Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 munnsöfnuði og lét hiö dólgs- legasta. Litla fiðrildið með purpura- vængina slapp nú aftur nauðug- lega þegar síra Samúel strauk hendinni um skallan með á- hyggjusvip. Það var spauglaust að standa nú uppi með þúsund pund af ull og geta ekki þvegið hana, að liafa svo að segja ekki ráð á nokkrum dropa af þessum ómissandi vökva. Sira Samúel minntist þess ekki að hafa lieyrt getið um búskaparáfall af þessu tagi, og kannske átti það sér ekk- ert fordæmi í sögu landsins. Kálfskrattinn að gera manni þetta. Reginbaldina kom nú vafrandi neðan frá læknum, og síra Samúel flúði inn i suður- stofu til þess að grunda i friði. Eldsnemma næsta morgun reið hann úr lilaði til þess að hitta grannkonu sína, Vígdísi á Urðum. Dalalæðan lá ennþá eins og hálfþak yfir innri byggðinni, og grasið silfraði i dögg. Urðir voru lijáleiga frá prestssetrinu, þar sem ekkjan Vígdís bjó með drengjunum sínum. Þau liöfðu verið njágrannar i aldarfjórðung og gjört livort öðru margan greiðann, bæði smáan og stóran. Hann hafði skírt og fermt öll henriár hörn, gift sum og grafið sum, og hin hreinhjartaða bóndakona leit á þetta alt saman sem persónulega velgerninga, er liún aldrei fengi full þakkað né goldið. Hún var hinn dyggasti kirkjusækjandi í sókninni, og allan þann tima sem sira Samúel hafði verið þjónandi, hafði ekk- ert nema sængurlegur eða ann- að álíka aðkallandi hindrað hana í að sækja tiðir. — Trygðatröll! tautaði síra Samúel um leið og hann kom upp á liæðina þaðan sem mátti líta bláhvítan móreykinn stíga lóðrétt upp af grænu þekjunni á Urðarhúsinu. — Nei, nú lield eg hreint að eg sé feig, hrópaði Vigdís um leið og hún kom þjótandi út úr dyr- unum til þess að hjálpa sálu- sorgaranum af baki. — Er nú ekki bara guðsmaðurinn sjálfur kominn í eigin persónU! — Hojá, Vígdís mín, svaraði síra Samúel og blés þungan. Hann hafði nú náð þeim aldri og likamsþyngd, að honum varð nokkuð um að komast af baki og á. — Já, mörg er búmanns- raunin eins og orðskviðurinn segir og enginn veit sína æfina fyr en öll er. — Ja, eg segi nú bara hreint eins og er, að eg skammast mín eins og hundkvikindi fyrir að bjóða prestinum inn í alt þetta béað ekki sen drasl sem liér er, maður er nú svo sem lieldur ekki vanur því, að fá lieldri majtina lieimsóknir og stands- fólk hér að Urðum og síst á þess- um tíma dags — ja hér! — O, blessaðar verið þér ekki að minnast á það, Vigdís mín, þvi hver og einn hefir sinn djöf- ul að draga eins og skrifað stendur — og síra Samúel var þegar kominn inn i miðja bað- stofu og sestur á eitt af liinum óuppbúnu rúmum með þeim hispurslausa alþýðleik sem lion- um var svo eiginlegur. — Nei, þetta er til háborinnar skammar, hélt Vigdís áfram að þusa. — Eg liefi ekki einu sinni komist til þess að hella úr koppunum Iivað þá meir, en hvernig g a t eg líka vitað að sjálfur .... — Kæra Vigdís, þetta eru alt saman guðs gjafir, livað til síns brúks, flýtti presturinn sér að gripa fram í með allan hugann við erindi sitt — og meðan við erum við efnið þá er eg nú kom- inn til þess að vita livort þér get- ið nú ekki hjálpað mér úr mikl- um vanda. — Já, nú er presturinn farinn að draga dár að mér sem von er, galaði nú Vigdis upp og skelti á lærið. Ætti eg nú svo sem að geta orðið prestinum að nokkru liði! Nei, því skal eg nú aldrei trúa þótt guð gæfi að það væri satt. — Blessuð