Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Síða 2

Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Síða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Prof. Gnðbrandur Joosson : Hverskonar maður var Jörundur hundadagakonungur ? Mannkynssagan er breylileg og blæbrigðarik eins og norður- ljósin, eins og líf manna og eins og saga alls, sem lifir. Og þó er bar nokkur munur. Saga mannkynsins er saga allra manna allsstaðar og á öllum tímum og hverjir sem þeir eru, en mannkynssagan befir allt þrengra svið. Hún markar sér fyrst og fremst það þrengri bás, að liún er ekki látin ná til annara þjóða en menningar- þjóðanna, eins og það heiti er skilið. Þá þrengir liún og að sér að því leyti, að liún fæst að eins við heildir, innri afstöðu í þeim í stórum dráttum, en ytri af- stöðu þeirra sin á milli vendi- lega. Mannkynssagan sjálf fæst því aðeins við þau atriði, sem bafa þýðingu fyrir beildirnar og sambúð þeirra. Atriði, sem að ,eins liafa þýðingu fyrir sögu hinna einstöku lieilda sjálfra falla í verkahring svæðasög- unnar. Þau atriði sem hins veg- ar ekki láta eftir sig nein spor, eru þýðingarlaus fyrir heildina og svífa að því leyti í lausu lofti, lenda í hinni miklu ruslakistu sagnvisindanna — atriðasög- unni, og þar ægir saman ætu og óætu. Sumt og jafnvel flest af þvi, sem þar er frá greint er að eins fært í frásögur til gamans — til að séðja forvitni, — en ekki til gagns, enda þótt margt, sem þar lendir, geti óbeinlinis haft gildi — oftast menningar- sögulegt gildi. Blæbrigði mannkynssögunnar eru ótöluleg og spenna yfir allt frá þyngstu raunum og armæðu upp i galgopalegasta gáska. Saga okkar lands er aúðvitað líka blæbrigðarík, en svið henn- ar er að þessu leyti mjög svo þrengra, þvi að hún hendist, frá því hún liófst og fram á þennan dag rauna og áfalla á milli, og það er varla nefnandi, að hún nokkra stund setji á sig blíðari svip. Hvers vegna? má spyrja. Það þarf ekki að sökkva sér neitt ýkjalangt niður i sögu íslands til þess að manni verði það ljóst. Það liggur i lundarfari Jjjóðarinnar. Hún kom hingað til lands í frelsisleit, en er hún var komin hingað, reyndist henni ókleíft sakir eiginhyggju og sjálfsþótfa hvers einstaks manns, að gera rikið svo úr garði, að það gæti staðið af sér árásir utanað komandi afla. Hér börðust menn innbyrðis og kusu lieldur að ganga erlendum herrum á hönd en að beygja sig hver fyrir öðrum; íslenzka ríkið lognaðist því út af vegna skorts á heildarsýn hjá landsmönnum. Svo komu aldir niðurlægingar- innar, svo dýru verði greiddar af landsmönnum, að ætla mætti, að þeim yrði kenningar þeirra minnistæðar. öldin sem leið færði okkur mikinn mann, sem átti alla þá heildarsýn, er olckur hina hefir skort. Þá rofaði til um skeið og birti framundan. Sú hin mikla sól gekk þó til viðar eins og aðrar sólir, en bjarma stafaði af henni langt fram á þessa öld, unz sjálfstæðið var fengið. En eftir það brá snögg- lega til hins forna vegar. Ein- staklingar stóðu aftur á móti einstaldingum og höfðu uppi flokka. Þeir höfðu ekkert lært, en öllu gleymt. Mál voru nú eins og fyr rekin heildarsýn- arlaust og forsjárlaus af eigin hyggju og kappi. Sjálf- stæðishugurinn var samt ekki horfinn, en hafði þrátt fyrir breyttar kringum- stæður ekki sleppt hinum forna farvegi; hann rann þar athuga- laust ekki af þörf, heldur af vana, en engum datt i hug að landið var nú komið úr sóknar- stöðu í varnarstöðu eða að grenslast eftir því, hvert þyrfti að beina lionum, svo að hann yrði landinu til vai-nar. Aðskota- atvik verða oft smáríkjunum skeinuhætt, og svo varð um ó- friðinn sem nú geisar, ekki síð- ur fyrir land vort en ýms önnur smáríki. Það væri engin furða, þótt íslendingum, eins og nú er ástatt í heiminum og sérstaklega hér, yrði liugsað hálfri annarri öld aftur í tímann, er svipað stóð á bæði hér og þar. Napóleon mikli hafði þá sett Evrópu á annan endann, og Jörundur hunda- dagakonungur íslaud á hinn. Iíann gerðisl hér stjórnari, en eins og allir vita stóð sú dýrð ekki nema tæpa þrjá mánuði. Sú bylting