Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Page 4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Vlsm SUNNUDAGSBLAÐ
5
Islenzkir námsmenn i Vesturheimi við starf og leik
Sturla Einarsson (lengst til
hægri) prófessor í stjörnu-
fræði við Kaliforniu-háskól-
ann. Með honum á myndinni
er þetta fólk (talið frá
vinstri, aftari röð): Sigríður
sen, Nanna Eggertsdóttir,
Kristin HaJldórsdóttir og
Bjarni Jónsson.
Efst til vinstri: Tvenn íslenzk hjón liafa sameiginlega íbúð í Norður-Berkeley. Aðrir íslendingar
eru tíðir gestir á heimili þeirra. Ragnheiður og Haraldur Kroyer, sem komið hafa í heimsókn, hlusta
liér á íslenzka söngva, Sveinn Ólafsson les, kona hans Ásta Lóa situr við sauma, en Anna og Hilm-
ar Krisljónsson ræðast við. Sveinn og Anna eru systkini. — Hann nemur flugvélaverkfræði, en
hún sálarfræði.
★
Efst í miðju: íslenzku námsmennirnir eru velkomnir á mörg heimili í Bay Area. Þeir dvelja
tíðum hjá frú Sigriði Benónýs, þvi að liið vistlega heimili hennar stendur íslendingum alltaf opið.
Þeir, sem hér eru fyrir framan arininn hjá frú Benónýs eru (talið frá vinstri): Kristín
lialldórsdóllir, Ragnheiður Kro}rer, Haraldur Kroyer,- Ólafur Thorarensen, Thor Thors,
Þórarinn Reykdal, Aðalsteinn Sigurðsson, Nanna Eggertsdóttir, Bragi Freymóðsson, Björn Thors,
Sigríður Valgeirs og Bjarni Jónsson.
★
Efst til liægri: Við þennan arin safnast oft hinir 24 íslenzku námsmenn, sem stunda nám við
Kaliforniu-háskólann, til þess að ræða um daginn og veginn. Fimm þeirra búa í þessu liúsi, sem er
aðalsamkomustaður stúdentanna. Þeir, sem hérsjást, eru (talið frá vinstri): Grímur Tromberg
(verkfr.); Einar Eyfells (verkfr.); Winston, kona Jólianns Hannessonar; Einar Kvaran, forseti
íslenzka stúdentafélagsins við háskólann; Haraldur Kroyer (utanríkismál); Tlior Thors (verzlun-
arfr.). Sitjandi á gólfinu eru: Aðalsteinn Sigurðsson (sagnfr.) og Jóhann Hannesson (enska). —
★
í miðju lil vinstri: Thor Thors, matreiðir sjálfur allan mat sinn, „til þess að æfa sig“. Einar
Kvaran er hér að dást að eldamennsku hans.
★
í miðju til hægri: Verkfræði er vinsælasta námsgrein íslenzla'a námsmanna við Kaliforniu-háskól-
• ann. Þriðji liluti Islendinganna við Kaliforniu-háskólann nemur verkfræði. Mynd þessi er. af Þprarni
Reykdal, Einari Kvaran og Braga Freymóðssyni. Þeir eru að leysa úr landmælingavandamáli. —
Bjarni Jónsson, i miðju, er
aðstoðarkennari við stærð-
fræðideild Kaliforniu-háskól-
ann. Hér er hann að útskýra
fyrirmynd fyrir Thor Thors
(sitjandi) og Kristjáni Karls-
syni.
(Frarnh.. myndanna á bls. 6)