Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 23.06.1940, Blaðsíða 6
 6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ síðari SífyLoibux (Ssns.cLilctsson: SIGLT INN I ÍSLENSKA VORNÓTT. tt erbergisfélagi minn var Örn Johnson flugmaður. Hann svaf í efri koju. Við áttum ýms sameiginleg áhugamál, sem við reyndum að kryf ja til mergj- ar, er við lágum andvaka í klefa oklcar. Oft spreyttum við okkur á því að finna óbrigðular leiðir til þess að sofna eðlilegum svefni, livenær, sem við vildum og þóttumst þess með þurfa til þess að drepa tímann. Reyndum við til þrautar ýmsar grund- vallarreglur í þeim efnum, t. d. að þykjast telja mislitt sauðfé er stekkur yfir réttarvegg eða ryðst út um þröngar dyr. Eina nóttina hélt eg að Örn hefði sofnað við þessa „fjármennsku“ sína, því að bann bafði ekki bært á sér góða stund. En skyndilega tekur hann snöggt viðbragð í kojunni, svo að brakar í botni og tej’gist á gormi. Síðan kveikti hann ljósið, reis upp við olnboga og spurði í liálf- um bljóðum, hvort eg væri sof- andi. En svo var ekki. Mér böfðu brugðist öll holl ráð til þess að sofna. Nú sagðist Örn ekki nenna þessu lengur. Hann væri þegar búinn að telja yfir 40 þúsund hornóttar ær, uin 20 þús. koll- óttar, auk lamba og hrúta. En alt kæmi fyrir ekki. Eftir þessa mishepnuðu til- raun um að komast í drauma- heima bófust nú með okkur langar rökræður um það, hvern- ig ástandið myndi vera lieima eftir hernámið. — Ilernámið! Hernámið! Hernámið var ótæm- andi umræðuefni, livar sem komið var á skipinu: í vélarúm- inu, kolaboxunum, liásetaklef- unum, eldhúsinu, farþegadekk- inu, og livar sem menn töluðu saman leiddi samtalið ávalt að lokum að hernáminu og ástand- inu heima, og hafði hver sína skoðun á því máli, vissi liver sínu viti og allir litu svo til að sín skýring væri lnn eina rétta. Enginn gat þess nokkru sinni, eða virtist koma það í hug, að hyggilegast mundi að spara ail- ar fullyrðingar, því að lieim- koman ein myndi gefa liið eina óbrigðula svar. Á einni blið liertökunnar höfðum við Örn mikinn áhuga, og sterkasti fylgismaður okkar um borð og sá eini, sem virtist ljá máli okkar eyra var Hinrik Sveinsson, en kenningar okkar hnigu að hernámi íslensku kven- þjóðarinnar og hverjum vörn- um mætti viðkoma svo að til verulegra landvinninga kæmi ekki af hálfu Breta á þessum vigstöðvum Af staðþekkingu og hyggjuviti okkar þóttumst við vita, að landvarnirnar myndu reynast litlar, og sem hugsjóna- menn óraði okkur langt fram í tímann og sáum þar afsprengi breska setuliðsins á íslandi, liina vafasömuslu blóðblöndu til hneklds íýrir hinn hreina, ar- iska kynstofn. Þetta er rétt. Við höfum rætt um þetta oft áður og skipulagt hin lcænustu herbrögð til þess að lcoma í veg fyrir voðann. En í þetta skifti töluðum við okkur upp í hita og um stund er eg viss um, að við gleymdum því báðir, að við vor- um á sjó og áttum átta daga siglingu til næstu hafnar. En við höfum líka fundið ráð, sem myndi duga, og auð- vitað lá það beint við og var auðvelt að framkvæma eins og öll snjöll ráð. Með einni mynda- vél og góðum skilningi lands- stjórnarinnar gætum við komið í veg fyrir óskundan með því að taka myndir, livenær og hvar, sem íslensk stúlka, hverr- ar stéttar sem væi'i, sæist í ein- hverjum þingum við breskan hermann, og birta svo mynd- irnar í blöðunum. Það myndi hrífa. * Svo var það hér sem Titanic sökk. Fyrir 28 árum var veglegasta skip veraldarinnar statt á þess- um slóðum, i fyrstu ferð sinni yfir Atlantshaf. Það rakst á ís- hröngl, ofurlítinn jaka, sem haf ði borist undan veðri og vind- um úr Newfoundlandssundun- um, og varð nú að aldurtila þessu stærsta skipi heimsins. Einhver slök ógæfa virðist hafa vakað yfir för þessa skips, því að á næsta Ieyti var statt annað skip, sem mundi liafa getað bjargað hverju mannslífi ef það hefði aðeins verið loft- skeytamaður þess en ekki stýri- maður, sem brá á