Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Side 2
2
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
verið þribýli. Þar er kirkjustað-
ur og þingstaður hreppsins. Frá
bænum inn fyrir fjörðinn er um
3 km. Fyrir botni fjarðarins eru
sléttir leirar, sem fellur út af
um fjöru. Er þá farið um þá og
Bjarnarfjarðará á ósnum. Sé
háttsjávað verður að fara all-
langt fram með ánni, því flóðs
gætir nokkuð upp eftir henni.
Þegar yfir ósinn er komið, er
fari'ó upp með túninu á Ás>
mundarnesi. Er það lítil jörð,
en notagóð. iÚt og fram af bæn-
um, hinum megin ássins, eru
tvær eyjar, nefndar Ásmundar-
eyjar.' Þær eru allstórar. 1 þeim
er æðarvarp nokkurt og grös-
ugt mikið. Eyjar þessar liggja
undir Staðaikirkju í Steingrims-
íirði. Þær verða nokkuð fyrir
ágangi af skepnum, þvi telja
má að þurrum fótum megi
ganga i þær um stærri fjörur.
Sund skilur eyjar þessar frá
þriðju eyjunni, er utar liggur,
heitir hún Hrútey og liggur und-
ir Kaldrananes. I henni er æðar-
varp nokkurt. Frá Ásmundar-
nesi er löng bæjarleið að Reykj-
arvík. Þar er tún gott en litlar
engjar, fjörubeit. Næst þar fyr-
ir utan er Brúará, er þá komið
á Balana, þar er lítið tún og
rýrar engjar, beitiland gott og
fjörubeit mikil. Þá er löng bæj-
arleið að Asparvik, er þar
hrjóstrugt land umhverfis. Tún
er þar allgott og nokkrar slægj-
ur í dal, er gengur norður í f jall-
ið skammt fyrir norðan bæinn.
Úr þeim dal fellur á er Fossá
heitir. Nokkru þar norðar eru
Eyjar. Þar er tún allgott en
engjar engar. Nokkrar slægjur
í eyjum, er liggja skammt frá
landi. Er þar mikið æðarvarp.
Selveiði var þar allgóð, en þar
sem annars staðar mjög að
ganga til þurrðar. Á Eyjum hef-
ir verið tvíbýli mörg undanfar-
in ár. Frá Eyjum er stundar-
gangur að Kleifum í Kaldbaks-
vík. Á þeirri leið ef Kaldbaks-
kleif. Getur hún orðið ill yfir-
ferðar á vetrum i liarðfenni,
því gatan liggur hátt i skriðum
með köflum, en klettar og urð-
ir undir. Friá „IUeifum“ er
skammt heim að bænum á
Kleifum, er þá komið inn í
Kaldbaksvijkina. ÍTjún er þar
gott en slægjur rýrar. Eru þær
á dalnum, sem gengur fram af
víkinni. í landi jarðarinnar bef-
ir verið byggt nýbýli er nefn-
ist Gil. Fyrir botni víkrrinnar
ei stórt valn og saudalda all-
breið milli þess og sjávar. Fell-
ur ós þar i gegn í homi víkur-
innar, Kleifarmegin, Fram af
vatninu taka við engjar og
beitilönd jarðanna, en mjög er
það undirorpið skriðuföllum,
einkum Kaldbaksmegin. Þegar
komið er fyrir vikurbotninn er
stnttur spölur út með henni að
Kaldbak. Er það nyrsti bær i
Kaldrananeshreppi. Nær land
jarðarinnar norður með fjall-
inu, er þar gott beitiland þegar
kemur nokkuð norður frá bæn-
um i svokölluðu Kaldbakslandi.
Þar er hagasamt, en illt að nota
að vetrarlagi vegna snjóþyngsla
heima í Víkinni og jafnvel snjó-
flóðahættu. Kaldbaksland nær
að svokölluðum Spena, sem er
hæðarböltur, er gengur fram úr
fjallinu með skriðum ofan í
sjó. Var vegurinn lagður utan i
skriðunum, en er nú búið að
færa hann upp fyrir, með f jalls-
rótunum. Þarna eru hreppa-
mörk Kaldrananess-.og Árness-
brepps og landamerki milli
Kaldbaks og Kolbeinsvíkur, sem
er innsti bær i Árneshreppi.
