Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Blaðsíða 6
 VlSLR SUNNUÐAQSBLAÐ 6 Basmarks-haf og St. Vitiaz-sund. ENGINN KOMST AF Eftir H. Cií. Hastingfs, mafor. Dagamir i.—3. marz síðastliðið ár, voru þeir erfiðustu sem kom- ið hafa jrfir hiim keisaralega japanska flota. Þá sökktu bandarískar flugvélar 22 japönskum skipum úr skipalest á Bismarks-hafi — þar af 10 herskipum — sem fluttum. a. 15 þús. hermenn. Höfundur þessarar greinar, H. T. Hastings majór, er aðeins 25 ára gamall og er þegar orðinn „einn af gömlu mönnunum“ í hinni frægu flug- sveit George C. Kenney’s, flugforingja á SV.-Kyrrahafi. Einliver hefir lýst orustunni á Bismarcks-hafi sem „knatt- spyrnuleik, þar sem allt fór eins og til var ætlast og mark var gert i hverju upphlaupi.“ Eg get ekki liugsað mér betri lýsingu, þó að enginn okkar liafi í raun- inni undrazt yfir úrslitunum. í þetta skipti gáfu Japanarnir færi á svo að um munaði. Það var hreinasta tilviljun að við urðum varir við skipalest- ina. Það vaj- seinni hluta 27. febrúar. Walter Higgins liðs- foringi var að koma úr venju- Iegri effirlitsflugferð yfir Jac- quino-flóa á Nýja-Englandi, er hann kom auga á skipalest, 8 flutningaskip undir flugvéla- vernd. Walter flýtti sér heim með fréttirnar. Sama kvöld sendum^ við út flugvirki, en veðrið hafði versnað, svo að ekkert varð úr hernaðaraðgerðum. I tvo daga gátum við ekkert aðhafzt. Okk- ur þótti þetta sérstaklega illt, þar sem við vissum að Japanir höfðu mikinn hug á að koma birgðum og liðsauka til hinna soltnu herja sinna í Sala- maua og Lae á Sýju-Guineu. Á þessum stöðvum höfðu Japanir töluvert setulið, sem hafði ekki fengið birgðir í langan tíma. Við dreifðum síðustu skipalest- inni, sem átti að fara til Lea 7. janúar næst á undan, og síðan höfðu engar vistir komizt þang- að, nema það litla sem kafbát- ar geta flutt við og við. Síðari hluta dags 1. marz fóru vonir okkar að glæðast. Ein af flugvélum okkar kom auga á skipalest — að þessu sinni þrettán skip, þar með tal- ið tvö beitiskip og fimm tundur- spilla — rétt út af Gloucester- höfða. Þetta vai- nokkuð langt flug, en fljúgandi virki fóru af stað, en ennþá var svo dimmt yfir að þau urðu að snúa aftur. Snemma næsta morgun send- mn við fjölda af fljúgandi virkj- um með orustuflugvélum þeim til verndar í áttina til Gloucester- höíða. Það var svo dimmt yfir, að orustuflugvélarnar urðti að snúa aftur, en nokkurum hinna fljúgandi virkja tókst að hafa upp á skipalestinni. Þessi flug- vélaflokkur réðst á lestina og sökkti fjórum flutningaskip- um. Nú fór veður batnandi og sið- ar um daginn voru fleiri flug- vélar sendar á vettvang og þeim tókst að sökkva tveimur skipum í viðbót. Undir kvöld var skipalestin að nálgazt Vitiaz-sund, um 100 mílur frá Lae og einu siglingaleiðinni gegnum skerin. Við vissum að þeir yrðu að gefa liöggstað á sér þetta kvöld, þeir yrðu annað- hvort að setja stefnuna í norð- ur, til Madang, eða reyna að brjótast í gegnum sundið til Lae. Við gerðum ráð fyrir báð- um möguleikunum og það kom okkur að góðu liði, þvi að um kvöldið setlu þeir stefnuna til Madang, en þegar myrkur skall á, breyttu þeir'um stefnu í átt- ina til Lae. Við unnum allt kvöldið og nóttina við að undirbúa árásina i dögun. Frá Herbert O. Derr liðsforingja, sem stöðugt elti skipalestina, fengum við skýrsl- ur á 30 mínútna fresti um skip- un hennar, hraða og stefnu, einnig um hve mikill flugstyrk- ur verndaði hana. Upplýsingar hans voru nákvæmar og við merktum þær jafnóðum niður á kortinu. í dögun var allt til- búið. Að morgni þess 3. marz lögð- um við upp í árásina. Alls voru það 106 flugvélar, sprengju- flugvélar og orustuflugvélar af öllum tegundum. Um nóttina höfðu bætzt við skipalestina þessi 8 skip, sem við höfðum