Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Þegar Bretar réðust gegn Mareth-línunni var árfarvegurinn Wadi Zigzaou erfiðasta hindrunin, sem á vegi þeirra varð. Hér sést framvarðasveit vera að fara yfir farveginn. Mussolini æpti síðan: „Við muiium snúa aftur, til Af- ríku“. Margar milljónir ítala þjást nú af „Afríkuveiki“ Þeir munu snúa aftur til Afríku til að ljúka hinu sögulega hlut- verki, sem bíður ítala á meg- inlandi Afriku. Guð er með oss. Italía er ódauðleg. Við munum sigra. Við verðum að heiðra hermenn vora, sem eru á vfgvellinum og sigra alla hugleysingja og væskla. Byssu kúlur fyrir alla svikara. Sögu- legar kröfur ráða örlögum ítölsku þjóðarinnar. Virðmg fyrir þermönnum á vígvöll- unum, andstyggð á hugleys- ingjum og hyssukúlur fyrir svikarana. Þið milljónir ítala, sem þjáist af „Afríkuveikinni“, fyrir ykkur er ekki nema ein lækn- ing — snúið þangað aftur og við skulum snúa þangað aft- ur.“ Mussolini hefir þennan dag, eins og Hitler, sjálfsagt vonað það, að herjurn Möndulveldanna í Túnis auðnaðist að verjast þar lengi enn, því þó Afríku- veldi ítala væri bundið við Trí- polis, Lyhiu og Abyssiniu, var vonarneisti eftir meðan Túnis var enn ekki fallin. En hvað skeður. það er eins og forsjón- in hafi útvalið þennan stórkost- legasta hrakfallabálk mann- kynssögunnar — manninn, sem rak rýtinginn í bak Frakklands á örlagastundu þess — til þess að tilkynna allri veröldinni af svölum liinnar frægu Feneyja- hallar, að nú væri örlagastund sjálfrar Ítalíu að nálgast — hver vonarneisti væri kulnaður út — og látið hann gera það á þenn- an einkennilega hátt, til þess að sýna sem hezt kaldhæðni Ihfsins. i Var það kraftaverk? Daginn eftir — 6. maí — gaf Alexander hershöfðingi, sá er stjórnaði aðalárásinni á heri Möndulveldanna, út dagskipun til herja Bandamanna í Túnis. Hún var á þessa leið: „(Úrslitasóknin er liafin og það er komið að lokaþættinum í Túnis. Hersveitir Banda- manna hafa sýnt það, að þær geta verið hinn drottnandi hei-ra á vígvellinum og þær hafa ákveðið sjálfar hvenær , heppilegast er fyrir þær að láta til skarar skríða. Úrslita- stundin er komin og baráttan verður án efa hörð og löng." (Alþ.bl.). Af þessum ummælum hers- höfðingjans má sjá, að enn — , hinn 6. maí fyrir Iangri þrælvíggirtu borgir. En hvað skeður? Eftir tvo daga eru þær báðar fallnar, herir Möndul- veldanna á skipulagslitlu und- anlialdi og eiga sér enga von undankomu. Það var þetta al- gjöra hrun „nýlenduveldis“ Möndulríkjanna, sem forsjónin lét Mussolini boða af svölum Feneyjaliallarinnar 5. maí. — Viku siðar — hinn 12. maí —jfl eða nákvæmlega 20 dögum eftir 22. apríl, -— var stríðið í Afríku á enda eftir að hafa staðið í tvö ár, ellefu mánuði og tvo daga — þ. e. 1066 daga. — Aldrei mun nokkur sigur hafa unnizt með svo skjótum liætti, sem raunin varð á hér, er at- liugaðar eru allar aðstæður. Alexander liershöfðingi bjóst við „harðri og langri“ viðui’- eign. En hún varð hvorki hörð né löng. Hún stóð i allt yfir í 20 daga og lokaþátturinn að- eins í 6—7 daga. Manntjónið vaxð um 11 þús- und i allri þessai’i orustu af liði Bandamanna, en við E1 Ala- mein varð tap 8. hersins eins 14 þúsundir. * ! Gjörbreytingin. „Það er ekki unnt að sjá livort sú lausn, sem kemur, verður með snöggum hætti, eða hún liefst þá (22. api'íl) og kem- ur svo smám saman“, sagði Ruthei-ford 1. nóvenxber 1942. Við vitum nú, að sóknin mikla í Tunis hófst fyrir alvöru 22. apríl og að henni lauk með algjörum sigri bandamanna á einum 20 dögum. Og hvað hefir svo þessi sigur að þýða? í útvarpsei'indi, sem Jón Magnússon phil. cand. flutti 13. maí s.l. sagði hann um sigurinn í Tunis: „Hann gerbreytir hernaðar- aðstöðunni við Miðjarðarhaf og öllum gangi styrjaldarinn- ar.