Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 30.05.1943, Blaðsíða 8
' VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ i SÍDAM Vitið þér? —- að árið 1936 voru 445 kvenmenn teknir fastir í Stokkhólmi fyrir ölæði á al- mannafæri? <gð rikasti fursti Indlands, Nizam frá Haiderabad, á 35 Iiallir, og að í siimum þeirra dvelur liann aðeins fáa daga á ári hverju og í öðrum aldrei ? að dýraverndunarfélag eitt í Sviss hefir b<n'ið fram þá ósk við svissneska þingið, að illri meðjferð á skepnum yrði hegnt með húðstrýkingu. — að hnappar á fötum þekkt- ust ekki fyrr en á 14. öld, þeg- ar föt karlmanna urðu yfirleitt svo þrörig, að þeim varð ekki Jengur smeygt fram yfir böfuð ? • Einn banki í Los Angeles hefir lekið upp ])á riýbreytni að gera bilfæran \rcg í gegnum af- greiðslusalinn, þannig að auð- menn sem ekki nenna eða vilja Iiafa fyrir því að fara út úr bifreiðinni sinni til að leggja inn peninga, geta fengið sig af- greiddan án þess að þurfa að stíga út úr bifreiðinnL Hefir þetta aukið viðskipti bánkans til muna. % Eldri maður, tannlaus og heldur geðvonzkulegur á svip situr í járnbrautarklefa and- spænis ungri fátæklegri konu, sem heldur á grátandi harni í fanginu. „Eg vona,“ segir hann úrillur, „að krakkaormurinn sé ekki með neinn smitandi sjúkdóm." „Þér mættuð Iirósa happi,“ svaraði konari, ,„ef að þér gengjuð með sama sjúkdóminn. Hann er nefnilega að t.aka tennur. Allir vita að það er kona Jóns bókhaldara, sem öllu ræðuj' á; heimilinu, og að Jón greyið verður að skríða i duftinu fyrir henni, hvenær sem henni þókn- ast. En eins og venja er til um slíka eiginmenn stæra þeir sig mjög af völdum sinum og svo var um Jón, er hann sagðist hafa vanið konu sína á stund- vísi. „Nákvæmlega klukkan eitt verður hún að hafa miðdegis- verðinn á borðinu,“ sagði hann. Oráni G r á n i er gæðaklár, og þannig er um flesta aðra Grána — og flesta hesta yíirleitt. — Þetta eru einhverjar liugþekkustu og nytsörn- ustu skepnur, sem við þekkjum. — Þessi Gráni, sem við sjá- um á mynd- inni, er fekki neinn úti- gangsklár, enda þótt hann sé eilít- ið loðinn eft- ir veturinn. „En hvað skeður, ef þú ert þá ekki kominri heim?“ spurði Geir vinur hans. „Ja, þá-------“ stamaði Jón vandræðalega og klóraði sér á hak við eyrað, „-----ja þá fæ eg bara ekki neitt.“ • „Segðu mér hvað þú lest, þá skal eg segja þér hvað þú,ert?“ „Eg les Shakespeare, Goethe og Einar Benediktsson." „Þú erl Iygari.“ • „Tókiið þér nokkurn þátt í þvi að skemmta gestunum ?“ ' „Já, ])vi var nú ver.“ „A hvern hátt gerðuð þér það?“ \ „Mér var fleygt út.“ • Jafuvel í Ameríku er það næsta sjaldgæft að menn bjóði sig, með likama og sál, til sölu. En einnig þetta skeður og þarf ekki annað en minna á Jolm Anderson, sem nýlega auglýsti sig í ýrnsum blöðum i Boston lil sölu með húð og hári fvrir 1500 dollara. Hann var orðinn þreytlur á lífinu, liann skuldaði auk þess 1500 dollara, og þá skuld vildi hann með einhverju móti greiða, en átti ekki neitt upp í liana nema sjálfan sig. Jöhn Anderson var búinn að reyna æði margt á lifsleið sinni, en allar tilraunir lians til að komast áfram í lífinu báru nei- kvæðan árangur. IJann átti ekki neina vini, allir kærðu sig kollótta um hann, enginn rélti honum hjálpandi hönd á neinn hátt. Eftir 10 ára árangurs- lausa baráttu við að könia sér áfram i lífinu og hafa sig upp úr skuldafeninu ákvað hann að slá botninn í þetta allt saman, ])ó ekki væri með öðru móti en með því að