Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 06.10.1940, Síða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ur stýrisvölinn upp í sand. Þa'ð var nú hans lilutdeild í þessari frækilegu björgun og fanst lion- um það ekki svo lítið afrek i þá daga. Fjögra manna farið og gámli báturinn voru einu fleyturnai', sem þá voru til við fjörðinn. Faðir Helga átti gamla bátinn. Oft hafði hann hreyft því áður, að réttast mundi að liöggva hann niður til eldsneytis. Eftir þennan atburð mintist liann aldrei á það. Á bverju hausti og vori tjargaði liann nú gamla bátinn og dittaði að honum. Bætti jafnvel nýjum borðum í súðina þar sem þess var þörf. Nú liafði verið fisklaust með öllu við f jörðinn í fleiri tugi ára. ' Það var víst togurunum að kenna. Hverfisbændurnir höfðu þvi selt fjögra manna farið og nú var gamli báturinn eina fleytan sem til var þar í firðin- um. J>að voru fleiri en faðir Ileiga, sem tóku dálæti við gamla bát- inn eftir þennan atburð. Oft sá Helgi ekkjuna lians Þorgeirs í Bitru, staðnæmast við naustið og strjúka ástúðlega um kinn- ung hans, þegar hún var að þangtínslu út með fjörunni. Hún var þó ekki þann veg skapi farin, konan sú, að hún gerði gælur við hvað sem var. Og þegar faðir Helga lá bana- leguna sagði liann einu sinni við son sinn: — Hugsaðu vel um gamla bátinn, Helgi minn. Það er happafleyta. Hver veit nema hann eigi enn eftir að verða ein- hverjum héðan úr liverfinu til bjargar, þó togaraskrattai’nir séu búnir að ganga svo frá, að héðan verði ekki róið til fiskjar framar...... Helgi stóð upp af nausts- kampinn og gekk að bátnum. Fram að þessu hafði liann orðið við tilmælum föður síns og svo myndi einnig verða framvegis, hvað sem svo Sveinbjörg segði. Hann gekk að gamla bátnum og strauk stefni hans eins og hann vildi fullvissa liann um trygð sína. Það skyldi verða dittað að honum í haust eins og undan- farin haust og lxann skyldi verða * tjargaður. Ef til vill yrðu lika einhver ráð með að bæta nýjum boi'ðbút í súð lians, þar sem húu var mest tekin að rifna. Hann leit alls ekki svo illa út, gamli bátui'inn. Hann var sennilega sjófær enn .... engin frágangs- sök að skjótast á honum út í liólmana, svona í eingóðu. Nei, það skyldi líða á löngu þar til hann yrði höggvinn i eldinn. ... Það lxlaut líka að vera mesta bölvað fjas í henni Sveinbjörgu, þetta með eldiviðinn. Ekki var það öðruvisi mór eða þurrara þang, sem þær höfðu lil að brenna, konurnar á liinum bæjunum í hverfinu og þetta létu þær sig hafa. . .. En leiðin- legt var þelta sífelda nudd og jag í henjii Sveinbjöi'gu .... já, það var það. — Leiðinlegt og þreytandi...... Helgi var í þann veginn að leggja af stað niður frá naust- inu, þegar honum flaug skyndi- lega ráð i hug. Honum vai'ð svo lxverft við liugsun sina, að hann nam staðar, tók ósjálfrátt vettl- ingana af liöndum sér og fór að föndra við skegghýnnginn á liökunni. Þannig stóð liann nokkra stund. Þetta var i raun- inni skrambi djax'f t og Ilelgi var svo óvanur að liugsa djarfar hugsanir, að hann varð að hafa nokkurn tíma til að átta sig á því. Hann gekk aftur upp að naustinu og settist á kampinn. Því ekki það, þá myndi hann kannske losna við alt ótætis ekki sen jagið og nuddið. Aftur stóð liann á fætur og gekk að gamla bátnum og at- hligaði hann nú með meiri ná- kvæmni en nokkru sinni áður. ... .1 Jú, það var ekki minsti vafi á að liann gæti flotið út að skerjunum og aftur til lands .. Og því þá ekki .... já, þvi þá ekki..... Helgi var léttur i spori þegar hann gekk út með fjörunni til að gæta að kindunum. Við og við bi'osti hann í kamp. Hvað skildi Sveinbjörg segja, þegar hann í kvöld, tilkynti lxenni svona ofboð hxegt og rólega, að hann hefði ákveðið að höggva gamla hátiixn i eldinn einhvern tíma á næstunni........ Svona, þegar hann mætti vera að....... Sveinbjöi'g var uppi við fjár- hús að kljúfa skán. Það veitli ekki af þvi að ein- lxver lxugsaði um eldiviðinn. . . Sveinbjörg var sí og æ að hugsa uixi eldiviðinn, tala um eldivið- inn og nostra við eldiviðinn. Og svo var hún einnig sí og æ, ó- ánægð yfir eldiviðnum.......... Ekki liafði Helgi enn komið því í verk, að höggva niður gamla bátinn. Það hefði þó ekki verið vanþörf á að fá nokkrar spýtur í eklinn núna, þegar engu var að brenna, nema gömlu mórofi og blautri skán. En Helgi var allan daginn að dunstra við þessar rolluskjátur..... Það var þó mikið að liann skildi loks vera farinn að viðurkenna, hversu heimskulegt og vitlaust það væri, að vera