Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Síða 1
mmm 1943 Sunnudaginn 20. júní 23. blaö GRÁA UGLA, §em vsir Engflendlngnr! HEJFÍNTÝRI VERULEIKANS eru jafnveí enn furðulegri en sjálfur skáldskapurinn. — Saga Englendingsins Archibald Belaney, er var nafnkunn- ur víða um heim sem Indíánahöfðinginn „Gráa uglan“, er eitt slíkra æfintýra. Það er hægt að rekja feril hans frá því að hann var umkomulítill afgreiðslupiltur í vefnaðarvörubúð og þangað til hannléztsemmikilsmet- inn og víðkunnur Indíánahöfðingi. En þessa slóð fennti svo gersamlega í lifanda líl'i hans, að uppljóstunin um hana olli í fyrstu hörðum deilum. En sannanirnar voru svo óvggjandi, að ekki varð um deilt til lengdar. — Þessa sögu segir Svend Montberg í eftirfarandi grein. — FYRIR fáum árum siðan lézt nafnkenndur Indíáni í fylk- inu Saskatchewan i Kanada. Hann var víðkunnur undir nafn- inu „Gráa ugla“. Enskumælandi drengir lásu með áfergju bæk- ur hans um líf og háttu Indíán- anna. Dýrafræðingar um heim allan lögðu við hlustir, þegar hann fjallaði um dýralífið i skógum Norður-Ameríku. Eink- um var þekking hans á lifnaðar- háttum hifursins frábær. Eng- um manni hefir, hvorki fyrr né síðar, tekizt að lýsa þessum dýr- um á jafn ógleymanlegan hátt. Engum hefir heldur tekizt að vinna hug þessara mannfælnu dýra í slíkum mæli sem honum auðnaðist. Hann hafði flutt fjöldann allan af fyrirlestr- um um lifnaðarliáttu bif- ursins í vísindafélögum i Ameríku og Englandi. Kanada- stjórn gerði hann að yfirtun- sjónarmanni með Þjóðgarði Al- berts prins í Saskatchewan og efth’litsmanni með málefnum Indíánanna í Norður-Amei'íku í viðurkenningarskyni fyrir störf hans. Hvert einasta kanadiskt barn bar kennsl á þennan mann af myndum í blöðum. Andlitið var stórskorið, liður á nefi ogandlitsdrættirnh' djúpir. í vitund manna var hann lifandi tákn beztu eiginleika kynstofns- ins, greindar, hugrekkis og trygglyndis. Andlát hans var talið til tíð- inda um gervallan heim. Blöðin minntust æviatriða þessa merki- lega Indíána, sem hafði verið dýrafræðingur, rithöfundur og fyrirlesari. Greinum blaðanna fylgdu myndir af Gráu uglu, þar sem hann bar hið íburðarmikla fjaðraskraut Indíánahöfðingj- ans. En fáum dögum eftir andlát lians var kastað „bombu“ hinna fáheyrðustu gífurtíðinda. \ MAÐUR að nafni William H. Guppy frá Timigami i On- tario kom fram með þá ósenni- legu staðhæfingu, að Gráa ugla hefði e'kki verið Indiáni. Guppy taldi sig liafa hitt hann sem ung- an Englending i silfurnámunum hjá Cobalt í Norður-Ontario ár- ið 1906. Siðan hefði hann fylgzt með sér til Timigami og vanizt lífinu í skógunum undir sinni handleiðslu. Hann hefði þá þeg- ar haft mikinn áhuga fyrir því, er Indíánunum viðkom. Hann tók að temja sér siði þeirra og háttu, klæddist meira að segja stundum eins og þeir. Útlit lians var honum hliðhollt í þessu efni. Hárið var. hrafnsvart, andlitið markað djúpum dráttum. Að- eins málfærið kom upp um Archibald Be- laney — víð- kunnur sem Indíáninn Gráa ugla. hann. Framburður hans á ensk- unni var með greinilegum Lund- únahreim. Hann nefndi sig Archibald McNeil og kvaðst vera fæddur í Mexico. Móðir sin væri Indíáni, en faðir sinn skozkur. Guppy kvað hann ekki hafa talið sig Indiána. Hann liefði nánast verið stór drengur, sem hafði „látizt“ vera Indíáni. Þegar forleggjara Gráu uglu í London bárust þessi tíðindi, mótmælti hann þeim ævareiður og lýsti þau tilhæfulausan þvætt- ing. Hanu tók á sig persónulega ábyrgð á því, að Gráa ugla hefði verið Indíáni. Og hann hafði há- tromp á hendinni. Ekki löngu fyrir dauða sinn hafði Gráa ugla verið kynntur fyrir Georg kon- ungi VI. og Elisabetu drottningu hans. Að sjálfsögðu hefði ferill hans verið nákvæmlega rakinn áður en slík athöfn fór fram. Frekari sannana þurfti ekki við! Tveim dögum síðar bárust enn á ný fálieyrð tiðindi. Indí- ánakona frá Timgami fullyrti, að hún hefði verið gift Gráu uglu, að hann liefði verið Eng- lendingur og hans rétta nafn væri Archibald Belaney. Þau hefðu gifzt árið 1906 og meðal þeirra, sem viðstaddir liefðu ver- ið hjónavígsluna, væri Indíána- liöfðinginn Hvíti björn. Bókaútgefandinn í London svaraði sem fyrr: „Tilhæfulaus uppspuni!“ En nú gaf sig fram ónefnd kona. Hún hafði undir höndum dagbók Ai-chibalds Belaney, sem var 136 blaðsíður að stærð. Þar var lýst þeirri æskuþrá hans, að lifa hinu frjálsa lífi veiði- mannanna í skógum Kanada. Einnig var frá því skýrt, hvernig hann, sem þá var afgreiðslu- maður i sérverzlun fyrir karla í Ontario, komst í kynni við

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.