“ Hann benti einnig á, að þessi sigur bandamanna mundi liafa nxjög margvíslegar afleiðingar. Hann nxundi aulca andstöðuxxa í hernumdu löndunum gegn kúg- xin nxöndxdveldanna. Hann mundi vera orsök „friðartals“ Francos. Útvai'psfyrirlesarinn benti og á samþykkt finnsku vei'klýðsfélaganna, óvissuna og ókyrrðina á Ítalíu og loks á hve Tyrkir töluðu nú bæði oft og vel um Breta. Allt þetta benti hann á sem stafandi að líkindum af þVí, að bandamenn voru í þann veginn að sigra í Tunis. Allt er þetta vafalaust réft hjá útvai-ps- fyrirlesaranum og enn betur á gang styi'jaldarinnar á megin- landi Evrópu og annarsstaðar. ★ Daginn, sem Tunis var að fullu unnin, flaug sú fregn um allan heim, að Churclxill væri kominn til Washington, ásamt mörgu stórmenni úr landher, flugher og flota Bretaveldis — sérstaklega úr Asíulöndum Breta. „Það er almennt búizt við milduxn tiðindum af þessum fundi forsætisráðherrans og for- setans“, segir í erlendri frétt. — Iíairo-ráðstefnunni laug daginn eftir Tunis-orustuna. Rússar bú- ast við friðarsókn af hálfu Möndulveldanna, því þau sjá sig umkringd og geta ekki brot- ist út úr herkvínni. M. ö. o. gagnger breyting hefir orðið á styrjöldinni frá því sem verið hefir. Sú breyting hófst 22. apríl og síðan hafa hver stórtíð- indin rekið önnur, og eru þó hin merkilegustu eftir enn. Hver tíðindi verða í sambandi við Washington-ráðstefnuna veit enginn enn. Vel geta einhver þeirra verið fram komin áður en línur þessar verða lcomnar fyrir almenningssjónir, og nxá jafn- vel búast við að svo verði. ' En hvort sem svo verður eða ekki er það þó alveg Ijóst, að til mikilla tíðinda mun draga nú á næstu vikum og mánuðum. Hver þau muni verða hefii* Ruthei'ford sagt fyrir og má um það lesa í grein minni í Sunnu- dagsblaði Vísis 21. febr. s.l. Verður það ekki endurtekið hér, heldur beðið eftir að sjá hvort það rætist jafn áþreifanlega og þeir spádómar hans, sem bxmdn- ir'voni við 22. april 1943 og dagana næstu þar á eftir. Niðurstöður. Til þess mönnum gangi betur að átta sig á því, sem sagt hefir verið, er rétt að draga aðalat- riði þess hér saman í stutt mál: I. 1 októbeniiánuði 1942 sagði • A. Rutherford það fyrir á prenti, samkvæmt útreikn- ingum í . Pýramídanum mikla, að á árinu 1943 mundu gerast þau tíðindi, er marka mundu algera stefnu- breytingu ófriðarins, sem nú stendur yfir, á þann veg, að Bandamenn (minus Rússar) nxundu ná algjörri yfix’hönd og öðlast þá yfii'burði, er nægja mundu til að sýna, að þeir mundu bera sigur úr býtum, en jafnframt mundu hörmungai-nar aukast hjá meginlandsþjóðunum (þ. á m. Rússum), unz þær næðu lxámarki sínu í Evrópubylt- ingii, er byrjar á árinu 1943 og endar á tinxabilinu frá 7. júní til 5. nóvember 1944 með algjöru hruni allra á- rásari'íkja. Hann benti á, að sá dagui', sem breytingunni er ætlað að byrja að koma í ljós, er 22. apríl 1943. II. Atburðir þeir, sem gerðust 22. api'íl 1943 — eða svo ná- lægt þeinx degi, að meðan ekki liggja fyrir nákvæmari staðfestingar á þeim, en enn- þá eru fáanlegar, verða taldir standa í sanxbandi við hann, ei'u þessir: 1. Úrslitaorustan um Tunis — síðasta vígi möndul- veldanna í Afríku — hófst 22. apríl 1943. Hún stóð yfir í 20—21 dag og endaði 12. maí, með fulln- aðarsigi’i bandamánna og gerir hann ráð baráttu um þessar það éftir' áð koma í Jjós; hver óhrif þessir atburðir hafa á allan

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.