Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAG&BLAÐ SIÐAIi Vitið þér — að skip á stærð við „Queen Mary“ þarf 3—1 smálesta þunga akkerisfesti? — að i Frankfurt am Main er til tungumálamaður, sem kann 200 tungumál. — að umferðarslys ske fiest á tímabilinu frá kl. 10—11 að kveldi ? — að meðal 10.000 umsækj- enda um lögregluþjónastöður í Bandaríkjunum voru 700 þeirra fyrrverandi tugthúslimir? ★ I kvikmyndahúsi í Oporto i Portúgal var verið að sýna fréttamyndir. Porlúgal leggur mikla áherzlu á hlutleysi, og var því fyrst sýnd þýzk mynd, sem menn tóku með tómlæti, en þá kom mynd af sjóorustu brezka flotans. Komst nú brátt lif í tuskurnar, og allir fylgdust með af æsingi, en ekki var hrópað. Loks datt enuim áhorfendanna gott ráð í hug. Hann kallaði: „Lengi lifi Knattspyrnufélag Oporto,“ og var síðan hrópað og húrrað þar til myndinni var lokið. ★ Alexander Wollcott, frægur amerískur rithöfundur, gagn- rýnandi, leikari og útvarpsfyrir- lesari, andaðist í fyrra. Hann var manna fyndnastur og mein- yrtastur, og varð honum þó vel til vina, enda þótt fáir þeirra fengju að vera í friði fyrir köp- uryrðum hans. Hann var þegar í lifanda lífi orðin hálfgerð þjóð- saga, sakir sérvizku sinnar og einrænna siða, en þó fyrst og fremst vegna þeirra smásagna, sem sífellt var verið að segja af honum. Er hann einn hinna fáu manna, sem leikið hefir sjálfan sig, því hann fékk tækifæri til að leika hlutverk í gamanleik, sem vinir hans, George Kauf- mann og Moss Hart rituðu um hann og nefndist „The Man Who Came To Dinner” (Gestur í mat). Lét aðalpersóna leiksins svívirðingar og keskni dynja á öllum, sem nálægt hon- um komu, og hefir leikritið far- ið sigurför um allan heim. Kvöld eitt, þegar Woolcott hafði leikið sjálfan sig, var hann kallaður oftsinnis fram, og sagði hann þá þetta við leikhúsgestina: „Höf- imdarnir hafa lævislega reynt að læða þeirri hugmynd inn hjá al- menningi, að persóna sú, sem eg lék i kvöld, væri skripainynd af mér sjálfum. Þetta er mis- skilningur. Sannleikurinn er sá, að hún er „flatteruð‘‘ mynd af ýmsum betri eiginleikum höf- undanna.“ Woolcott hafði miklar mætur á fjárhættuspili og undi því illa að tapa. Átti hann þá stundum til að segja við spdlafélagana, að læknir hefði bannað sér að tapa i spilum. ★ Tannlæknir í Liverpool hefir skýrt frá því, að tannskemmdir séu mjög í réhun á ófriðartím- anum, einkum meðal barna. Þakkar hann þetta hinni ströngu skömmtun á súkkulaði og sæt- indum að nokkuru leyti. En meginorsökin telur hann samt hollara mataræði. Kveður hann það fara mjög í vöxt að ungling- ar borði epli og hráar gulrætur. Þá er þess og getið, að brauð er ekki lengur bakað úr öðru en heilhveiti, og mætti svo raunar lengi telja. ★ Kitchener lávarður var endur fyrir löngu á eftirlitsferð í Ind- Iandi. Fór hann meðal annars að skoða vígi, sem reist hafði verið á afskekktum stað við landamærin. Sá Kitcliener þegar i stað, að vigið var gagnslaust, því að það lá fyrir neðan hæð eina allliáa. Þegar liann hafði skoðað vígið, óskaði hann for- ingjanum til hamingju og bætti við: „Og hvenær byrjið Jk>r svo á því að taka hæðina burtu?