarkjaftinn í Reykjavík til minningar um þessa íslandsferð. Hann var 14 feta hár, stóð á fæti, sem var 4 1) Síra Jón Hanpesson prest- ur á Mosfelli 1775—1798. 2) Verið þið sælir, verið þið sælir Bretar. fet á veg, og ofan á honum var flötur, 8 þumlungar á veg, og hann bar eftirfarandi áletrun, sem Pierie skipstjóri hafði graf- ið á koparskjöld, sem var á honum miðjum: John Thomas Stanley John Pierie liðsforingi Herrarnir Wright Baine Benners og Calden heimsóktu Is- land, 1789. Múrsmiðir þeir, sem unnu að byggingu hinnar nýju kirkju í Reykjavík bygðu liann, en skip- stjórinn og áhöfnin lögðu undir hann hornsteininn, og undir hann voru lagðar nokkrar breskar myntir“. „Þegar eg kom með Pierie á þessa eyju, segir Mr. Stanley, til þess að fá loforð manna um að minnisvarðans skyldi vera gætt, fengu nokkrir af hásetum vorum skipstjórann til þess að biðja mig að gefa gamalli konu, sem bjó þar, nokkra shillings til þess að hindra hana frá því að gera skipi voru nokkum miska með göldrum, meðan á ferðinni stæði. Eg man eldd, hvort eg var beinlinis beðinn að kaupa af henni leiði, en það var bersýnilegt, að þeir héldu, að ef ekki væri komið sér vel við liana, þá gæti liún gert oldcur einhverja glennu. Mér fanst það vera skynsamlegast að fara að óskum þeirra, svo að allri ang- ist væri stuggað frá huga þeirra. Gamla lconan virtist vera afar fátæk og meinlaus, en allar lík- ur eru á þvi, að hún hafi talið Reykjavíkurbúum trú um það, að hún kynni eitthvað fyrir sér. Hún þalckaði gjöfina með því, að óska oldcur góðrar ferðar, og voru hásetarnir mjög á- nægðir með það. Hefði eg ekki gefið gömlu konunni neitt, en skip okkar síðan lent í háska, þá er eg handviss um, að trú- leysi minu á norrænan galdur hefði verið kent um“. Nú tekur Wright aftur við að seígja frá. „23. ágúst. Að loknum bæn- um (það var á 11. s. e. trin.) lögðum við Mr. Stanley og Crawford, sem stýrði, af stað til Innrahólms, og komumst við þangað á tæpum tveim tímum. Þar tók á móti okkur herra Stephenson1), dýrlega klæddur í skarlatsrauð föt og tveir yngstu synir hans.2) Herra Stephenson hafði á takteinum 1) Ólafur Stephensen stift- amtmaður 1790—1806. 2) Lildega Björn og Stefán.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.