Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Side 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
yrði að leggja af stað innan
stundar. I}á mundi Salvador alt,
sem gerst hafði, og hann fór að
klæðast, en honum leið illa, —
hann hafði miklar harðsperrur,
og sál lians þjáðíst af tilliugsun-
inni Um það, sem gerst hafði.
Honum var fært glas fylt koní-
jaki og hrestist hann við það að
dreypa á konjakinu. Matarang-
an barst að vitum hans og hann
fann til svengdar, enda hafði
hann fastað margar stundir.
Dóttir herra José hafði steikt
kjúkling, að beiðni Pedro’s,
handa Salvador. Meðan liann sat
að snæðingi horfði herra José á
hann hugsi og þögull. Herra
José var maður athugull og það
lagðist í hann, að þessi maður
væri ekki vanur að ldæðast sem
einyrlci — og framkoma Pedro
gagnvart Salvador har því vitni,
að gesturinn mundi vanur að
láta aðra stjana við sig. En
hvað sem þessu leið, hugsaði
herra José, mátti honum standa
á sama hver maðurinn var.
Þegar Salvador rétti honum
fimm dollara seðil, efaðist
gamh maðurinn ekki lengur
um, að grunur hans hefði við
rök að styðjast. Stuttu síðar
kom Pedro og sagði, að hestarn-
ir biði á hlaðinu. Salvador
kvaddi húsráðanda hlýlega með
handabandi og gamli maðurinn
var hinn alúðlegasti og óskaði
honum góðrar ferðar með
mörgum orðum og fögrum. Þeir
voru komnir út á svalirnar, e!r
drengur kom hlaupandi og bar
þau tiðindi, að elsta dóttir herra
José væri mikið veik. Hún var
komin að falli og nú hafði hent
hana óhapp — hún hafði dott-
ið og leit út fyrir, að barnið
myndi fæðast fyrir tímann.
Gamli maðurinn varð mjög
kviðinn, en Salvador reyndi að
sefa hann og ráðlagði honum að
sækja lækni.
„Það er enginn læknir hér
nú“, sagði herra José örvænt-
ingarlega, „og kannske deyr hún
meðan verið er að sækja lækni
til Alajuda.“
Salvador, sem var maður
hjartagóður, hikaði ekki.
„Við skulum fara til hennar“,
sagði hann. „Eg er læknir.“
Gamli maðurinn varð glaður
og jafnframt undrandi, og vissi
ekki hvað segja skyldi.
„Megi guð launa yður, herra
minn“, sagði hann með tárin í
augunum. Peídro varð áhyggj-
fullur og hvíslaði að Salvador,
þegar José fór að sækja liatt
sinn og dóttur sína, að það væri
kona sjálfs lögreglustjórans,
sem væri í hættu stödd — og
maður hennar hlyti nú þegar að
liafa fengið fyrirskipun um að
taka hann fastan.
„Eg verð að láta kylfu ráða
kasti, Pedro“, sagði Salvador.
„Það er skylda mín,að hjálpa
vesalings konunni. Leggjum af
stað tafarlaust.“
Gamli maðurinn, sem var að
koma, lieyrði seinustu setning-
arnar og sagði lágt:
„Guð blessi yður, herra
minn.“
Pedro kipti gamla mannin-
um upp og setti hann fyrir aft-
an sig á hestinn, en Salvdor kipti
upp stúlkunni og var riðið eins
liratt og' auðið var, til San Mateo
og ekki numið staðar fyrr en
fyrir framan hús lögreglustjór-
ans.
Þar var margt þorpsbúa,
skrafskjóður, sem vildu ótal ráð
gefa, og vildarvinir lögreglu-
stjórans höfðu sest að i skrif-
stofu lians og sátu þar og
drukku hvítt romm og liug-
hreystu lögreglustjórann, með
því að segja honum frá „slíkum
tilfellum sem þessum“ — og
„hefði þó alt farið vel.“
Þegar konan, sem lá á sæng,
lieyrði að faðir liennar væri
kominn og' systir, herti hún
hljóðin, en eins og títt er um
ungar lconur, sem eru í þann
veginn að eignast fvrsta bam
sitt, óttaðist hún, að hún mundi
ekki sleppa lifandi úr rauninni.
„Gangið inn, gangið inn,
læknir“, sagði gamli maðurinn
kurteislega við Salvador, en
enginn hafði veitt Salvador sér-
staka athygli enn sem komið
var, því að menn voru allæstir,
og engum hafði komið til hug-
ar, að þessi fátæklega klæddi
maður væri læknir. Nú flaug
mönnum í hug að þetta væri
skottulæknir einhversstaðar ut-
an af landsbyginni.
Salvador sneri sér þegar að
því, að skoða konuna. Sá hann
þegar að alvarlega horfði, en
alt gat þó vel farið enn. Án þess
að eyða sekúndu til ónýtis gaf
liann fyrirskipanir sínar og tók
til starfa, og frá því augnabilki
snerust hugsanir hans um það
eitt, að bjarga lífi konunnar, og
— lífinu, sem hún bar undir
brjósti — líf beggja hafði guð
lagt í hans hendur.
Herra José og lögreglustjói--
inn sefuðust mjög, er læknir-
inn hafði sagt þeim, að alt
myndi fara vel. Settust þeir nú
að drykkju með þeim, sem i
skrifstofunni sátu, en þar var
fyrsta rommflaskan Jiegar
tæmd. Þegar búið var að opna
aðra til, urðu samræður fjör-
legri og enn alúðlegri en i byrj-
un.
