Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Síða 6

Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Síða 6
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ í STOKKHÓLMI. DAGU.R Þing .ungliðadefilda Rauða Kross félaganna í skandina- visku og Eystrasaltslöndunum var liáð í Stokkhólmi dagana 19.—21. júni siðastliðinn. * Stokkhólmur — höfuðborg Svíþjóðar — hefir oftlega ver- ið kallaður Feneyjar Norður- landa. Eg fyrir mitt leyti trúi þvi að þetta muni vqra rétt- nefni — því að slíkaii yndis- þoklca og slíka fegurð hefi eg aldrei augum litið — annars- staðar en í Stolckhólmi. Lestin brunar inn í borgina. Hinar glæsilegu byggingar, skógivaxn- ar liæðirnar og spegilsléttur vatnsflöturinn glitrar undir heiðhláum júníhimni og brenn- heitri hásumarsól. Ef til vill sé eg þarna hið feg- ursta skart þessarar glæstu borgar — ef til vill ekki. Eg velti því ekki frekar fyrir mér. Eg er aðeins þakklátur að fá að sjá og njóta þess, sem er göf- ugt, tignarlegt og fagurt. * För minni til Svíþjóðar er heitið til að sitja þing ungliða- deilda Rauða Kross félaganna í skandinavisku og Eystrasalts- löndunum, sem sett skyldi í Stokkliólmi hinn 19. júní síð- astliðinn. Um gervallan heim, þar sem Rauða Kross félögin eru starf- andi, er innan þeirra skipulagð- ar og vinnandi félagsheildir æskunnar, sem nefnast Junior Red Cross — eða ungliðadeild- ir Rauða Krossins. Deildir þessar vinna ötullega að ýmsum velgerðarmálum og líknarstarfsemi — jafnframt þvi sem þær innbyrðis eru holl- ur og göfgandi félagsskapur æskunnar — hinni komandi kynslóð, sem erfa á Iandið og vinna að heill og hag þjóðar sinnar. Víða i löndum starfa ung- liðadeildirnar í nánu sambandi við skáta- og íþróttafélögin, og t. d. í Svíþjóð er starf unglið- anna og skátanna nátengt hvað öðru. nautakjöti og sauðakjöti og ferskum lax, þorski, rjúpum og lóum, þá efast eg ekki um það, að lyfsalinn hefði ekki gefið gestum sínum neina ástæðu til að kvarta, því hann er gestris- inn maður“. Þá er ekki sú saga lengri. EFTIR J. V. HAFSTEIN. Unghðadeildirnar vilja fyrst og fremst vinna að bættu hug- arþeh og hjartalagi mannanna, en eyðingu á löstum þeirra og göllum. Kjörorð þeirra er: „Eg lijálpa" og í anda þess orðs vinna þær á öllum sviðum. Þær vinna að aukinni kynn- ingu á milli æskulýðs þjóðanna, skiptast á bréfum, myndum, leikritum, bókum og blöðum — það er, að starf þeirra beinist til aukins skilnings, samvinnu og vinátlu skjddra sem óskyldra þjóða. Við lifum á þeim tímum, þeg- ar heimurinn allur hrópar á frið — og hugir fólksins skelf- ast daglega vegna aukins ótta um komandi blóðuga bardaga. Eldingar ófriðarins þjóta um loftið, og það er kannske til- viljun ein, sem veldur, að neisti hefir ekki enn lirokkið niður í liúðurtunnuna, sem hleypa myndi heiminum í bál. Á slík- um tímum leggja allir hönd á plóginn til að starfa í þágu frið- ar, og það er álit miljóna manna, að starfsemi ungliða- deilda Rauða Krossins sé heilla- drjúgt spor í þessa átt, því að bönd vináttu og hjálpfýsi, sem knýtt eru á æsku og unglings- árum eru furðu sterk, og geta orðið voldugur hlekkur í keðju þeirri, sem tengir hinar mis- munandi þjóðir saman til auk- ins skilnings og samvinnu hverja við aðra. Innan ungliða- deilda Rauða Krossins hefir æskan út um gervallan heim liaslað sér fagran starfsvöll — og þangað heldur hún til sam- vinnu í blessunarriku starfi. Og starf hennar er marg-þætt. I fyrsta lagi mætti nefna heilsuverndar og líknarstarf- semina. Þar sem ungliðadeild- irnar eru einkum starfandi inn- an skólanna, er heilsuverndar- starfsefmi þeirra oftlega fólgin í því að gæta nákvæms hrein- lætis í umgengni allri í skólun- um, og hafa gott og fagurt for- dæmi fyrir félögum sínum um alla þá hluti er að hreinlæti lýt- ur. Sömuleiðis halda deildirnar uppi námskeiðum í hjúkrun