Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Hvar seni loftvarnabyssur eru á Bretlandi eru lika menn, sem hafa það starf, að reikna út liæð og hraða þeirra flugvéla, sem eru að gera árás. Hér sjást menn, sem hafa þetta starf með höndum. sem skoða átti, Iaugardaginn þann 19. júlí, og fór Benedikt með mér þangað. Jökulsá á Fjöllum. rennur um Axarfjörðinn til sjávar og hefir myndað þarna stóra sanda af framburði sínum, mikla að viðáttu og enginn veit hvedjúpa. Þarna veltur hún kohnórauð, og hleður undir sig eins og jök- ulárnar í Fljótshlíð hér syðra og niyndar farvegi hér og þar sem hún byltir sér í til skiptis, nokkra áratugi hér, aðra ára- tugi þar. En óreið mun hún vera allslaðar. Fyrir nokkrum áratugum lá hún í farvegi á milli Bakka og Skóga og heitir sá farvegur enn Jökulsá, en i honum er nú aðeins lítið vatn. En aðalvatnsmagn árinnar hljóp þá í gamlan farveg hjá Bakka og liggur þar enn.og er nú kallað Bakkahlaup. Um 4 km. frá bænum Bakka var þá heit laug, en hún var víst held- ur vatnslítil. Nú hefir Bakka- hlaup tekið hana af. En þarna í nám,unda við, þar sem laugin var, er víðáttumikið hitasvæði, sem heita má að sé lítt rann- sakað og fáir munu hafa um vitað og hefir þess ekki verið víða getið. En menn i nærsveit- unum hafa um það vitað, og liin síðari ár hafa þeir hagnýtt sér það til kartöfluræktar, því það kom i ljós, að kartöflur frusu þar mun síður en annars- staðar, á hinu kalda landi. Eru þarna nú allstórir kartöfluakr- ar og mun þó síðar verða meira. Hitinn þarna er ekki hár, en hvar sem grafið er niður að grunnvatni, er það svo heitt, að tæplega verður haldið hendi niðri i þvi, eða ekki. Kunnugir telja, að svona sé það á 50—100 hektara svæði og mætti minna gagn gera. Er slíkur mildur jarðhiti afar mikils verður fyrir hverskonar garðyrkju. En ó- kostir þessa svæðis eru, hve það er afskekt, skjóllaust og afar sendið, leir virðist ekki vera þar til. Vestan vert er Jökla, og brýt- ur hún. heita landið, en að ausl- an er Sandá og er þar oft sund- vatn, svo að mjög eru óhægar samgöngur við hitasvæðið. Er hér ekki staður til að gera nán- ari grein fyrir hitasvæði þessu frá- sjónarmiði ræktunar, en vænta má, að það verði stór- þýðingarmikið fyrir sveitir við Axarfjörð í framtíðinni. Bene- dikt á Þvei’á hefir ritað um hita- •svæði þetta í blað Kaupfélags N.-Þingeyinga, og þó sumym þar nyrðra þyki vonir Benedikts máske nokkuð loftkastala- kenndar, þá má vera að í veru- leikanum verði farið fram úr jþejjm, ) ókominni tíð, þegar menn læra að sigrast á örðug- leikunum og draga úr ókostum. Nú voru þarna sæmilega vaxnar kartöflur, svo að gjör- legt var að taka upp sumstaðar, eftir fáa daga — með tilliti til hins háa vei'ðs á kartöflunum. Mun eg gera grein fyrir athug- unum okkar Benedikts á þessu hitasvæði annarsstaðar, síðar. En stórkostleg hlýtur sú hitauppspretta að vera, sem liit- ar vatn, sem stendur kyrrt á þessu víðáttumikla svæði upp í 40—50°. Er þarna stærsti hver landsins undir? Því verður víst ekki svarað. Á Bakka fengum við góða hressingu hjá Gunnlaugi bónda, sem var’með okkur við Bakka- hlaup og þau hjónin fvlgdu okkur út að hinum gamla far- vegi Jökidsár og Benedikt fer með mig um hlaðið í Skógum