að tjóka upp ó þetta^bátskrifli .... já, að vera jafnvel að ditta að honum. Til livers var að eiga bát, fyrst ald- rei fékst fiskbranda úr fix'ðin- um......Og þó þessi bátlijallur hefði einhverntíma orðið til þess að hjarga nokkurum manns- lífum, þá var það ekki nema hreinn og klár barnaskapurinn að vera að láta dauðan hlutinn njóla þess. Hún var nú ekkert bneigð til smámunalegrar til- finningasemi, hún Sveinbjörg. .... Það var eldiviðurinn, sem hún var altaf fyrst og fremst að hugsa um. Sveinbjöi-g rétti úr séi', strauk hendi um balc sér og stundi. Hún var orðin svo mikill ræfill i bak- inu ujxp á síðkastið. Það var svo sem ekki að undra þó hún findi einliverntima til í því. Þeir voru ekki svo fáir mó og þangpok- arnir, sem hún var búin að bera á þvi um dagana........ En sá blessaður þurkur i dag. Það kom sér líka upp á skánina..... Hvað var nú eiginlega þetta..... Sveinbjörg hætti skyndilega eldiviðarhugleiðingum sínum og tók að hlusta. Var ekki einhver að kalla, þarna út með fjörunni .... Hún hélt andanum niðri. .... Jú, það var einhver að kalla.....Gott ef ekki var ver- ið að kalla á hjálp...... Hún lilustaði betur....Jú, það var einhver að kalla á hjálp..... Sveinbjörg brá við og tók á rás niður fjárhúsbrekkuna og út fjörubakkana í áttina á köll- in. Þegar lxún kom á móts við naustið, nam liún staðar, sem snöggvast. Hún var óvön hröð- um hlaupum nú orðið og mædd- ist því fljótt, þó undan brekku væi’i að sækja. Hún lilustaði en heyrði í fyrstunni ekkert nema hjartslátt sinn og andardrátt. En brátt rénaði þó mesta mæðin og nú greindi liún köllin á ný .... Hún þekti röddina. — Guð minn góður.......Það var Helgi og enginn annar, senx var að kalla..... Og aftur tólc Sveinhjöi'g á rós og fór nú enn liraðara en fyr. Óttinn og örvæntingin léðu henni nýjan þrótt. Þegar liún kom út á móts við Kviarsteina, heyrði hún köllin hljóma liliðhalt til sín .... frá sjó. Hún nam staðai', skygði hönd fyrir augu og horfði út á fjöi'ðinn. Innan skamms kom hún auga á Helga. Hann stóð á örlítilli steinnibbu, er stóð upp úr sjó alllangt undaii landi. Sveinbjöi’g þekti þessa nibbu. Hún var á hæsta odda eins af ystu skei’junum, sem gengt var út í um stórsli-aumsfjöru. Nú var þessi steinnybba það eina af því, sem náði upp yfir vatns- borðið og enn var þó ekki nema tæplega liálffallið að......... Sveinbjörg þorði ekki að hugsa .... liún fann til svima yfir höfðinu og máttleysis fyrir hjartanu. Aldrei fyr liafði liún fundið, liversu vænt lienni þótti um Helga Halldórsson. Nú kom Helgi auga á konu sína. Hann brá höndum að munni sér og kallaði til hennar: — Þú verður að stökkva út aö Hjáleigunni, Sveinbjöi'g og fá karlmennina til að setja fram gamla bátinn....... Rödd Helga vakti Sveinbjörgu af örvæntingardvalanum .... Gamli bátui’inn .... orðin liljómuðu um liuga liennar eins- og frelsandi gleðiboðskapur. — Já .... kallaði liún til svai’s, svo hátt, sem rómur hennar leyfði. Og aftur tók hiiu til fótanna og var nú léttara um Iilaujxin en nokkru sinni fyr. .... Gamli báturinn .... garnli báturinn...... Helgi Halldórsson lá uppi í í'úmi sínu með tvær yfirsængur og þykt brekán ofan á sér. Hann var nýbúinn að renna lir þi'iðja boílanum af bi’enn- heitu, lútstei'ku lcaffi, með ör- litlu tári af gömlu einiberja- brennivíni. Honum leið ekkert sérlega illa .... eiginlega lei'ð lionum hetur en liann mundi til að sér hefði liðið nokkru sinni áður. Að vísu kendi liann enn nokkurs hrolls, en það var ekki svo einkennilegt, þó liann fyndi til einhvers kulda eftir að hafa staðið hálfan annan tíma í sjó .... já, sjórinn hafði meira að segja tekið honum upp undir hendur, síðasta stundarfjórð- unginn, sem liann dvaldi þarna á skerinu. Enn einu sinni liafði gamla bátnum- verið hrint á flot, til að bjarga mannslifi......Enn einu sinni liafði hann sýnt og sannað hvílík happafleyta hann var. Nú stóð liann aftur í naustinu, sjó- blautur að utan og innan. Ekki hvað minst að innan, því sjór- inn hafði streymt inn með hverju borði. En það fór þó eins og Helgi Halldórsson gerði náð fyrir .... Gamli bátui'inn flaut út að skerjunum og aftur til lands. Og nú mundi hann fá að standa óáreittur í naustinu um langan tíma. Að minsta kosti svo lengi, sem þau Helgi og Sveinbjörg lifðu. Því liafði Sveinbjörg heitið upp úr eins manns hljóði, þegar liún færði Helga þriðja kaffibollann. Helgi fann lxitann sti’eyma út í lxörund sitt. Hann svitnaði . .

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.