Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Tjaldið fellur. Leikhúsgestir klappa svo, að veggirnir liristast og skjálfa, en Walter fer inn á leiksviðið á- samt öðrum meðleikurum, og til þess að engan skuli gruna neitt, gengur hann til Jóakims, tekur í liönd ha'ns og segir: — Þú ert dásamlegur leikari, þér hefir aldrei tekizt betur en nú. Hann verður að stilla sig um að hlæja ekki og syngja af á- nægju. Loksins var haníi laus við versta óvin sinn, og fram- vegis gat María verið óhult, þó liún væri ein lieima. Litla góða og trygga konan hans. En gleði Walters er skamm- vinn. Hinn „myrti“ stendur á fætur og segir brosandi: — Þakka þér fyrir, Walter minn.-------- En hvað er þetta maður, ertu veikur, þú ert ná- fölur? — Nei, nei, stamar Walter og herðir sig upp, því nú er tjaldið aftur dregið frá og leik- Stjörnurnar í Bandaríkjunum eru alltaf að finna upp á hinu og þessu, til þess að vekja at- hygli á sér. Þegar söngkonan Lily Pons var í Florida í haust, gekk liún oft með hatt þann, sem hún ber á myndinni. Hann er í laginu eins og ldnverskt bænhús — éða brúðkaupskaka. Rannveig Schmidt: Sundurlausir þankar endur eru hylltir með endurnýj- uðu lófaklappi. Eins og í leiðslu gengur Walt- er út af leiksviðinu og í áttina til búningsherbergisins. Hann mætir símastúlkunni, sem seg- ir: — Konan yðar hringdi áðan, en ég gat ekki náð í yður, því að þér voruð inni á leiksviðinu. Hún biður yður að koma strax lieim, þvi drengurinn yðar hafi orðið fyprir skoti. Hann hefir verið fluttur á sjúkrahús, en læknirinn telur að hann sé ekki í lífsliættu. Walter kennir svima, en Jóa- kim, sem liafði heyrt síðustu orð stúlkunnar, hrópar: — Hamingjan hjálpi okkur! Hvernig getur staðið á þessu? Hann kom einmitt hingað rétt áður en sýning hófst og vildi fá að vera hérna og horfa á, en ég hringdi á bíl og sendi hann heim. En af því Harry litli var mjög sorgmæddur, gaf ég hon- um gömlu skammbyssuna mína, ég keypti mér nefnilega nýja í dag. Hann varð mjög glaður og sagðist ætla að æfa sig á hlutverki mínu strax og liann kæmi heim. Þú manst, að við lofuðum honum einu sinni að horfa á æfingu, og hann varð svo ákaflega hrifinn af síðasta þætti. Walter þoldi ekld meira, — hann hné meðvitundarlaus í fang versta óvinar síns. Betlarinn: Já, eg má muna tvenna tímana, madama góð, því að sú var tíSin, að eg var efnaSur maður, átti þak yfir höfuðið, pen- inga í banka, vini í öllum áttum og stæröar-bú. En nú er allt farið, ekki tangur né tetur eftir af neinu, sem nokkurs er urn vert, jafnvel hundinn og köttinn hefi eg mist og ekkert er eftir — nema æran og konan! — Eg get þetta ekki, sagöi pilt- urinn — ekki meS nokkuru lifandi móti. — Láttu mig ekki heyra þetta, svaraSi faSir hans. Veistu það ekki, drengur, að Napoleon mikli sagði: Orðin „eg get ekki“ eru eintóm vitleysa, því að maöurinn getur allt. — En það mont, sagði strákur. Mér þætti gaman að vita, hvernig hann hefði farið að því, að kveikja á eldspýtu með því að dýfa henni í vatn! Hvað er að tarna, maður! Ertu kominn með hring einu sinni enn? — Ó-já, ekki ber á öðru! Eg býst nefnilega við, skal eg segja þér, að rekast á fyrstu konurnar mínar, tvær eða þrjár, á dansleikn- um í kveld, og svo datt mér í hug að sýna þeim, að eg er ekki alveg genginn úr móð hjá kvenfólkinu ennþá! Sinn er siður í landi liverju. .... Kurleisi í Bandaríkjunum er nokkuð frábrugðin kurteisi í Norðurálfunni.....