Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 1
wmm 1940 Sunnudaginn 17. mavs 11. blað Tildurdrósir og hefðar- konur í skáídskap St Q. Stephanssonar Það tiðkast í öllum áttum bókmentanna, að rithöfundar eru skýrðir og skáldskapur brot- inn til mergjar fyrir almenning. Ekki skyldi alþýða ætla að hénni sé með þessu gert létt undir höfði. Þorri manna sem er hverskonar önnum hlaðinn, getur ekki áttað sig á bókmenta- greinum stuðningslaust, hvorki i voru landi né út i löndum. Þar sem skilgreining bókmenta er á háu stigi, eða i fullum blóma, eru rithöfundarnir brotnir til mergjar og raktar til rótar stefnur þeirra, uppruni og ætt- erni hugmyndanna. Stórskáld- um í útlöndum er sá sómi sýnd- ur, að umsagnir um þau verða of t meiri að vöxtum en ritverk höfundanna sjálfra. Hér í landi er litill sómi sýndur skáldunum að þessu leyti og færist þó held- ur í horfið, eftir því sem þjóð vorri vex fiskur um hrygg, efna- hagslega og andlega. — Stephan G. Stephansson er eitt þeirra skálda vorra, sem þörf er á að skýra. Hann er myrkur í máli og ekki aðlað- andi. Honum er gefin djúpúð fremur en háttsnild og efni sumra kvæða hans er betur til þess fallið, að útlistað sé í sund- urlausu máh en lesið samföstu. Rökræður rimaðar um félags- málefni eru eigi til þess fallnarj' að tungan bregði sér á sund i munnvátni. Eg ætla nú í þetta sinn að gaumgæfa skáldskap St. G. St. að því leyti, sem hann f jallar um tildurkonur annarsvegar, en á hinn bóginn hefðarkonur. — Þessi höfundur bregður ekki á þann leik, að kveða götuvisur. Hann hefir að líkindum litið svo á, að sú ljóðagerð tilheyrði litlu Eftir Guðmund Friðjónson frá Sandi. spámönnunum. Stephan gerir aldrei tilraun til að daðra við tiskuna. Hann er einn þeirra höfunda, sem reynir að hefja upp til sín heyrendur. Aðrir fiska i þvi vatni, að lítillækka sig til þess, er þeir standa jafn- fætis Mgildislýðnum. Á þeim gatnamótum fæðast götuvísurn- ar, sem nú eru að hremma at- hygli eða forvitni þjóðanna, ef athygli skyldi kalla. Stundum eru kynlegar orsak- ir til ritgerða. Það má kalla út- úrdúr frá efninu að segja frá tildrögum að þessari ritsmíð. En þó vil eg drepa á þau. Mér hug- kvæmdist að athuga viðhorf St. G. gagnvart tildurdrösum, þegar eg hafði — af tilviljun — Iesið auglýsingu i reykvisku blaði. Auglýsingin var á þessa leið: Hér geta konur fengið litaðar varir og augabrýr og kinnar —, og fætur mjókkaða — o. s. frv. Mér svelgdist á við þenna lestur og eg saup hveljur. Þetta kom svo flatt upp á mig, að skepnan i landi voru væri tekin til að gera svofelda uppreisn gegn skapara sinum. Mér þótti þörf á að fá bragðbæti í munn- inn og tók til Andvakna St. G. St. Eg stilti svo til, að bókin opn- aðist sjálfkrafa, og upp kom „Hlaðgerður", kvæði með því nafni. Það er háðkvæði um skrautkonu, tyldUrkvendi, stássrófu. — Nafnið mundi vera valið eins og t.. Skarphéðinn í Sólarljóðum, sem Björn Ólsen ætlar að tékna muni skraut- gjarnan mann, veifiskata, mann sem berst mikið á. Þetta kvæði um Hlaðgerði er háðkvæði, hár- fínt, en lætur svo htið yfir sér að þvi leyti, að meðalathygli sést yfir skopið i þvi og neyðarlegu aðferð, sem höfundurinn beith*, meðan hann dregur Hlaðgerði sundur i háðinu. Þá tek eg tíl kvæðisins og ætla eg að gefa það inn i smáskömt- um. i En þvi kom eg heim, að eg örlög þar á og eitt af þeim, Hlaðgerður, var þig að sjá. Því Faxahaus gróf eg í flaginu hér. En feigð veit eg enginn sér þó á mér. þó að við höfum þurft til þess þriðjung úr öld að þekkjast og kveðjast og hittast i kvöld. Sum skáld fara kynlega ein- stigi út af þjóðveginum. Það kalla eg undarlega við brugðið, að fara í einu tássrófukvæði út í þann myrkvið aldanna, • sem Oddur víðförli — Örvar-Oddur — reikaði um fyrir 1000 árum eða þaðan af fyrri. Skáldmær- ingur þessi segist hafa grafið Faxahaus í flaginu hér, háður forlögum sjálfs sin. — Faxa- hausinn þessi á að baki sér langa sögu i Fox*n- aldarsögum Norðurlanda. Svo er sagt, að völva framvés kæmi að Torgum, þar sem fóstri Odds bjó. Hún spáði því um Odd, að hann myndi verða æva- gamall, fara víða um lönd, vinna mörg hervirki en hreppa þann aldurtila að lokum, að haus af hestinum Faxa mundi verða honum að bana þar á Torgum. — Oddur spratt á fætur og laust völvuna á munninn, tók Faxa og drap hann, gróf hræið djúpt i jörð og hlóð að grjóti. Að þvi búnu fór Oddur í víking og á- setti sér að koma aldrei á þessar slóðir framar. En á ellidögum greip hann heimþrá og löngun til að líta æskustöðvarnar. Hann stóðst ekki það mát, og þegar hann gekk um æskustöðv- arnar, þar sem fyrrum hét Berurjóður, sá hann blásinn hestshaus i barði eða flagi. Odd- ur stakk til hans með spjóti sínu. Og þá hröklaðist naðra undan beininu, og hjó Odd í fótinn, spýtti í hann eitri og lyfaði víðförla manninum bana. — Þessi kynlega saga hggur að baki þvi orðatiltæki í kvæði St. G.: „Og Faxhaus gróf eg í flag- inu hér". — Sá sem les eða heyr- ir kvæðið, verður að þekkja sögu Örvar-Odds, til þess að skilja orðaleikinn. Völvan sá fyrir örlög Odds og hann varð að hlýða þeim. Og'í annan stað er St. G. bundinn af örlögum, þegar hann kemur heim til þess að sjá Hlaðgerði. Það er undirskilið, að hann hefir kynst henni í æsku, hefir ætlað að grafa minning hennar djúpt í mold, eins og Oddur gróf Faxa. En hann getur ekki spornað við örlögunum. Á þessurn sjónarhól talar skáldið um og rýnir í móðu at- burðanna, sem vaka og svefn hafa vafið honum um höfuð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.