Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ orsökin, og ákvað hún þá að gefa honum dálitið undir fót- inn, ef engin' breyting yrði á, jafnvel vera blíðleg í framkomu við hann, en hóflega þó. Og beið hún nú árangursins, skáldlegrar ástarjátningar hans. Þetta var hennar Iéyndarmál, en öll leyndarmál eru mannlegu hjarta byrði, og það var og hennar reyrisla. En bardagaað- ferð hennar har tilætlaðan ár- angur. Bourmin varð æ meira hugsi, það var sem eldleg þrá brynni í hinum tinnudökku augum hans, í hvert skipti, sem hann leit á hana. Það gat ekki hjá því farið, að hin mikla stund væri skammt undan. Ná- grannarnir spjölluðu um það sin á milli, að það hlyti að vera útkljáð mál þeirra milli, og hin égæta Praskovia Petrovna hugði að dóttir hennar hefði nú Ioks fengið biðil, sem hún var full- sæmd af. Eitt sinn, er gamla konan sal í setustofu sinni, og „Iagði kab- ala“ kom Bourmin inn og spurði þegar eftir Maríu Gavrilovnu. „Hún er úti í garðinum,“ svaraði gamla konan, „farið til hennar, og eg mun biða ykkar hér.“ Bourmin fór að ráði hennar, en gamla konan signdi sig og sagði: „Kannske hann láti nú til skarar skríða í dag“. Maria Gavrilovna, sem var klædd hvítum kjól, sat undir pílviðartré úti í garðinum með bók í hönd, er Bourmin kom til hennar. ( Þau töluðu i fyrstu um daginn og veginn, og eftir nokkura stund þagnaði María Gavril- ovna af ásettu ráði, og urðu þau nú bæði allvandræðaleg. Báðum var mikið í hug og eina leiðin úl úr öngþveitinu var að láta til skarar skríða, og það var það sem BoUrmin gerði. Hann virt- ist eisa enn erfiðara en Maria Gavrilovna. Hann hafði í raun- inni lengi heðið eftir tækifæri til þess að ræða við hana í fullri hreinskilni, eins og honum bjó í briósti, og hann bað liana nú að beina allri aihygli sinni að sér stundarkorn. María Gavril- ovna lagði aftur bókina, varð all niðurlút, og andvarpaði um leið, eins og til merkis um, að hún léti til Ieiðast að verða við bón hans. „Eg elska vður,“ sagði Bour- min,“ af öllu hugskoti minu“. María Gavrilovna roðnaði enn meira og varð enn niðurlútari. „Það-var óhyggilegt af mér að láta það verða að vana að koma á fund yðar daglega — en það var mér yndi að sjá yður og heyra - og nú get eg ekki lengur spyrnt á móti broddunum, vilja forlaganna verð eg að hlita, minningin um yður, hin óvið- jafnanlega fegurð yðar, verður sál minni framvegis hvort- tveggja i senn kvöl og fróun, en eg verð nú að inna af hendi þunga skyldu — skýra yður frá ógurlegu leyndarmáli, sem til þessa hefir aðskilið oklcur, eins og múrveggur, sem ókleift var að brjóta.“ „Það hefir alltaf verið — múrveggur — milli okkar,“ flýtti Maria Gavrilovna sér að segja. „Eg get aldrei orðið kon- an yðar“. „Eg veit það,“ sagði Bourmin rólega. „Eg veit, að þér báruð ástarhug í brjósti, en sá, sem þér elskuðuð er látinn — og nú hafið þér syrgt hann í þrjú ár. .... Góða Maria Gavrilovna, sviftið mig ekki minni seinustu huggun, að þér munduð hafa gert mig hamingjusamastan allra manna, ef ....“ „Segið ekki meira, í guðanna hænum, segið ekki meira. Þér kveljið mig“. „Eg veit það, en eg hefi það á tilfinningunni, að ef ekki væri vegna illra örlaga, hefðuð þér orðið konan min. Mín, sem er aumastur allra manna. Eg — eg er þegar kvæntur“. María Gavrilovna horfði á hann sem steini lostin. „Eg er kvæntur”, hélt Bour- min áfram, „hefi verið það í f jögur ár, en eg veit ekki hver er konan mín, né hvar hún er, eða hvort fundum minum og henn- ar her nokkuru sinni saman aftur.“ „Hvað segið þér?“ sagði Maria Gavrilovna. „Þetta er furðulegt .... en segið allt af Iétta — eg bið yður þess.“ „Það var í byrjun árs 1812,“ sagði Bourmin, „er eg var á leið til Yilnu, þar sem herdeild mín var. Eg kom seint að póststöð nokkurri eitt kvöldið, og bað um, að óþreyttum hestum yrði beitt fyrir sleða minn, eins fljótt ogrinnt væri. En allt í einu skall á hríðarveður og póstmeistar- inn og ekillinn ráðlögðu mér að biða, þar til veðrið Iægði. Eg fór að ráði þeirra, en einliver ó- þreyja náði tökum á mér. Eg gat ekki gert mér grein fyrir þessu, en það var eins og eg yrði að halda áfram, eins og einhver ó- sýnileg öfl, einhver dularfullur máttur stjakaði við mér. Yeðrið lægði ekki. Loks liafði eg eriga eirð í mínum beinum. Eg skip- aði að liestunum skyldi heitt fyrir sleðann og eg ók af stað út í hríðina. Ekillinn datt niður á það ráð, að aka meðfram ánni, þvi að það mrindi stytta okkur leið svo mUnaði 3—4 milum. Árbakkarnir voru snævi þaktir og snjórinn þyrlaðist i liáa skafla og við ókum fram hjá á- kvörðunarstað okkar. Við vilt- umst. Við vissum ekkert hvar við vorum. Og hríðarveðrið lægði ekki. Eg sá Ijós í fjarska og skipaði svo fvrir, að þangað skyldi ekið. Við komum að þorpi nokkru og ókum beint að kirkjudyrunum, en þær stóðu opnar, en í kirkj- unni loguðu ljós og daufa birtu lagði út um dyrnar. í nánd við kirkjuna voru nokkrir sleðar og fólk gekk inn og út um sáluhliðið. „Þessa leið“, kölluðu menn. „Akið áfram,“ sagði eg við ekilinn. „Hvar hafið þér verið að slæpast, maður,“ sagði einhver. „Það leið yfir brúðina. Mesta öngþveiti er ríkjandi. Prestur- inn stendur þarna ráðalaus og við vorum að hugsa rim að bezt væri, að hver héldi til sinna heimkynna. Hafið nú hraðan á.“ „Eg steig út úr sleðanum, án þess að mæla orð af vörum og gekk inn í kirkjuna, en þar log- aði aðeins á nokkurum* kertum. Ung stúlka sat á bekk úti i dimmu horni, en önnur stúlka stumraði yfir henni og neri gagnaugu liennar með snjó. „Guði sé lof“, sagði þessi stúlka. „Loksins komuð þér. Brúður yðar er nær dauða en lífi“. Gamli klerkurinn gekk til mín. „Viljið þér, að eg byrji?“ spm’ði hann. „Já, faðir,“ sagði eg eins og viðutan. A Ítalíu fá barnamargar fjölskyldur árlega verðlaun :Trá ríkinu. Á myndinni hér að ofan sjást tvíburamæður mæta til að taka á móti yerðlaununum,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.