Ég er enn ekki búin að venja mig við, að enginn segir: „gerið þér svo vel“, þegar hann réttir eitthvað, .... og að amerískir karlmenn rétt aðeins lyfta hattinum lítið eitt, ef þeir mæta konu, sem þeir þeklcja á götunni, .... og að enginn karlmaður tekur ofan fyrir öðrum karlmanni, (ef hann gerði það, mundi hann hreint og beint vera álitinn ekki með öllum mjalla!) .... En enginn ameríkumaður situr, ef kona er í sömu stofu og stend- ur, og enginn karlmaður lætur konu setjast að borðum með sér án þess að hjálpa henni til sæt- is, með því að ýta stólnum und- ir hana....Skrítið var það í fyrstu, að koma hér í búðir, og afgreiðslustúlkan kallaði allar konur „gæzlcu“ og „góðu“, þótt hún hefði þær aldrei fyrr aug- um litið .... eða ef ég ólc of hart í bíl og lögregluþjónn stanzaði mig og sagði: „hvað liggur þér á, systir!“ .... Ó- gleymanlegur er mér svipurinn á þrem ungum Dönum, sem ný- komnir voru að heiman, þar sem þeir höfðu verið liðsfor- ingjar í hernum, er þeir komu inn í matsölustað i New York í fjTrsta sinn og þjónninn sagði við þá: „Hvað er ykkur á hönd- um, drengir mínir“ .... Flest- ir liér nota hnífinn, er þeir borða fisk, sem er nærri „dauðgsök“ í Norðurálfunni .. . . og meðan við tölum um borðsiði og mat, hér þykir maís (corn) ákaflega ljúffengur rétt- ur, en í Norðurálfunni eru það bara kýrnar, sem borða mais, .... ég er annars að velta því fyrir mér, hvort betra er, mais eða riklingur .. get ekki kom- izt að neinni niðurstöðu, því það eru meira en 15 ár síðan ég borðaði rikling, en háðir réttir eiga það sameiginlegt, að þeir eru borðaðir „,með fingr- unum“......Fólk hér, sem eng- inn pundi gruna um slika ó- svinnu, stangar tennurnar með sýnilegri ánægju og framúr- sþarandi úthaldi eftir hverja máltíð.....Óþarfi er að of- reyna skynsemina, þegar mað- ur talar við ameríkumann .... bara byrja að tala um bílinn hans, og hann er í essinu sínu. .... Þetta er nú ekki allslcostar rétt, því eg hefi talað við marga gáfaða og hámenntaða Ame- ríkumenn, sem leiðist að tala um bíla! .... Þegar Ameríku- maður segir, að einhver sé ■ „þétlur“, þá meinar hann, áð maðurinn sé annaðhvort kennd- ur eða nízkur...... Fyndinn landi sagði við mig á árunum, að aðalgallinn á íslendingum væri sá, að þeir kynnu ekki að láta tappa í flösku...Ame- rikumenn líjkjast Islenchngum að því leyti, að þeir kæra sig bara um sterlca drykki og kunna ekki að meta vin....Af Norðurlandamönnum held ég að Danir séu mestir hófsmenn við drykkju..... Minnisstætt á ýmsan hátt: Þegar Jóhann Sigurjónsson las „Lyga-Mörð“ upphátt kvöld- stund eina í vinahópi í Kaup- mannhöfn......Á heimleið frá Danmörku á Gullfossi eitt sum- ar, söngur frá morgni til kvölds, góðir söngmenn og Sveinbjörn Sveinbjörnsson stjórnaði söngnum.....íslend- ingurinn, sem lieimsótti mig í San Francisco og heilsaði mér með orðunum: „langamma þín og langamma mín voru systur“ (langömmurnar voru Rannveig og Kristín, systur Bjarna Thorarensen).....Þeg- ar ég átti að segja nokkur orð um dönsku skáldkonuna frú Thit Jensen á undan fyr- irlestri, sem hún hélt í Nor- ræna klúbbnum í háskóla Cali- forníiu í Berkeley, fór upp á ræðupallinn og gat ekki með nokkuru móti munað nafn frú- arinnar.....Ilrifningin á and- liti Kjarvals, þegar Sigfús frá Ilöfnum las Bragarbót Matthí- asar upphátt fyrir okkur — og gerði það slcínandi vel, — en Kjarval heyrði þá kvæðið í fyrsta sinn.....Á Lögbergi, mörg í hóp, í rigningu — og einhvernveginn býst maður allt- af við sólskini á Lögbergi — en Ragnar Kvaran var svo fynd- inn og andrikur, að við gleymd- um rigningunni..... Great Falls, Montana, 1. sept. 1940. Aldurinn var leyndarmál. Kona ein í borginni Tampa í Florida sótti um ökuleyfi. Hún var spurð um aldur, en vildi ekki segja, hva'S hún væri gömul. Þá var henni sagt, aS ef hún vildi ekki segja til aldurs síns, gæti hún ekki fengiS ökuleyfiö. „Þá vil eg þaS ekki,“ svaraSi hún, og þar viö sat.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.