til að sýna mér hinn myndar- lega trjágarð, sem Gunnar bóndi, er bjó þar um langt skeið gróðursetti þar fyrir um 20 ár- um. Eru þau nú slór og fögur. Enn annars eru engin tré á þessum slóðum, cnda þótt ör- nefni eins og Skógar og Skóg- areyrar bendi lil hvernig þar hafi verið fyrrum. Á austursandinum —- austan Jökulsárfarvegs, eru 4 bæir. Þar komum við að Ærlækjarseli, til .Tóns bónda Björnssonar. Erind- "ið er að lita á jarðhitasvæði i hans landareign, út við lón hjá ströndinni. Hitasvæði þessi hefi eg ekki heyrt getið um áður. En þetta er þar sem landið er lægsf, og teppist í afrennsli lón- anna; verður þarna stundum metersdjúpt vatn. Hiti vatnsins þarna er mun meiri en í Bakka- tdaupssvæðinu, en víðáttan víst mildu minni, og vegna þess, hve landið er lágt og stundum undir vatni, virðist mér ógjörlegt að hagnýta hitann. Trúað gæti eg að fleiri hitasvæði væru á þess- um stöðvum, ef vel væri leitað. Fráeinu sagði Jón bóndi mér, sem mér þykir frásagnarvert, og gæti máske fengið þýðingu fyrir aðra en hann. Á bæjunum á sandinum eru vatnsból slæm, aðeins jökulskólp til neyzlu. Ó- gjörlegt að grafa brunna í laus- um sandinum. Vestur-Islending- ur kom til Jóns fyrir fáum ár- um og sagði, að aðstaða til vatnsöflunar væri þarna mjög svipuð og hjá sér í Ameríku. Þar reka þeir pípur með sér- stökum oddi, með vandlega gerðuni síum, niður í jörðina og dæla siðan vatninu upp. Úl- vegaði hann Jóni þar til gerðan pípuödd og nú fór liann að bora honum niður. Hann varð að skrúfa pípu við pípu og niður gengu. þær, því þarna virðist Iireinn og smágerður sandur, en ekkert vatn kom, aðeins jölcul- skólp. En þegar komið var 1<S metra niður þá gaf dælan hrein- asta og tærasta vatn og það voru mikil umskipti frá því sem áður var og telur Jón þetta eitt mesta ha,pp, sem fyrir gat komið á hænum. Vatnsleysi er illþolandi, vont vatn er óþol- andi. Viða í Kelduhverfi er illl um vatn og a einum bænum er ekkert vatnsból og verður því að sækja vatn daglega til næsta bæjar. .Tón i Ærlækjarseli bauð okk- ur kvöldverð og þar var á borði, ásamt öðru góðu, harðfiskur, og þóttist eg ekki betri bragðað hafa. Han var úr Grímsey. Margar tilraunir gerði Jón bóndi til að fá okkur Benedikt til að setjast að í Ærlækjarseli yfir nóttina. En þar urðum við þó að neita góðu boði. Vorum við nú allnærri Núpi, þar sem kona mín dvaldi, meðan við vorum í Axarfirði, lijá Guð- mundi bónda Kristjánssyni, en áin var á milli. Þar neðra eru sandbleytur og auk þess sund- vatn, og ekki mun Benedikt á Þverá hafa þótt álitlegt að leggja mig i svoleiðis drasl. Fór hann því með mig upp á Vest- urhúsavað, sömu leið og við höfðum farið um morguninn, en það er langur krókur. En fagurt var þaðan að liorfa yfir Axarfjörðinn, síðkveklis, svo að ekki mun sá því gleyma, er eftir því tekur. Ilin sendna jörð er allvel gró- in og það er grávíðirinn, sem gefur landinu svip með sinum silfruðu blöðum. Eg minnist ekki að hafa séð stórvaxnari gráviði annarsstaðar en í sand- græðslugirðingunni, sem við riðum lengi fram með. Þar má líta, og það glöggt, liin undur- samlegu áhrif friðunarinnar á náttúruna. Silfurvíðirinn er viða meir, en mannhæð þar sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.