Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ búast við tvennu. Annað var það, að þennan dag, 22. apríl, gerðist einhver stórkostlegur atburður, svipaður því t. d. er Þjóðverjar réðust á Rússa öll- um að óvörum 22. júní 1941, eða Japanir réðust á Bandarikin meðan hæst stóðu vinmælin og samningaumleitanirnar þeirra í milli i des. 1941. Hitt var, að elckert sérlega eftirtektarvert gerðist nákvæm- lega þennan dag, heldur mundi um það bil og strax eftir hann taka að gerast hver stórtíðindin af öðrum, og væru þau með þeim hætti, að þau sýndu aukna samheldni Bandamannaþjóð- anna (mínus Rússa) og aukinn styrkleik þeirra bæði á sviði liernaðaraðgerða og andlegrar starfsemi. Öllum þeim, sem kynnt hafa sér mælinguna, sem við er átt, mun hafa þótt hið síðara miklu sennilegra. Hér er ógerlegt að útskýra þessa ma^ingu onda tæpast hægt, svo skiljanlegt verði, nema í löngu máli og með góðum myndum og uppdrátt- um. (' Hvað hefir gerst? Við sjáum strax, að hinn 22. apríl gerðist enginn atburður á borð við árás Hitlers á Rússa 1941, eða árás Japana á Pearl Harbour. Þó gerðust þessa daga þrír atburðir, sem allir hafa vakið alheims athygli, þó enn hafi ekki stortíðindi gerst út af nema ein- um þeirra. Einn er sá, að það mun liafa verð þennan dag — 22. apríl — þó enn sé ekki fullar sönnur hægt á það að færa, sem Sovét- stjórnin sleit stjórnmálasam- bandi við pólsku flótlamanna- stjórnina í London og vísaði sendiherra Póllands úr Iandi. Þessi atburður var að vísu ekki tilkynntur opinberlega fyrr en 3 dögum síðar, en að birting hans drógst svo lengi mun hafa verið fyrír áhrif frá stjórn Bandaríkjanna, er mun hafa reynt að afstýra þessu skrefi Rússa þó það tækist ekki. Nægi- Iega greinilegar fregnir um þetta hafa enn ekki borist hing- að, en vafalítið má telja að þessi atburður hafi gerst 22. apríl 1943. Annar er sá, að þann dag — 22. opríl — svöruðu Þjóðverjar Svi- um viðvíkjandi kröfu þeirra út af kafbátnum „UIven“, sem Sví- ar töldu Þjóðverja vera valda að,að fórst eða týndist. Svar Þjóðverja var, aldrei þessu vant, óvinsamlegt í garð Svla og olli nokkurri ókyrrð í Svíþjóð. Sýn- lr það greinilega að Þjóðverjap líta Svía orðið mjög illu auga og búast við þeim i fjanda- flokki sínum hvenær sem Sviar fá færi á. Er greinilegt að breytt er nú orðið um tóntegund i tali þessara tveggja þjóða — Svía og Þjóðverja — hvorrar við aðra, frá því sem áður var. En þó háðir þessir atburðir séu næsta merkilegir getur hvorug- ur þeirra ennþá talist stórvið- burður, þó þeir e. t. v. báðir séu upphafsatburðir mikilla tíð- inda, sem nú eru að búa um sig- en ennþá eru ekki fram komin. Menn skyldu því æ síð- ar hafa það hugfast, að ef í odda skerst út af málefnum PóIIands og Svíþjóðar, að ein- mitt þennan dag — 22. apríl 1943 — bólaði fyrst, fyrir al- vöru, á breytingu frá því, sem áður var. Þriðji atburðurinn, sem gerð- ist um þetta leyti, er nú orðinn að einum stórkostlegasta heims- viðburði, sem gerst hefir síðan stríðið byrjaði. Það er úrslita- orustan um Tunis, og það sem í kjölfar hennar hefir siglt, og verður að víkja nánast að þeim atburðum öllum. Erfið sókn. í ágætri yfirlitsgrein um Af- ríkustyrjöldina sem hirtist í Mhl. 28. og 29. maí s.l. segir svo: „Frá 15.—20. apríl voru sifellt háðir grimmir hardagar á öllum vigstöðvum í Túnis, nema að sunnan, en þar hafðist áttundi herinn ekki að, fyrr en hann náði Enfidaville á sitt vald 22. apríl. Siðan tók áttundi herinn lítinn þátt í oi’ustum, nema livað nokkrar sveitir úr honum voxai sendar norður á bóginn til hjálpar fyrsta hern- um síðai’. En alltaf var það hann, sem möndulherirnir ótt- uðust rnest, og mun sá ótti ef til vill hafa stytt vörn þeirra í Túnis um nokkurn tíma.“ Eins og af þessum ummælum er Ijóst var það hinn 22. apríl er Bretar .tóku .Enfidaville og hófu þar með sigurgöngu sína. í lýsingu af bardögunum i Túnis segir svo í einu dagblað- inu hér: „Eðli bai’daganna í Enfida- ville er allt anxxarskonar en áður í Afi’íkustyrjöldinni. Þjóðvei’jar hafa komið sér vel fyrir i fjöllunum og hæðun- uiji, seixi taka við fyrir norð- an Enfidaville. Erfitt er að koma við nokkruixx vélahei’- sveitum. Það er fótgöngulið- ið, seiix her allan hita og þunga árásanna.‘‘ (Alþ.bl. 22. apríl). Af þessunx lýsingunx, seixx komnar eru frá fx’éttastofum Bandanxanna má sjá hve dökk- unx augum þeir litu á hlutina er þeir liófu sóknina. Þeir bjugg- ust við að hún tæki margar vik- ur jafnvel marga .mánuði. Og það er augljóst að Þjóðverj ar liafa litið ixálcvænxlega eins á, því þeir töldu varnir sínar umhvei’fis Túnisborg og Bizerta svo sterkai’, að þeir létu í veðri vaka að átökin um þær nxundu eigi standa skemur en uixx Stal- ingrad (en þar stóð orustan yfir i 5 mán.) ef þá ekki yrði úr þvi kyrstöðustyrjöld og skot- gi’afahernaður. Að þeir liéldu þetta í raun og veru sést bezt af því, að þeir safna þarna sanx- an úrvalshersveitunx og lialda liðflutningunx áfi’anx meðan nokkur kostur er. Kaldhæðni örlaganna. Séu fi’éttirnar athugaðar sést að mjög snxátt þokast áfram frá 22. apríl til 5. maí. En forsjónin fer „undarlega og undui’sanxlega“ með nxann- fólkið og er stundunx óheyrilega kaldhæðin. Hinn mikli „endurlausnari“ lxins forna Rónxaveldis, Musso- lini, hélt þann 5. nxaí ræðu af svölum Feneyjahallarinnar i Rónx, og sagði þá m. a. (MbL 6. maí): „Fyrir sjö árunx siðan var til- kynnt af þessunx stað að Af- ríkustyrjöldinni væri lokið og að hið í’ómverska heimsveldi væri stofnað. Þessi þróun er engan veginn á enda nú í dag. Hafi atbui’ðir liðinna tíma skapað aðstöðu, senx gæti bent í aðx-a átt, þá er að- eins unx að ræða lilé á þró- uninni en ekki endi. — Italir verða og skulu snúa aftur til Afríku.“ Konur taka um lxeim allan við æ fleiri störfum karlmanna, svo að þeir geli fai'ið til vígvallanna. Þessi mynd er af stúlkum, sein hafa þá atvinnu að r$yna skriðdreka fyrir varksmiðjp ýQstra. — Það er vandasamt starf, en þser virðasj ánægðar,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.