Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Óðnm styttist biðils bið. ---------------- Eftir Maclesen Ross Konan mín liafði ekkert látið til sín heyra í sex ár. Mér datt því í hug dag nokkurn, að bezt væri, að fá skilnað. Þar eð eg var í hernum, fór eg fyrst að finna að máli lierdeild- arforingjann okkar. Þessi liðsforingi, sem var frægur meðal hermanna sinna fvrir fjarhygli, góndi undrandi á mig. „Skilnað? Ja, eg get ekki veitt yður hann. Þér verðið að finna lögfræðing að máli til þess.“ „Já, herra,“ sagði eg, „en mér skilst að til sé ný reglugerð, sem veitir mönnum í liernum lagalega aðstoð. Mér datt í hug, að þér gætuð hjálpað mér herra.“ „Það er rétl. Nú minnist eg þess að hafa séð eitthvað .... Yfirliðþjálfi, hvað hefir orðið af litlu rauðu bókinni? — Laga- aðstoð fyrir hermenn hans há- tignar? Hún var að þvælasl hérna á skrifstofunni fvrir ein- um eða tveimur dögum.“ Yfirliðþjálfinn hafði ekki séð hana. „Enga rauða bók, herra.“ Herdeildarritarinn hafði ekki heldur orðið hennar var. Her- deildarforinginn sagði hrjúf- lega, að hún hlyti að vera ein- hversstaðar á flækingi. Við fórum allir að leita uppi rauðu bokina. Við gáðum alls- st.'.ðar, jafnvel ofan í meðala- ( Okann. Hornið á rauðum bækl- ingi gægðist upp úr skjala- Iirúgunni á borði herdeildar- foringjans, en er hann var bor- inn upp að Ijósinu, sást að á honum stóð „Stríð“. Það var aðeins ein bók í viðbót á skrif- stofunni, en hún var ekki rauð og hét: „Iívaða gallar eru á hernum ?“ „0 jæja, hún hlýtur að koma í leilirnar seinna. Við sendum eftir yður, þegar hún finnst.“ Eftir tvo daga var kallað á mig aftur. Rauði bæklingurinn var kominn í leitirnar. Einn hraðboðinn hafði verið að lesa hann. Hann hélt að það gæti hjálpað sér til að lonsa úr hern- um. 1 þetta sinn töluðum við sam- an einslega. Herdeildarforing- inn var niðursokbinn í bækling- inn fáein andartök og dró djúpt andann. Þá leit hann upp. „En þessi reglugerð er aðeins fyrir fólk, sem á enga peninga,“ sagði hann. „Þá það. Eg, á enga peninga, herra, sagði eg. „Ekki næga til að borga hjónaskilnað.“ Herdeildarforinginn varð bissa. Hvaða stöðu bafði eg á friðartímum? Eg sagðist skrifa. „Ritböfundur, er ekki svo? Jæja, þá eigið þér auðvitað enga peninga. Vilduð þér gera svo vel að fylla út þetta eyðublað.“ Eg fyllti út eyðublaðið; það átti að sýna, að eg ætti enga peninga. Herdeildarforinginn var aftur farinn að glugga í rauða hæklinginn. „Hm, sagði hann. „Nú kom bohb í bátinn. Yður er gert að skyldu að Ieggja fram 5 sterlingspund.“ „Núna strax, herra? spurði eg. Hann kvað það ekki vera strax, heldur seinna. Eg sagðist sjá mér það færl. Hann kvað það í lagi. Næsta sporið væri að leita uppi fulltrúann, sem veilti lagaaðsoð sína. Hann fannst ekki fyrr en tveim mánuðum siðar. í fyrstu stóð mér á sama, en svo varð eg ástfanginn einn daginn. Það gerðist meðan eg var í leyfi. Þess vegna bað eg um annað viðtal við herdeildarforingjann, þegar eg kom aftur. „Eg kem vegna skilnaðarins, herra.“ „Hvaða skilnaðar? Veit ekkert um það; hefi ekki með þau mál að gera. Þér þurfið að finna veIferðarmálaforingjann.“ „En eg kom til yðar fyrir tveim mánuðum herra, til að fá Iagaaðstoð.“ „Jú, rétt. Þér gerðuð það. Skil ekkert í að eg skyldi gleyma því! Ja, eg veit ekki hvort nokk- uð hefir verið gert i málinu. Þér ættuð að spyrja herdeildarritar- ann um það.“ Herdeildarritarinn hafði heyrt eitthvað á þetta minnzt. Það var bréf um það í einni möppunni, en í hvaða flokki? Lagaaðstoð? Velferðarmál ? Velgerðarmál ? Hjónaskilnaðir? Mátti ekki vera að því að athuga það núna; komdu á morgun! Daginn eftir var kallað á mig einu sinni enn. Lagafulltrú- inn var kominn, hann dvaldi í hálfrar mílu fjarlægð. Þeir höfðu skrifað honum og beðið um viðtal; svarið hlaut að koma innan skamms. En svarið kom ekki. Þeir skrifuðu honum aftur eftir hálfan mánuð. Þá kom svar, en það var frá Manchester. Laga- fulltrúinn var ekki lengur fyrir héraðið, en hafði verið fluttur til Manchester, ásamt herdeild sinni. Ógæfa. Næsta skrefið var að komast í samband við stjórn lagaaðstoðarinnar,“ sagði her- deildarforinginn. „Telcur það langan tiina, berra “ spurði eg. „Eg hefi nefnilega í liyggju að giftast aft- ur.