Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Side 4

Vísir Sunnudagsblað - 20.06.1943, Side 4
YlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SKOTIÐ Á KAFBÁT. Myndin sýnir skotvirki í amerískum strandvarnabát, sem mjög eru notaðir gegn kafbátum. Mvndin er tekin um leið og skotið ríður af. 4 Bjóst eg við sunnanátt eða þá austan, en ef svo færi, mætti eins búast við hríðarveðri svona seint á hausti. Eg var hinn ró- legasti fram eftir deginum, en alltaf þyngdi í lofti og útlitið var tvírætt. Eg brá mér til bónda sem þarna var, og spurði hversu honum segði liugur um veðrið. Hann kvað það mjög óráðið, en loftvogin væri fallandi og stæði neðarlega. Hann gæti eins átt það til, þó austan kul væri nú, að ganga i suðrið með lcvöldinu. Þetta svar róaði mig, þar sem eg þóttist líka viss um, að smalað yrði heima, eins og ráð var fyrir gert. Fór eg því til vinnu minn- ar aftur. En einhver óhugur var þó í mér, enda jókst veðrið eftir þvi sem á daginn Ieið. En mér var talin trú um að öllu mundi óhætt, þar eð átt hefði að smala hálsinn og reka féð ofan á lág- lendi. Það mundi eigi verða sú hrið, að eigi mundi verða hægt að ná saman fé á láglendi. Þetta þótti mér sennilegt, enda áttu fleiri fé úti en eg einn, af þeim sem þarna voru í vinnu. Svo þegar vinna hætti fóru menn að þvo sér, borða og hátla fram af því. En fyrst í stað sofn- aði enginn, því foraðsveður var á komið og stormur og regn huldi á þekjunni og húsið kippt- ist til i byljunum. Eg hugsaði heim. Skyldi nú ekki hafa farizt fyrir að smalað væri heima? Þessi spurning vaknaði hjá mér aftur og aftur um kvöldið. Og skyldi það nú hafa fundizt og vera i hvömmunum? Ef svo væri, þá væri öllu óhætt til morguns. En ef eitthvað vant- aði, þá mætti eiga það víst, að það fennti eða það hrekti í gil- in eða fram af klettunum. Átti eg nú að drífa mig í föt- in og fara heim í nótt og vita hversu þessu væri varið? Nú voru allir orðnr á einu máli um það, að úr þessu yrði slyddubyl- ur, en líka að þýðingarlaust væri að fara heim í svarta myrkri, þvi ekkert \-rði gert hvort sem væri í nótt. Enginn hærði á sér og sumir höfðu fest blund, þrátt fyrir veðurofsann og illviðrið úti. En eg gat ekki sofnað. Eg hugsaði heim. Vissi að veikliðað var fjn-ir, og ýtti það undir að eg tók ákvörðun um að biða ekki morguns. Eg vatt mér fram úr fletinu og í fötin í snatri, Iét vænan trefil um hálsinn, til að taka við mestu vætunni, meðan eg væri að venjast vosinu, og sjóhatt á höfuðið; slitin olíuföt fór eg í til málamynda. Góð stígvél hafði eg á fótum, og mátti segja að þessi búningur væri ekþi bein- línis til gangs.. Það kom hálfgert fát á félaga mína við þessar aðfarir mínar, og allir glaðvöknuðu. Eg held þeim hafi fundizt þetta óvita- æði, sem von var. Eg lét þetta þó ekki á mig fá, en bað þá vel að lifa, batt snæri um stakkinn og héll út í óveðrið. En það var svo mikið að torvelt var að ráða sér. Háir sjávarbakkar * voru á liægri hönd, en sjórinn á hina, svo elcki var vandratað, en illt var að fóta sig á hálu grjótinu i svartamyrkri og eftir stutta stund var eg orðinn holdvotur. Gerðu olíuklæðin mér og erfitt um ganginn. Nú gekk eg sem leið lá fram i hvammana, sem eg gat um áður, þar sem féð átti að vera, og ætlaði að taka það heim í hús. Þangað voru um 2 ldlómetrar. En þegar þangað kom var enga kind að sjá. Það var nú orðið grátt af snjó, svo betra var að sjá í brekkurnar, þótt náttmyrkur væri. Eg gekk livamm úr hvammi, en fann enga skepnu þar. Sennilega er þá féð í húsunum, hugsaði eg. Þeg- ar heim kom var orðið allivitt af snjó og veðurhæðin sama. Eg leit inn í húsin og varð var við fáeinar kindur í einu húsinu. Mér leizt nú ekki á blikuna, en geng þó heim í bæinn, vek smalgna og spyr þá um smölun- ina. Höfðu þeir smalað allan hálsinn og ekki fundið annað en þetta, sem í liúsunum var. Eg stóð þai-na