sig heyrnar- tólinu og þóttist hlusta, en skyldi ekki, er loftskeytamaður- inn á „Titanic“ sendi út í ljós- vakann sín neyðaróp og bænir um skjóla aðstoð lianda 800 manns, sem ekki var rúm fyrir í björgunarbátunum. Og þelta var um vor í kvöldsól og kyrru veðri, — og aftur var vor, kvöld- sól og lcyrt veður. Nú plægði þessar sömu slóðir kjölur okkar litla, íslenzka sldps og ekki myndi þurfa stóran ísjaka til þess að lcoma því fyrir kattar- nef. I næsta klefa bærðust brúðar- brjóstin ungu, og Rio Ríta svaf. — Allir sváfu nema við. — — —- Gott eiga þeir sem sofa, og ekki kunna að gera sér grein fyrir hættunni á hafinu! Þannig leið þetta kvöld og nóttin uns dagaði á ný. Þá sofn- uðum við loks út af flugvéla- smíðastöðvunum í Kaliforniu. Og um hádegi skilaði svefninn okkur aftur inn í þetta iðju- lausa, tómláta líf, þennan kvelj- andi slæpingshátt farþegans, sem altaf er önnum kafinn við að drepa tímann. -k A sjó eru allir dagar eins. Alla daga sjór á alla vegu, úfinn eða sléttur. — Sömu máf- arnir fljúga í kjölfarinu eða renna sér fram með skipinu og setjast í siglutoppinn, einn og einn. Og ef það eru ekki sömu máfarnir þá bræður þeirra og systur, og alstaðar eru fuglar. Allir fuglar eru eins! Dag eftir dag er sjóndeildarhringurinn sá sami, með sömu þokubökkunum eða lieiðríkjunni, saina sólskin- inu eða súldinni. Og altaf er sama saltihnanin úr golunni. Holt Ioft, en vont. —---- Hjartsláttur vélarinnar, þung- ur og markviss er óbreytilegur frá degi til dags, sama sogið í stimþlunum, sömu stundurnar í átaki skrúfunnar hvernig sem alt veltur. Einu sinni var eg að velta því fyrir mér, livort eg myndi ekki vera auðugasti maður í heimi og gæti keypt frið og ör- yggi til handahverrimanneskju, ef eg ælli eins margar krónur eins og skrúfan í Dettifossi sner- ist marga hringi á leiðinni frá Reykjavík til New York. — En meistari Hallgrímur upplýsti mig síðar um það, að snúnings- tala skrúfunnar væri ekki nema rösk miljón á þessari leið. — Það treystir sér víst enginn til þess að kaupa mannkyninu frið og liamingju fyrir eina miljón króna meðan dollarinn er svona hár! —------ * ð er annars eftirtektarvert hvað farþegar eru að jafn- aði lítið hugkvæmir og andlega ófrjóir á löngum sjóferðum. Fólk, sem annars eru mestu vinnuhestar í landi fara æfinlega í langa sjóferð með þeim ásetn- ingi að gera þetta eða hitt á leið- inni, og jafnvel þó það viti af reynslu fyrri ferða, að úr því verður aldrei neitt — ekki nema sár vonbrigði eftir á, þegar alt er komið í eindaga. Mér finst að hinir hugvits- sömu vísindamenn okkar dá- samlegu tæknialdar ættu að spreyta sig á því að finna upp eitthvert lyf eða einhverja lcraft- geisla, sem magnaði fólk gegn þessari atorkudeyfð í ferðalög- um um liöfin. Það er ekki litill tími ef lagður væri saman, sem starfandi fólk og mikilhæft glatar gjörsamlega vegna þess drunga og liöfgis, sem livílir yfir því í sjóferðum. íslensk farþegaskip sem að ýmsu leyti eru prýðilegum kost- um búin, miðað við stærð, eru ýkja snauð af dægradvalar við- fangsefnum fyrir farþegana. Ráðamenn skipanna leggja sig í framkróka til þess að verða við ýtrustu óskum um mikinn og góðan mat og þægilega af- greiðslu •— en hugsa minna um sálarlíf farþeganna. Bókakostur íslenslcra farþega- skipa er sama og enginn og ætl- aður skipsmönnunum sjálfum, það lílið það er. Eitt taflborð er oftast til á I. farrými, en aldrei nema eitt. Spil getur fólk oftast fengið keypt. — Þó ekki æfin- lega. Þá eru upptalin leikföngin og það sem skipið sjálft leggur af mörkum til sálulijtálpar sjúk- um farþegum. ★ T''Nagarnir liðu. Hjahð um kafbátahættuna fór vax- andi. Svo kom að því einn dag- inn, að björgunarbeltin voru dregin fram og þvegin, farþeg- um sýnt hvernig þeir ættu að spenna þau á sig. — Um kvöldið voru þau borin ofan í klefa og fékk þá liver og einn sitt belti,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.