“ ★ Bep Jón Arnfinnsson garðyrkju- maður hefir sent 8. siðunni eft- irfarandi klausu um íslenzk ber: Þær fáu tegundir sem vaxa hér á landi af berjum, hafa ver- ið frá fyrstu byggð hið mesta sælgæti, er móðir náttúra hefir lagt oss á borð og þannig er það enn í dag. Bláber, aðalbláber, lcrækiber, einiber og jarðarber eru hvert öðru betra. Allar þessar tegund- ir eru fullar af fjörefnum, sem auka og bæta lífsþrótt og fjör mannsins og milda önnur óholl áhrif' sem ýmsar aðrai’ fæðu- tegundir valda. Þáð er ekki ein- göngu böra og unglingar sem finna gæði og áhrif þeirra, held- ur fullvaxið og aldrað fólk, þrátt fyrir sljóleika og seinlæti ellinn- ^nnclkappar Æg:i8 Boðsundssveit Ægis sem setti met í 8x50 m. skriðsundi karla á 3 niín. 58,2 sek., á Sundmóti Sundfélagsins Ægis 9. febr. s.l. í sveit- inni eru, taliö frá v. til h.: Guðjón Ingimundarson, Logi Einars- son, Halldór Baldvinsson, Jónas Iialldórsson, Ásgeir Magnússon, Hörður Sigurjónsson, Edward Færseth og Hjörtur Sigurðsson. • ar. En tíminn er stuttur sem móðir náttúra réttir út hönd sína með liinar dýrmætu gjafir. En við höfum lært að geyma berin. Frá gamalli tíð þekkist að láta þau í. mjólkursýru (skyr) og unnu þar tvöfalt gagn. Fyrst og fremst geymdusl þau sem ný ber og í öðru lagi mögnuðust fjörefni þeirra og urðu miklu þýðingarmeiri fæða á eftir. Þegar hætt var að færa frá, var lagt niður að safna skyri. Eflaust hefir þessi ágæti réttur verið dýrmætar guðaveig- ar, berjaskyrið eins og það var kallað. Berin héldust óskemmd >Tir veturinn, bragðbættu skyr- ið og jók fjörefnamagn þess eins og sagt hefir verið. I Mat- jurtabók Eggerts Ölafssonar er þetta að minnsta kosti sagt um berjategunclirnar . okkar: Krækiber: „Lögurinn barkandi, Hann stillir blóð, lífsýki og niergrúna fót. Elztu og réttustu annálar herma. að vin hafi af þeim gjört verið. Það skeði hér um 1204. Aðalbláber: Þessi ber rækt- ast um alla Evrópu í aldingörð- um. Finnar hafa af þeim sitt mesta sælgæti. Þau eru þeirrai- náttúru að kæla og svala heitum maga. Allslags blóð stilla, blóð- lát. Lappar láta aðalbláberja mauk saman við hreindýra- mjólk sérri þeir sjóða fyrsb og siðan láta þeir allt saman í þura hreinsaða maga. Hengja magana úpp og vindþurrka þar til osturinn er harður orðinn. Gefa þeir þetta sínum beztu \in- um. Eíniber prý'ða margar og miklar dýggðir. Austur í Fljóts- Idið og Þórsmörli fæst svo mik- ið af þeim að klifja má hesta og brúkast í fiskstað með smjöri, Oti í löndum kunna menn að brugga af einiberjum með áheltu vatni yfrið góðan borðdrykk og með öðrum hætti sterkt brennivín. Berin notast líka sem kaffi. Vísirarnir eru látnir meirna en hin bláu eru tekin og vindþurrkuð. Er þau eiga að notast eru þau steikt. í járn- eða blikk-iláti eins og kaffibaunir. Þau linast fyrst og svitna. Er það stillingin mest að brenna þau ekki, við hverju liætt er ef þau eru eigi vel þurrkuð. Því næst má stuða þau eða mala og gæta að liafa vel yfir þeim. Síðan hella á þau eins og kaffi og má liella þrisvar á sama löginn í staðinn fyrir einu sinni á útlent kaffi. Sú helzta verkan er að þau þynna blóðið og eru góð brjóstveikum mönnum einkum nær þar er hjá 1 angvarandi hósti. Maga- veikum er hann hollur og stillir iðraverki.“ Þetla segir hinn lærði maður Eggert ólafsson. Var þekking manna miklu meiri á notagildi jurtanna og eiginleikum þeirra á líffæri mannanna á þeim tíma. Þá voru grösin aðal lækn- ingarlyf fólksins eins og má sjá af Matjurtabók Eggerts, sem er prentuð 1774. Er timi kominn til að athuga þetta ati’iði að bót meina vorra er að 6ækja_ til jurtaríkisins en ekki á að- fluttum óþverra sem við ekki yitum hvað er. Jón Amfinnsson, garðyrkjumaður,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.