mín, þér hafið oft orðið mér að liði — miklu liði, oft og mörgum sinnum. Þér haf- ið verið góður nágranni, já, ást- rikur nágranni, en meiningin er að tarfskrattinn liann Ólafur hefir velt um koll fyrir mér keitutunnunni, svo nú stend eg uppi vita ráðalaus nema ef þér skylduð .... Vigdís gat ekki þagað lengur: — 0 blessuð skepnan! það er nú varla hægt að ætlast til þess að liann beri skyn á alla hluti, þvi það get eg i sannleika sagt að aldrei hefi eg séð né eignast fall- egri kvígu en þessa tvævetra rauðu sem er dóttir hans og snemmbær að fyrsta kálfi i haust blessunin, enda líkist bún Ólafi föður sínum og allri þeirri ætt já, það veit sá sem alt veit ,. .... nema ef þér skylduð vera aflögufær, tókst nú síra Samúel að skjóta inn í. — Herra trúr! Já, það er nú víst það eina sem við höfum í ríkulegum mæli hér á Urðum, þó lierranum sé svo fyrir þaklc- andi að okkur liefir aldrei vant- að neitt sérstaklega, og eg hefði nú haldið að þetta ullarhár okkar gæti beðið svolitið. Nei, þvi segi eg það enn, það er nú ekki hér eins og hjá prestinum, sem Iiefir þúsund pund að þvo á hverju ári. En þér getið líka spurt drengina mína hvort eg hafi ekki altaf sagt það, að guð útdeilir sínum gjöfum alt eftir verðleik- um og kunnáttu mannanna til þess að fara með þær. Jú, það veit sá sem alt veit, að það liefi eg altaf sagt, og eg á heila tunnu fulla og eg læt drengina koma henni til yðar strax i dag, það vantaði nú bara annað. Nei, aldrei hefði mig dreymt fyrir því að prestsullin ætti það eftir að verða þvegin i Urðarktátunni. En hún skal nú gera sitt gagn samt, því að þóit við höfum ald- rei verið nein stórmenni hér á Urðúm, þá höfum við altaf haft hvíta og góða ull. Það hefir kaupmaðurinn sjálfur sagt. En sú heppni, að eg skyldi baka pönnukökur í gær. Og Vigdis gat ekki stilt sig um að klappa á herðarnar á sálu- sorgaranum um leið og húu skaust út í eldhúsið til þess að hella upp á. Sunnudaginn næstan á eftir talaði síra Samúel um náungans kærleika. Tími uppskerunnar fór nú í hönd, þessi tími sem réði svo miklu um þessa heims af- komu okkar allra, og þvi bæri oss að minnast orðsins: Hjálpið Iiver öðrum að þér megið einnig verða hólpnir.... Vigdís sat með drengjunum sínum i kórnum og brá hvíta klútnum upp að augunum. Þetta var dásamleg ræða lijá honum blessuðum. Það hafði lika ávalt látið henni betur að láta gott af sér leiða heldur en að leita til annara, og hún fann sig sæla í vitundinni um það að liafa getað hlaupið undir bagga með hless- uðum prestinum i vandræðum hans. Seint um kvöldið stóð síra Samúel aftur úti á lilaðinu sínu. Þetta hafði verið dýrðlegur dag- ur og kvöldið var hljótt og frið- sælt. Síra Samúel var snögg- klædur, að því kominn að hátta. Hann ætlaði hara að hvíla hug- ann í hinu fagra útsýni yfir tún- ið, þar sem þúsund pund af hinni skæru og blæfögru ull blöstu við auganu. Það var fög- ur sjón. En uppi á burstinni kúrði heimspekingurinn Jósafat og lygndi augunum til norðurs, þar sem lambaskýin sveimuðu i marglitu skini miðnætursólar- innar eins og liundrað þúsund pund af himneskri ull frá æðra og ríkara heimi. MYNDIN er af Paavo Nurmi og Taisto Máki, sem fóru til Bandarikjanna eftir áramótin og sýndu hlaup viða um landið til þess að vekja samúð með Finnum. — Myndin er tekin á æf- ingu á braut Columbia-háskólans í New York fylki.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.