Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Blaðsíða 1
1943 Sunnudaginn 30. maí 20. blað Líf ogr §tarf í 50 ár. __ Í ■_ ' ' ’* ■■ ’** * '*■ Lrlendnr O. Pétur§§on i'iiiiiiitngiir. í dag, sunnudaginn 30. maí, er Erlendur ó. Pétursson forstjóri fimmtugur. Erlendur er flestum, ef ekki öllum Reykvíkingum kunnur — að góðu kunnur. Þeir sem kynnst hafa Erlendi, þekkja þar dugmikinn og góðan dreng, fullan af brennandi eldmóði og ótæm- andi fórnfýsi fyrir áhugamál sín. E. Ó. P. hefir sinnt verzlunarstörfum frá þvi hann var 13 ára að aldri, lengst af, eða í 28 ár samfleytt hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Frá því 1938 hefir hann gegnt forstjórastarfi þess fyrirtækis hér á landi. Af stéttarmál- um verzlunarmanna hefir hann ávallt haft mikil afskipti. í 5 ár var hann í stjórn „Merkúr“ og formaður þess í tvö ár og í 9 ár formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. Kunnust eru þó ef til vill afskipti Erlehdar af íþróttamálum, enda hefir hann flest- um öðrum fremur látið þau til sín taka. í 28 ár hefir hann setið í stjórn Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur, fyrstu 19 árin sem ritari, en þau 9 síðustu sem formaður. Á vegum félags síns hefir hann afrekað ótrúlega miklu starfi, auk þess sem hann hef- ir starfað í fjölda nefnda, ferðast með íþróttaflokka, átt sæti í Knattspyrnuráði Rvík- ur í 12 ár og stjóm íþróttavallarins í 23 ár. Nú síðast átti hann sæti í nefnd þeirri, er samdi íþróttalögin, eitt af veigamestu sporum, sem stigin hafa verið í líkams- og heilbrigðismálum íslenzku þjóðarinnar. E. ó. P. hefir hlotið viðurkenningu og verið heiðraður af fjölmörgum stofnunum og féiögum þessa lands, auk þes sem hann var sæmdur Fálkaorðunni 1941 og heiðursmerki frá ítalíukonungi 1934. í. S. I hefir sæmt liann æðsta heiðursmerki sínu og hið sama iiafa ýms íþróttafélög bæjarins gert. Hann er heiðursfélagi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem óvenjulegt er um ekki eldri mann, heiðursfélag i stúkunnar Víkingur og svo mætti lengi telja. Einn af höfuðþáttum í skapgerð E. Ó. P. er léttlyndi og gamansemi og verður hennar að nokkru vart í eftirfarandi viðtali, er tíðindamaður Vísis átti við Erlend rétt fyrir afmælið. Vísir árnar E. Ó. P. allra heilla á fimmtugsafmælinu og gefur honum hérmeð orðið: „Eg er meiri Reykvíkingur en flestir aðrir sem stæra sig af þvi að vera höfuðstaðarsynir eða — dætur. Þú mált ekki misskilja mig ef eg segi að eg sé nærri 400 ára gamall Reyk- víkingur. Maður með unglings- svip eins og eg er vitaskuld ekki 400 ára. En það er sannanlegt í gegnum livaða ættfræðing sem er, allt frá fúskurum til Steins Dofra, að forfeður inínir liafa húið hér i Reyltjavík nærri 400 ár. Og það er nærri eins sannan- legt, að þeir hafa ekki hreyft sig héðan nerna rétt þegar þeir voru að draga ýsur hérna inni á sundunum til að hafa i soðið. En stundum hafa þeir nú lika „dregið ýsur‘‘ heima í rúmun- um sínum —- en þær ýsur hefði ég ekki viljað fá í soðið; — Er það nokkuð meira sem þú.vilt fá að vita?“ „Það var nú ekki mikið, en aðeins langaði mig til að spyrja þig hvar þú værir fæddur.“ „Auðvitað í Vesturbænum, maður! Þar er kjarni þjóðar- innar fæddur. Auk þess fæddist eg í svokölluðum Götuhúsum. í þann tíma var það torfbær, en tveim árum eftir að eg fæddist var lorfbænum breytt í steinhús. Að öðru leyti man eg lítið eftir fæðingardegi mínum.“ „Hvað gerðist markverðasf í bernsku þinni.“ „Það var nú margt. Það gerð- ust yfirleitt lifandis býsn á þeim árum — og allt var það merkilegt. Eg slóst við Austur- bæinn, stofnaði fótboltafélag, elti upsa sem eg misti af fær- inu minu, hálfdó úr sjósótt, og margt fleira gerðist markvert. Annars má segja það, að höfuð styrrinn^sem stóð milli Austur- og Vesturbæjarins væri á enda þegar eg ólst upp. Hins- vegar ríkti þá enn smáskæru- hernaður og vei þeim Austur- bæing, sem dirfðist að koma fylgdarlaus innfyrir landhelgi Vesturbæjarins. Mér er nær að halda að hann hafi haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá Vestur- bænum næstu dagana — ef ekki vikurnar — á eftir. Hitt var svo annað miál að stórorustur við Austurbæinga voru þá hættar, enda voru þeir svo fjölmennir orðnir að það var ekki þorandi að leggja i þá. Ekki má gleyma því að við strákarnir i Vesturbænum gáf- um út blað — skrifað blað — sem lesið var upp á fundum á hálfsmánaðarfresti. Það fjall- aði um knattspyrnu og önnur mikilsvarðandi þjóðnytjamál okkar Vesturbæinga. Eg var rit- stjórinn, enda var blaðið gott — gaf Vísi i litlu eftir. Á þessu sérðu að eg hefi verið blaða- snápur eins og þú. Svo seldi eg líka blöð á götunum. Eg seldi t. d. fyrsta dagblaðið sem gefið var út hér á landi. Jón Ólafsson gaf það út, en nafninu á þvi er eg búinn að gleyrna. Auðugur varð eg ekki á þeirri sölu, enda fékk eg ekki nema einn. eyri fyrir hvert blað sem eg seldi. „En hvernig fór fyrir þér þegar þú eltir upsann, sem þú minntist á áðan?“ „Það er voðaleg saga — jafn- vel hræðilegri heldur en þegar K. R. tapar kappleik og er þá langt til jafnað. En svo var mál með vexti, að eg var slrákur i þá daga, og eins og strákum er títt, stundaði eg bæði kola- og upsaveiðar niður við sjó, énda þótt það væru aðallega mar- hnútar sem bitu á. Svo var það eitt skipti að eg var með færið mitt niður við Ingimarskletta — þú veizt náttúrlega hvar þeir eru?“ „Ingimarskletta??? Aldrei heyrt þeirra getið.“ „Auðvitað ekki. Þessir menn sem ekki eru fæddir í Vestur- bænum vita akkúrat ekki nokk- urn skapaðan hlut. En vitanlegá eru Ingimarsklettar niður við sjó i Vesturbænum og þar veiddi eg upsa —• aldrei þessu vant — á færið mitt. En hvað heldurðu ekki að hafi skeð þegar upsinn var kominn alveg upp að vatns- yf irborðinu ? Heldurðu að bölvaður þrjóturinn hafi þá

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.