Og ekkert var eðlilegra en
talið bærist að stjóraarbylting-
artilrauninni, sem mishepnast
liafði. En herra José, sem
eðlilega var ófróður um hana,
þar sem hús lians var tiltölulega
afskekt, bað menn segja sér tið-
indin. Hlýddi hann áhyggjufull-
ur á frásögnina. Þegar hann
heyrði, að gerð hefði verið á-
rás á Cuartel-vígi, spurði hann
kviðinn, livort menn hefði
nokkurar fregnir af Rafel syni
sínum, sem var þar i setulið-
inu.
„Eg hefi ekkert um hann
heyrt“, sagði lögreglustjórinn,
„en eg geri ráð fyrir, að hann
hafi særst, þar sem eg liefi eng-
ar fregnir fe'ngið. En til þess að
vita vissu mína ætla e'g að síma
til San José.“ ,
Skrifaði liann þegar skeyti,
sem liann sendi með á stöðina.
Salvador vék ekki frá kon-
unni, hughreysti hana sem be'st
hann mátti, og bað hana bera
þjáningar sínar með hugrekki
— nú væri skamt að bíða, að alt
væri um garð gengið.
Pedro beið hjá hestunum úti
á götunni og var næsta kvíðinn.
Heitt var í veðri og hestarnir
þreytnlegir og niðurrlútir.
Klukkan um tiu kom svar-
skeyti. Lögreglustjórinn var ær-
ið skjálfhendur, er hann opnaði
það. Er hann las það brutust
heiftaryrði af vörum hans.
Menn spruttu á fætur og
spurðu hvað um væri að vera,
Cn lögreglustjórinn sagði ekki
eitt orð, heldur leiddi tengda-
föður sinn inn í annað herbergi.
Þar sagði liann honum formála-
laust, að sonur hans hefði verið
veginn i árásinni á vígið — og
menn ætluðu aö Salvador lækn-
ir væri banamaður hans, en
Salvador þessi væri á flótta úr
landi.
Gamli maðurinn hneig harjjii
lostinn á stól og grét beisklega.
En eftir skamma stund reis
hann á fætur með heift í huga
og þerraði augun, se'm leiftruðu
sem eldrauð glóð.
„Salvador Mareno", sagði
hann. „Því nafni gleymi eg
aldrei.“
„Eg kannast við það,“ sagði
lögreglustjórinn, „hann er ung-
ur læknir, se'm er fyrir skömmu
kominn heim frá Evrópu“.
Ein kvenna þeirra, sem i hús-
inu voru, kom og sagði þau
gleðitiðindi, að hraust svein-
harn hefði fæðst. Þeir skyldi
báðir fá að sjá það, sagði konan,
en tími væri ekki til þess kom-
inn.
Pedro, sem beið áhyggjufull-
ur, hafði varla heyrt tíðindin,
er hann leitaði uppi herra José
og bað hann minna félaga sinn
á, að þeir yrði að hafa hraðan á.
„Segið Don Salvador", sagði
hann i hugsunarleysi, „að eg
biði hans.“
Þegar gamli maðurinn heyrði
þetta nafn nefnt, varð hann æf-
ur af reiði og sagði:
„Don Salvador! Don Salvador
Moreno! Er það nafn læknis-
ins?“
„Já. Sagði hann þér það?“
Herra José svaraði engu, en
gekk að þili, þar sem vopn
héngu. Tók hann rýting einn og
dró úr slíðrum. Frá sér af reiði
gelck liann að dyrum herberg-
isins, þar sem dóttir hans lá.
1 þessum svifum opnuðust
dyrnar.
Dóttir hans lá í rúminu, ná-
föl, en það var liamingjubros
ungrar móður á vörum hennar.
Og j>að var guðleg birta i aug-
um liennar.
Don Salvador, sem liafði
brett upp skyrtuermarnar, var
að lauga barnið, og er hinn
hreldi faðir Rafaels og móður
barnsins sá það, mildaðist hann.
Þessi maður hafði vegið son
hans Rafael — það var vist og
satt -—- en sami maðurinn, er
hafði úthelt blóði sonar hans,
hafði nú bjargað lífi dóttur
hans og barns hennar — og
hætt til frelsi — og ef til vill
fjöri.
Herra José stóð lengi þögull
og horfði inn i stofuna, á bros-
andi móðurina, konurnar önn-
um kafnar og lækninn, sem nú
þrýsti hvitvoðungnum sem
snöggvast að brjósti sér, barn-
unganum litla, sem grét eins
og biðjandi um grið fyrir þann,
sem hafði bjargað lífi hans.
Gamli maðurinn hörfaði aft-
ur og lagði frá sér rýtinginn.
Svo strauk hann hrjúfri hendi
um andlit sér og geklc til lækn-
isins og sagði hásri, titrandi
röddu:
„Don Salvador, eg bið yður
að hverfa á braut sem hraðast,
því að þér eruð í mikilli hættu
staddur í húsi þessu.“
A. Th. þýddi.
Það eru 137 háskólar i Banda-
ríkjunum, og eru flestir þeirra stór-
auÖugar stofnanir. AuÖugasti há-
skólinn er Harvard (104 milj.
doll.), en flesta nemendur hefir
New York háskóli (New York Uni-
versity) eÖa 36.677 nemendur. —
Kennarar eru þar 1902.
Bandarikin eru stundum kölluð
land fagurra fljóta og mikilfeng-
legra brúa. Brýrnar í Bandaríkjun-
um eru samtals 640 enskar mílur
á lengd eÖa eins og frá London til
Bagdad.