sjúkra og hjálp í viðlögum, um leið og kend er meðferð ýmsra algengustu lyfja og sáraumbúða Liknarstarf deildanna beinist að þvi, að aðstoða við hjúkrun, að heimsækja sjúk skólasyst- kini og færa þeim bækur, á- vexti, eða eitthvað, sem kann að gleðja þá og stytta stundirn- ar; að hjálpa gömlu og farlama fólki, lesa fyrir það, og færa því gjafir á stórhátiðum. Þær vinna að blindra hjálp á ýmsan hátt, og svona má lengi telja. I öðru lagi starfa þær að herðingu og þjálfun likamans með íþróttaiðlcun bæði vetur og sumar, og til þessa hðs etu svo auðvitað þjóðdansarnir taldir, sem víðast hvar eru mjög i há- vegum hafðir. I þriðja lagi eru starfandi ferðafélög innan deildanna, og vinna þau að auk- inni þekkingu á fósturjörðinni og átthögunum, og er þá oft svo, að sá, sem slyngastur er, hreppir reiðhjól eða annan nýti- legan hlut í verðlaun. í I fjórða lagi er stunduð margskonar handavinna á vetr- um — stúlkurnar einkum prjóna og innanhúsvinnu, en drengimir smíðar og bókband. í fimta lagi eiga deildirnar víðast hvar sitt eigið málgagn, sem eru barna- og unglinga- blöðin -— og senda þau í skift- um landa á milli. I sjötta lagi má nefna söng og hljóðfæraslátt ungliðanna. Og í Lettlandi er ungliðakórinn svo góður og fullkominn, að hann er frægur víða um lönd og þykir mjög eftirsóknarverð- ur hjá öllum, sem vit hafa á sönglist. Hér hefir myndin af starfi og starfsaðferðum ungliðadeild- anna verið dregin upp í stórum dráttum, enda þess ekki kostur í stuttri blaðagrein, að gera jjeim fullkomin skil. Einkum verið drepið á störf deildanna innbyrðis, en auk þess vinna þau að lausn ýmsra mikilvægra mála í sambandi við Rauða Kross félögin sjálf. Friður og gleði eru hinar voldugu og tæru lindir og afl- gjafar, sem skapa möguleikana fyrir því að það sem gott er og fagurt í fari mannanna fái not- ið sín. Að lindum þessum vill Rauði Krossinn leiða ungliða- deildirnar og gefa þeim að drekka. ★ Daginn, sem þingið var sett, ver veður í Stokkhólmi með af- brigðum gott og heitt, svo að jafnvel helzt til mikið var af því góða. Á þinginu voru mættir um 400 fulltrúar, og ungliðarnir mættu þarna í þjóðbúningum, glæsilegum í htum, sem ghtr- uðu og glóðu í sólskinsdýrð- inni — gulir, grænir, bláir, rauðir — en andhtin ljómuðu af gleði og fögnuði — alt var svo bjart og hlýtt. Útiskemtistaður Stokkliólms- búa heitir Skansen, og það er á J. V. HAFSTEIN. þessum stað, sem þátttakendur í þessu fjölmenna þingi mætast hinn fyrsta dag. Margt ber þar fyrir augu — og nýstárlegt þeim, sem langt er að kominn og tiltölulega lit- ið liefir séð af öllu því, sem stórborg árið 1939 hefir upp á að bjóða. En það sem mesta at- hygli vekur hjá mér eru e'kki munir eða verk frá árinu í ár eða fyrra. Það eru salarlcynni þau er við snæðum miðdegis- verð i — Högloftet og Nyloftet, — sem velcja sérstaka eftirtekt og tilfinningar hjá mér. Þe’tta eru æfagömul sveitaset- ur, sem flutt hafa verið á Skans- en, innan úr Dölum Svíþjóðar. Gluggarnir eru smáir og viðir ómálaðir en olíubornir, en yfir dyrum eru máluð blóm á ein- faldan en þó fallegan hátt. Ein- hver viss blær fegurðar liðinna tíma livilir hér yfir öllu. Kvist- irnir í viðunum eru dökkir deplar, sem falla i fagra lita- samsetningu og náttúrlega við hinn ljósari við. Eg gleymi því að eg er stadd- ur í einni stærstu og ríkustu borg Norðurlanda, en finst eg veTa kominn langt upp í sveit á stóran og fallegan sveitabæ, þar sem unga heimasætan hljóti að koma á hverri stundu með hvítan klút um hárið. Það er líkast því að vera staddur í gróðursælum dal, þar sem á rennur eftir miðjum dalnum, huldufólk hýr í klett- um og síli í tjörnum. En þegar eg veiti því athygli, að þungar laufkrónumar sveigjast niður að gluggunum man eg það, að eg er í framandi landi, en ekki

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.