Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 22.02.1942, Síða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ kynslóð eftir kynslóð, í þúsund ár. Til þess liefir þurft óþrjót- andi elju, mannrænu og lifsdáð. Hin stórfenglega tign dalsins hefir skapað börnum sínum hyggindi og þrótt. Þarna er Hraun, þar sem skáld skáldanna er borið og barnfætt. Lélegt prestssetur og magurt brauð hefir Hraun ver- ið, á veraldlega vísu. Enginn dalur á íslandi, annar en þessi. hefði getað alið slikan lista- mann. Hvar sem Jónas Hall- grímsson hefði fæðst annars- staðar, hlaut hann að deyja sem ungbarn. Öllum þeim fjölskrúðugu innri töfrum dalsins er aðeins snerta sálarsjónir mannanna, er tilgangslaust að lýsa. Ekki af þvi að til þess skorti orð á íslenzku máli, heldur af hinu, að þá væri haldið, að maður væri farinn að skálda. Sá mikli ókostur fylgir íslenzkum skáklum, að ef þau eru skáld, eru þau ekki talin skáld fyrr en þau eru komin undir græna torfu. Þá má ekki svo mikið sem leiðrétta prent- villur í kveðskap þeirra. Fróðlegt væri að spyrja for- mann Menntamálaráðs, sem ný- skeð hefir sjálfur gefið út Ijóð Jónasar Hallgi'ímssonar í ó- vandaðri útgáfu með lieimsku- Iegum Fífilbrekkuformála, hverskonar „hvalur“ það væri, — sem „bárur brjóta á sandi“? Er það ætur livalur eða illhveli? Eða er það náhvalur, sem „hverfur úr katli“, eins og Jón Guðmundsson „lærði“ orðaði það? Og hvernig er hvalurinn brotinn? Er hann hálsbrotinn eða hryggbrolinn? Meira af „Ijótleik“ unr skáldskap Jónas- ar heitins Hallgrímssonar er hægt að finna í þessari nýju út- gáfu Ráðsins. En öll hefir útgáf- an einkenni smjaðrarans, sem hefir sætleik hunangsins á tungu sinni, en eitur öfundarinnar í hjartanu. Væri það mikil þökk alþjóðar ef Menntamálaráð vildi stöðva útgáfu hóka sinna, ])ó ekki væri nema eitt ár, en láta i þess stað reisa kamra á helztu áningastöðum bifreiða i hraðferðum milli landsfjórð- unga. Og ef einhver afgangur yrði, mætti verja því í ælupoka, því fólk verður hílveikt engu síður en sjóveikt. Mundi þá Ráðið ávinna sér þökk og virð- ingu í stað þess niðurgangs, sem nú er. Þeir, sem ekki hafa fund- ið markmið og leiðir gætu þá staðnæmst þar og skrifað nöfn sin á veggina. Ofl her svo við, að fleiri bifreiðar koma sam- tímis í áningarstað, og aðeins eitt eða ekkert salerni fyrir i marga tugi manna, konur, karla og börn. Lýsir þetta hinni hróp- legustu ómenningu og skræl- ingjaskap, og verður ekki bætt með bókaútgáfu Menntamála- ráðs. „Það er ekki svo gott; að hægt sé að sk. .. . sig á þessum andskota“! eins og bóndi einn „í hinum dreifðu byggðum landsins“ komst að orði um bækur tláðsins. Og nú vorum við komnir í Bakkasel. 6. október: Mánudagur. Með því matvælaskömmtun- arseðlarnir frá siðasta tímahili voru úr gildi gengnir nú um mánaðamótin, lét eg vera mitt fyrsta verk, að afloknum mið- degisverði, að labba út með gamla stofninn minn, leita uppi Skömmtunarskrifstofu ríkisins og fá mér „fríheit“ til ársloka. Fyrst fór eg á lögreglustöðina og spurðist fyrir hvar úthlutun- ar- eða Skömmtunarskrifstofa ríkisins væri. Á varðstofu lög- reglunnar voru þjónar réttvis- innar ekki á eitt sáttir hvar stofnun þessi væri niðurkomin, einn sagði liana vera i Góðtempl- arahúsinu, annar i Tryggvagötu 28, og lenti i orðaskaki milli þeirra út af þessu, báðir vildu greiða fyrir mér eftir föngum. Ákvað