komið auga á og tapað af aftur 27. febr. Að frátöldum skipun- um, sem við höfðum sökkt dag- inn áður, voru i lestinni 16 skip, þar af 3 beitiskip og 7 tundur- spillar. Þetta var jmdislegur morg- unn. Aðeins dreifðir skýja- bólstrar i 10 þús. feta hæð og fyrir neðan okkur breiddi skipalestin sig út yfir 15 mílna svæði. Tvö beitiskip fóru fremst og til liliðar voru tundurspill- arnir. Þilför skipanna voru öll þakin hermönnum, eins og venja er hjá Japönum. Skothríð herskipanna hófst og kúlurnar þutu allt i kringum okkur. Við vörpuðum fjórum 500 kg. sprengjum úr 7000 feta hæð, sem allar hæfðu mark, nema sú síðasta. Hún kom 20 fetum fyrir framan eitt skip- ið. Það laskaðist mikið og á næsta augnabliki komu steypi- flugvélar i masturshæð og gerðu út af við það. Við vorum nú yfir miðri skipalestinni. Japönsku flugvél- arnar komu í stórhópum og reyndu að dreifa fylkingum okkar. Ilerskipin sigldu fram og aftur eins og leikfangaskip í baðkeri, og sendu stöðugt frá sér aragrúa af hnoðrum, sem gerðu ógurlegan hávaða. Menn töluðu ekki mikið saman þá stundina, allir höfðu nóg að gera. Þegar við komum fyrir enda skipalestarinnar og snérum við, sá eg yfir allt svæðið. Á þessum fáu mínútum, sem við höfðum verið að fljúga yfir liana, hafði tveim flutningaskipum verið sökkt og nokkur að auki sendu reykjarstróka allt upp í 3000 feta hæð. Beitiskip hafði verið hæft i skotfærageymsl- una og sendi frá sér sprenging- ar og ljósrákir í allar áttir. Steypiflugvélar komu i bylgj- um á eftir okkur, steyptu sér yfir skipin og tættu þau í sund- ur. Við og við sást japönsk flug- vél skrúfast niður sundurskotin. Japönsku flugvélarnar reyndu að brjótast í gegn að sprengju- flugvélum olckar en orustuflug- vélar okkar helltu sér yfir þær og liröktu þær allt af til baka. Paul Stanch liðsforingi skaut niður tvær japanskar flugvélar á hálftima og T. J. Lynch kap- teinn skaut niður sína níundu og liélt þarmeð meti sínu sem bezta skytta flugsveitarinnar. Um þetta leyti var ein af sprengjuflugvélum okkar hæfð illilega. Eg heju-ði Woodrow W, Moore liðsforingja, stjórnanda hennar, kalla út: „Eg er á leið niður!“ Það byrjaði að rjúka úr flugvélinni og hún lét ekki að stjórn. Við sáum áhöfnina kasla sér út í 5000 féta hæð og fjórar eða fimm japanskar flugvélar steyplu sér strax yfir þá og létu vélbyssuskothríð dynja á þeim. Það var þetta, sem gerði okkur fyrst fyrir alvöru blóðþyrsta. Við steyptum okkur yfir allar þessar flugvélar og skutum þær niður. Fyrir neðan okkur höfðu Japanirnir sett á flot aragrúa af flekum og björgunarbátum og steypiflugvélar okkar réðust nú að þeim og hlifðu engu. Við á- kváðum að enginn skyldi kom- ast af. Blóðbaðið virtist hafa staðið yfir i margar klukkustundir, en allt þetta hafði í rauninni skeð á hálftima. Öll þau skip, sem voru ekki sokkin, voru í báli og sjórinn var þak- inn likum og öllu mögulegu, sem flotið gat. Stórar þyrpingar af mönnum börðust um í sjón- um og hákarlarnir sveimuðu innan um þá. í þessari orustu gátu niargir sér góðan orðstír. Edward Scott elti eitt skipið, sem tók sig út úr og reyndi að flýja, og sökkti því. Ray Holsey var liæfður sprengi- kúlu frá japanskri flugvél. Kúl- an kom í oliuleiðslu flugvélar- innar og logandi olía sprautað- ist um allt sprengjurúmið. Finim af áhöfninni særðust og klefinn varð brátt alelda. Eg heyrði Ray segja i talstöðina við Charhe Giddings: „Það er sann- arlega lieitt héi’na“. Charlie svaraði með sínu einkennilega Texas-inálfæri: „Já, þú lítm’ út eins og ketill yfir eldi“. Ray var kominn niður í ‘300 f$ta. hæð og, ætlaði að reyna að nauðlenda á smáeyju nokkurri, þegar þeim' af áhöfninni, sem ósærðir voru, lóksl að siökkva eidinn. Em-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.