stytta sér aldur. En John Anderson var lieið- ursmaður. Ilann skuldaði 1500 dollara, sem hann langaði til að greiða og auk þess liraus hon- um hugur við þvi að flevgja lifinu frá sér /eins og hréfmiða eða útbrunnum vindlingsstubb. Því tók hann það til bragðs að verja síðustu skildingunum sem hann átlj til að auglýsa sjálfan sig til sölu. Hann taldi víst, að fvrir ekki hærra verð mundu margir lýsthafendur gefa sig fram. Til einhverra hluta mátti notast við heilt mannshf. Vís- indamenn og læknar gátu not- að hann sem tilraunadýr við ýms lyf eða læknisaðgerðir, uppfinningamenn gátu líka notfært sér hann t. d. • til að fleygja honum í nýrri falLhlíf- argerð út úr flugvél eða til að láta hann anda að sér nýrri eiturgaslegund. — Hann var reiðubúinn að fórna sér til alls þessa fyrir 1500 dollara ef ein- hver hefði hug á því. En livað skeði? Enginn vis- indamaður, læknir, uppfinn- ingamaður eða kaupsýslumað- ur hafði not fyrir hann — en þratl fyrir allt féklc hann hátt á f jórða hundrað tilboð — og þau komu öll frá konum. Það voru hrjóstgóðar og rómantízkar konur allt frá 16 ára gamlar til sextugsaldurs, sem urðu hugfangnar af þessu sérstæða athæfj marinsins að vilja selja sig. En allar setlu þessar 400 konur sama skilyrðið fyrir kaupunum — að hann lívænt- ist þeim. • Það hafa ævinlega gengið fjöldi sagna og ævintýra um geymda og lýnda fjársjóði, um niörg hundruð ára gamlar dýr- mætar perlur og aðra skart- gripi. Þess her aðeins að gæta að þetta slenzt ekki fullkom- lega í veruleikanum, livað perl- urnar snertir,- Iivað sem öðru liður. Perlur, sem orðnar eru 150— 200 óra gamlar hafa að lang- mestu leyti glatað fegurð sinni, og verða’jafnframt verðlausar. Þær eru „dauðar“, sem kallað er. í kalkinu, sem perlurnar myndast úr verður efnahreyt- ing er fram líða stundir, og það hefir enn ekkert ráð fundizt til að koma í veg fyrir þá. efna- hreytingu. . • Rétt áður en heimsstyrjöld- in skall á, kom áttræður Jap- ani, Gihei Ajioka til Kaliforniu til að hitta vin sinn og hjálpar- hellu er hann hafði'kynnzt i frumskógum Afríku 48 árum áður. Svo var mál með vexti, að á yngri árum sínum Ias Ajioka, sem þá var auðugur maður, um rannsóknarleiðangur Englend- ingsins H. M. Stanley, og varð svo hrifinn af þeim að hann langaði sjálfan til að reyna eitt- hvað áþekkt. I þessu skyni réði hann i sína þjónustu 24 negra í Afríku og hélt með þá inn í lítt könnuð frumskógalönd. Sér til mikillar undrunar rakst hann þar á trúboðabækistöð eina og þar tókst vinátta milli hans og fyrii’liða trúboðanna, sem Baxter hét. Eftir nokkurn tíma hélt Ajioka för sinni á- fram, en veiktist litlu síðar hætlulega af gulusótt, lét þá senda eftir Baxter, og það var hann sem vakti yfir honum nætur og daga og hjúkraði þar til Japaninn rétti við. Varð Ajioka að liætta við allar frek- ari fyrirætlanir um rannsókn- arferðir og hélt beina leið til Japan aftur. Þaðan ætlaði hann að votta Baxter vini sínum þakklæti á einhvern hált, en gat það ekki vegna þess að Baxter f>TÍrfannst hvergi. -— 48 iár liðu, Ajioka setti allt hrezka heimsveldið á stúfana til að leita Baxlérs vinar síns, en allt kom fjTÍr ekki, þar til rétt fyrir striðið, að Ajioka féklv tilkynningu um að Baxter væri fundinn og búsettur i Kaliforniu. Þótt Ajioka væri komirin yfir áttrætt, brá hanri sér þegar á fimd hins forna vin-- ar og lífgjafa, enda höfðu orðið miklir fagnaðarfundir. f

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.