höggdofa og hugs- aði ráð mitt. Líklegt þótti mér að í góða veðrinu í fyrradag liefði féð rásað fram allt fjall og frain á heiði, og þar væri þess að leita nú, og mundi fenna þar eða hrekja í ár og læki og verða þar til í krapinu. Eg segi konu minni að eg ætli að reyna að vita hvort eg relri mig ekki á eittlivað framfrá. Þótti henni það heldur óráð eins og eg væri á mig kominn, hold- votur og stígvélafullur. Verður það þó úr, að eg vind trefilinn minn og vetalingana og helli svo úr stigvélunum og fer i aftur og hélt af stað. Var nú hrollur í mér fyrst í stað, er eg' kom út í óveðrið á ný. En mér var svo erfitt um gang sökum veðurs og búnings, að brátt fór úr mér lirollurinn. Gekk eg nú fram dalinn sem leið liggur fram í heiði, um þrjá kílómetra og var nú æði sein- fær, sökum þess, að kafhlaup var i hverjum læk og gili af sn.jó og vatni. Geng eg nú unz fyrir mér verður þverá, sem kemur þar niður af hálendinu. Grilli eg þá í einhvern dökkva handan við ána, en fæ ekki greint hvað það er. Var áin full af krapi. Leita eg nú færis að komast yfir á klöpp, er þar var, og náði þvi um síðir. En þetta reyndist þá bara skriða, sem sorfið hafði af snjóinn. Vildi eg nú sam,t kanna þetta land belur, því beinast lá við að féð fennti við ána, ef það var á leið heim undan óveðrinu fram- an af heiðinni. Er eg nú þarna að svingla enn um stund unz eg rekst á fjárhóp, sem stendur þarna albrynjað við ána neðar, en þorði ekki út í, enda var þarna ófæra. Varð eg nú liarla glaður. Var i þessum hóp um fimmtíu fjár. Átti eg í löngu stríði með að koma þvi upp með ánni á vaðið, sem eg liafði farið yfir. Þó tókst það um síðir, með aðstoð hundsins, og tóku þær þegar á rás heim á leið und- an veðrinu. Nú vantaði mig tólf og svaml- aði eg þarna í kring í hriðinni, en varð einskis var í myrkrinu. Bjóst eg við að þær kynnu að Iiafa verið ofar i fjallinu og kynnu nú að hafa hrakið þar að ánni. Hélt eg þvi upp hlíðina, þó jnmgfær væri og þræddi með árgjjúfrinu svo sem mér var unnt, allt að vatni því, sem áin rcnnur úr, sem nú var allt orðið fullt af krapi eins og áin. Þetta bar jió engan árangur. Og eg treystist eigi að letila lengra fram til lieiðarinnar svona á mig kominn i nátt- myrkri og hríð. Hélt eg þvi, sömu leið til baka ofan aftur, en varð nú æ erfiðara um. gang- inn, því nú voru fötín farín að frjósa. Samt tókst mér að finna hópinn, sem eg rak yfir ána. Hafði liann stoppað við eitt gil- ið fullt af krapi og tvær höfðu ætlað yfir, en ekki náð sór upp úf pg sátj4 þarna f&star, er eg kom að. Gat eg náð þeim um síð- ir upp úr, krafsað úr þeim það mesta, svo þær gæti gehgið. — Gelvk mér síðan slysalaust heim með féð og þóttist liafa vel iðn- að, því sennilega hefði það hrak- ið í ána, eða fennt þarna, því hríðinni létti ekki fyrr en eftir tvo daga. Dagur var áHofti, þegar eg kom heiin með það, sem eg fann af fé minu. öll nóttin fór í þetta slark, illa til reika og feginn heimkomu. Sumai’ kind- urnar, sem mig vantaði, fundust lifandi, en aðrar hafði hralcið í ána og fundust dauðar, suinar ekki fyrr en snjóa leysti um vor- ið. Eg ásakaði sjálfan mig fyrir dirfskuna, að liætta á að hafa féð á liálsinum að næturlagi svona síðla liausts og eg ekki heinia. Það er haft að orðtæki, að skað- inn geri menn liyggna. En sú reysnla verður nokkuð dýr á stundum, og svo var'hér, og fór þó betur en á borfðist að þessu sinni. Félögum niínuni varð eklvi svefnsamt um nóttina, en héldu þó kvrru fyrir fram undir morg- un. En þá fóru allir heirn til búa sinna. Hjá sumum fennti eitt- hvað af fé, en flestur náðu sínu, enda aðstaðan betri en hjá mér, þó sæmilega rættist úr, eftir þvi sem á horfðist um sinn. G. J. „t hvert skipti, sem eg sé þig, verður mér íiugsað til mikil- mennis." M „Er það? Tit hvers yerður þér þá hugsað?“ „Darwins.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.