öll var ein af þeim atvikaröðum, sem engln áhrif hafði og lét engin spor eftir sig til langframa, og þó væri það heldur engin furða, þótt menn spyrðu bæði sjálfa sig og aðra: Hvað var það, sem var þá að gerast hér, og liver var maður- inn, sem í því stóð? Fyrri spurningunni er til- tölulega auðsvarað, en um síðari spurninguna gegnir öðru máli, og þar er það, sem brezki þing- maðurinn, Rliys Davis, leggur fram merkileg gögn i bók, sem hér kom út á s. 1. ári. Það er til góð og fullnægjandi frásögn af athöfnum Jörundar hér á landi í „Sögu Jörundar liundadagakonungs“ eftir Jón Þorkelsson, og ættu menn að lesa bana, þó ekki væri af öðru en því, livað hún er bráð- skemmtilega skrifuð. Hinu svar- ar hún aftur á móti ekki nægi- lega vel, hvernig á liingaðkomu hans stóð. Bókiri greinir að visu nægjanlega frá sambandi Jör- undar við Phelps sápugerðar- mann og liinum ytri tildrögum ferðarinnar, en Jón Þorkelsson fékk ekki aðgang að ýmsum skjölum flotans og utanrikis- ráðuneytisins brezka, sem voru nauðsynleg til skilnings á kjarna málsins, og þau hefir dr. Helgi Briem dregið fram í riti sínu „Byltingin 1809“ og vafalaust dregið af þeim réttar ályktanir, þó ritið sé að öðru leyti óað- gengilegt og kenningar þær, sem höf. þess vill sanna með því, eklci svo, að á þær verði fallist. Smiðshöggið á þetta hefir Hall- dór prófessor rekið í riti sínu „Sir Josepli Banks and Iceland“, sem Rhys Davis hefir að nokkru leyti notað. Þessi plögg sýna það öll Ijós- lega, hvernig á leiðangri Jör- undar liingað stóð. Rhys Davis virðist vera alveg sömu skoðun- ar og Helgi Briem og Iíalldór Hermannsson, en gerir ekki mikið úr þvi, lílclega af því, að honum þykir frammistaða Eng- lands eða forsjármanna þess lítið glæsileg þar. Sir Joseph Banks, sem mikið orð fer af, var auðugur baronet, sem hal'ði frábærann áliuga fyr- ir náttúrufræðum og var mjög gvo óspar á það að leggja fram ié þeim til fyrirgreiðslu. Fyrir bragðið er það, að nafni lians er. gnií í dag,' og að verðugu, luddið á lofti, en ekki af liinu, að hann, þó hann væri að vísu formaður í Royal Society í London, væri náttúrufræðingur sjálfur, nema til hnifs og skeiðar. Ilann liafði komið hingað til lands og girnst landið fyrir hönd Bretlands, auðvitað af einskærri mannúð og elsku í okkar garð. Hann hafði reynt að vekja áhuga hjá ríkisstjórn Bretlands fyrir þvi, að það kastaði eign sinni d land- ið, en ekki fengið neinar undir- teklir. Nú skaut Jörundi upp á Brellandi sem herfang'a, og tókst honum þegar að koma sér í mjúkinn hjá Sir Josepli, en um leið kom liann sér í samband við verzlunarhús Phelps, fyrir milligöngu Englendings, er hann rakst á. Kom þeim Phelps og Jörundi fljótt saman um það, að íslandsferð væri ábatavænleg, en til þess að vita frekar fyrir sporð og liöfuð á Jörundi, leit- aði Pbelps á fund Banks, sem mælti liið bezta með honum. Fékk Plielps siðan fyrir milli- göngu verzlunarráðuneytisins brezka, en Bariks var meðlimur þess og að líkindum hluthafi i Islandsverzlun Plielps, þau fríð- indi, að enskt herskip skyldi fylgja kaupfari hans — Clarence — og stjórna athöfn.um þess, en öllu þessu var ráðstafað með leynifyrirskipunum. Fór her- skipið liingað og gerði samning við Trampe stiftamtmann um frjálsa verzlun Breta á íslandi. Var Trampe þetta m jög nauð- ugt, meðal annars vegna þess, að hann var kaupahéðinn, sem okraði alveg samvizkulaust á vörum, er hann liafði dregið sér með svikum. Eru þau svik full- sannanleg og myndu nú á dög- um hafa leitt hann í liegningar- liúsið, enda þólt honum yrði ekki hált á þessu þá. Ilafði skip- stjórinn á brezka herskipinu knúið Trampe til samningsins með því að veifa framan í hann skipun brezku stjórnarinnar um að leggja undfr sig landið, ef svo byði við að horfa, en að öðru var hann eins og venja er til með blíðubrosi og fleðulæti. Það er vafalaust, að það hefir átt að velta á úrskurði skipstjórans, livort taka skyldi landið. Eftir heimkomuna skýrði hann að piinn?ta kosti stjórninni svo frá,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.