“ „Guð minn góður, hvað á það að þýða?“ „Eg lield að mig langi til þess, herra.“ „En hvernig gelið þér gifzt, peningalaus maðurinn. Auðvit- að kemur mér þetta ekkert við.“ „Við vorum að bugsa um að gifta okkur í júní,“ sagði eg. „O, eg er nú í vafa um, hvort þér getið það. Það er komið fram i desember núna.“ Desember var löngu liðinn og farið að siga á seinni blutan í janúar, þegar eg var kvaddur til viðtals aftur. Loksins er að komast skriður á málið. Það er nýkomið bréf frá laga- aðstoðarstjórninni. Lagaaðstoð- arfulltrúi var rétt bjá í Bed- lingtonstræti. Alveg })rýðilegt. Hann hefir verið þar í sex mán- uði. Lika .... skrítið að við skyldum ekki hafa komizt að þvi. En allt er bezt þegar endir- inn allra beztur verður. Eg hringdi til þessa Trask majors og fékk hann til að veita yður áheyrn í kvöld klukkan átta. Verið komnir bingað klukkan átta stundvíslega! Varðliðþjálf- inn nnin fylgja yður til hans. Á slaginu álla kom eg að skrifstofu herdeildarinnar. Það ríkti dauðaþögn í húsinu og enga Ijósglætu lagði þaðan. Þetla var á launagreiðsludegi og þess vegna höfðu allir farið út lil að fá sér bjór. Iskaldur drag- súgur fór um ganginn. Eg var i beztu skónum mínum, en varð að sta]ipa niður fótunum til að halda á mér hita. Er eg hafði beðið í 10 mínút- ur, heyrðist í einhverjum, sem var að skrönglast upp þrepin. Hann náði landi að lokum og fór að slá saman fótunum bölv- andi. „Komndu nær, svo eg sjái þig,“ sagði eg. Eg hélt að þetta væri varðliðþjálfinn. En þetta vai' ekki varðlið- þjálfinn, heldur Smith öku- maður. Hann átti einnig í skiln- aðarmáli og hafði beðið mán- uðum saman eftir úrslitum þess. Langt síðan eg hafði séð kellu mína. Hann hafði fundið sína síðasta sunnudag og gefið henni glóðarauga. Sömuleiðis mannfýlunni, sem hún hélt við. Við stóðum í ísköldu anddyr- inu og reyktum vindlinga. Skyndilega var ljósbjarma varpað á einkennishúfuna og fægða linappana á Smitli öku- manni. Hann kom frá ljóskeri, sem varðliðþjálfinn bélt á í hendinni. „Ætlið þið í skilnað skarfarnir ykkar? Rétt, komið með mér! Við erum orðnir sein- ir fyrir. Þegar komið var niður þrepin, lýsti liann á miða, sem á var kröfsuð utanáskrift: „Gainsboroveg 63“. Komið! Við hlunkuðumst ofan af gang- stéttinni og feíuðum okkur yfir götuna í kolsvartri myrkvun- inni. Liðþjálfinn staðnæmdist á götuhorni. „Þetta er ábyggilega Gains- borogata. Þá er bara eftir að finna þetta bölvað liús nr. 63. Við skulum telja númerin á hliðunum.“ En þetta feyndist óframkvæynanlegl, þvi að lið- þjálfinn bafði tæplega lokið máli sínu, þegar Ijósið fór að fölna á ljóskerinu og áður en honum tækist að beina því að fyrsta búsnúmerinu, liafði það alveg slokknað. „ Nú er það svart, batteríið búið. Hefir hvor- ugur ykkar eldspýtur?“ „Eg á tvær eldspýtur,“ uml- aði Smitb ökumaður vesældar- lega. „Eg á vindlakveikjara,“ sagði eg, „sé hann ekki bilaður.“ „Það vildi ekki kvikna á hon- um fyrst í stað, og þegar það tókst, slökkti vindurinn það jafnharðan. Við vorum á báðum áttum og brettum upp kragana á frökk- unum til að skýla okkur fyrir storminum og ísköldu regninu, sem var byrjað að streyma yfir okkur. „Reyndu að kveikja á annari eldspýtunni, Smith.“ Það tókst ekki að kveikja á fyrri eldspýtunni. Hann kveilcti á hinni rétt hjá liliðinu og huldi hana í hendinni. „Sérðu núm- erið?“ „Ekkert númer, aðeins nafn. Nú eru eldspýturnar bún- ar.“ Liðþjálfanum datt nú ráð i hug. Hann ætlaði að spyrjast til vegar í einu húsinu. Fólkið hlaut að geta leiðbeínt okkur. Það var árangurslaust. Allir virtust vera fjarverandi. Hund- ur kom þjótandi viðvörunar- Jaust út úr byrginu sínu og réðst á liðþjálfann. Hann flýði bölv- andi til baka. „Eg kæri mig ekki um fleira af svo góðu.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.