eg því að fara eftir ráð- um beggja og snéri mér fyrst að Góðtemplarahúsinu. Þar stóðu opnar dyr og rambaði eg inn i ganginn, fann engan mann, en allt var fullt af reyk. Hugði eg að kviknað væri í húsinu og stökk að næsta brunaboða, en hikaði við að brjóta rúðuna, „Misnotkun liengt“ stóð þar letr- að skýrum stöfum. Sneri því aft- ur til að kanna betur reykinn, og var hann engu minni, en mér fannst lyktin líkust því, sem ver- ið væri að svíða svið eða svæla ullartuskur, en fann hvergi upp- tök eldsins í fatageymslunni eða þeim hei'hergjum, er opin voru. Huggaði eg mig við það, að lik- lega væri verið að svíða svið ein- hversstaðar í húsinu, en áður vissi eg til, að sá verknaður var alloft framinn í tugtliúsinu, en nú voru templarar að missa at- vinnuna, vegna brénnivínsleysis, og milli beggja þessara stofn- ana er hreiður og góður vegur. Þessu næst var ferðinni heit- ið niður í Tryggvagölu, grun- aði að hún mundi enpþá vera á sínum stað, og reyndist það rétt. En nú var eftir að finna hið rélta Eina. Eg gekk götuna aftur og fram, frá einum enda til annars, en fann hvergi nokkurt liús- númef og ekkert'nafn af nokkru tagi er henti til opinberrar stofn- unar, Iagði ])ó liöfuð á bak aftur og mændi upp í livern glugga og skygndist inn í hvert port, en allt kom fyrir ekki. 1 einu skoti hitti eg krakka, sem léku sér með notaðar gúmmivörur, sem þau kváðust hafa fundið, og voru að blása út og sprengja. Eg varaði þau við þessum ó- þokka, en þau kváðust þeldcja strák, sem ætti voða mikið af svona blöðrum, sem hann hefði fundið á götunni og í fjörunni. Eg rengdi þau ekkert, þvi mað- ur gengur svo varla nokkur skref, að rekast á slíkar vör- ur, livar sem litið er: undir gluggum, í húsagörðum, á gang- stígum og í göturæsum. En eklc- ert vissu hörnin um „Skömmt- unarskrifstofu ríkisins“. Eg reyndi að þreifa fyrir mér, eftir því, frá hvaða enda gatan byrj- aði. En jafnvel þar var eg engu nær. Eftir nafnskiltunum að dæma ætti Tryggvagata að byrja frá austri, við Kalkofnsveg, ef lesið er eftir vestrænni stafsetn- ingu. En eg liafði það einhvern- veginn á tilfinningunni, að skilt- in sneru öfugt og gatan ætti að hyrja frá vestri. Þó verð eg að játa, að eg komst þar að engri niðurstöðu, og enginn, sem eg hitti að niáli, vissi hvort Tryggvagata hyrjaði frá austri eða vestri, jafnvel ekki sendi- sveinar af hezlu tegund. Eg fór til Þorsteins Kjarval, sem stóð á planinu fyrir ofan gömlu stein- bryggjuna og seldi vindherta þorskhausa, ásamt öðru þjóð- legu harðæti, og aðspurði hann, hvort Tryggvagata hyrjaði frá austri eða vestri, en hann lieyrði ekki og hélt að eg væri að panta hjá sér hákarl, sagðist hafa hann hræódýran, á sjö krónur og fimmtíu aura kílóið, enda ekki hrjálegasta tegund. Eg kvaðst aldrei lcaupa hákarl í kílóatali, því nú var að koma í mig gikk- ur, og hað liann urn, eitt tonn fyrir sjö þúsund og fimm hundr- uð krónur, en hann mátti ekki missa svo mikið, og fór eg það- an hákarlslaus. Þá skundaði eg inn í veitingastofu og bað um ósvikinn „Bajer“ og kom frammistöðustúlka með pilsner og glas, en eg heimtaði bjór, og krafðist þess, að flaskan yrði LOFTÁRÁS Á ROTTERDAM. Brezku flugvélarnar fljúga svo lágt, að lítil hpetta er á, að sprengjurnar hæfi ekjd Qg flugmenn- irnir geta hæglega virt fyrir sér tjónið, sem þeir valda.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.