Hefir nú verið fylgt bæjar-
röðinni með sjó fram norður
hreppinn. Verður þá að bregða
sér til baka fram í Bjarnarfjörð.
Frá Kaldrananesi er um 6 km.
fram að Bakka, sem er byggt
úr landi Kaldrananess. Skammt
þar framar er (Hvammur, lítið
kot, er stundum stendur í eyði.
Nokkru framar er Skarð, er
stendur undir felli samnefndu,
sem gengur norður úr hálsin-
um. Ofan með fellinu sunnan
er slakki í hálsinum, mun bær-
inn draga nafn af þvi, liggur þar
þjóðvegurinn niður i Bjarnar-
fjörð. Skarð er góð jörð, slægj-
ur miklar og beitiland gott .Þar
er Iögrétt hreppsins. Dalur
gengur norður i fjalllendið þeg-
ar kemur nokkuð fram fyrir
Skarð, heitir hann Sunndalur.
Stendur bær honum samnefnd-
ur, skammt frá dalmynninu.
Oft er farið fram þann dal norð-
ur á Trékyllisheiði. Miklar
slægjur eru ó dalnum. Annar
dalur -liggur samhliða, en beyg-
ir þó heldur meir til austurs.
Heitir hann Goðdalur. Bær hon-
um samnefndur stendur fram-
arlega í dalnum. Ár falla eftir
báðum þessum dölum, sem við
þá eru kenndar, koma þær sam-
an nokkru fyrir framan Skarð.
Heitir þar Tungaporður þar sem
árnar koma saman og fjallið
milli dalanna Tungukotsfjall.
Eftir að árnar hafa sameinast
heitir áin Bjarnarfjarðará, er
hún oft vatnsmikil. Vatnasvæði
hennar allstórt, því fjallgarður-
inn er hæstur við norðurbrún
hálendlslins. Falla þyí gil og
lækir inn eftir því. Er oft snjór
mikill á Trékyllisheiði og fell-
xim þeim, er þar liggja i nánd
og Ieysir oft seint, einkum i
kuldasumrum. 1 Goðdal er gott
tún. Beitiland mikið og gott, en
rýrar útengjar. Stundum er far-
ið fram Goðdal, þegar farið er
norður á Trékyllisheiði. Eftir
að mynni Goðdals sleppir, er
spölur ofan með fjallinu að
Svanshóli. Þar er allgott tún og
slægjur noklcrar að viðáttu og
nærtækar að mestu. Litlu neð-
ar frá Svanshóli er Klúka, er
það lítil jörð en hæg og nota-
góð. Alllöng bæjarleið er þaðan
að Ásmundarnesi, á þeirri leið
er Hallardalsá, i henni er all-
mikill foss, þar sem hún fellur
ofan á láglendið. Er þá komið
þar að er fyrr um getur.
Frá flestum bæjum, er að sjó
liggja, var róið, einkum að
hausti til, meðan árabátaút-
gerð var stunduð. Síðan vél-
hátaútgerð hófst og fækka tók
um menn ú bæjum, hefir út-
gerðin dregist saman á færri
staði og fólkinu fjölgað þar i
kring. Hrognkelsaveiði er á
flestum bæjum. Bezt mun hún
vera i Bæ, Bjarnarnesi, Aspar-
vík og Eyjum. Einnig viðarreki
á flestum jörðum er að sjó
liggja eftir að kemur út að
Drangsnesi. Reykjajarðir munu
beztar taldar: Bjarnarnes, Kald-
rananes, Eyjar og Kleifar í Kald-
baksvík. Bjarnarfjarðarhjáls
má teljast allgrösugur, er bann
yfirleitt láglendur, með smá-
hæðahryggjum, er liggja þvert
á liann, og eru mest brokflóar
með tjörnum og vötnum milli
hæðanna. Yzt á hálsinum rís
Bæjarfell 380 m. bátt. Er víð-
sýnt af þvi inn yfir liálsinn og
út ýfir Húnaflóa. Á hálsinn
sækja útheyskap allar jarðir á
Selströnd og að norðan Kald-
rananes og Skarð. Mestu vötn á
hálsinum eru Urriðavatn og
Bæjarvötn. í þeim er nokkur
veiði, en lítið stunduð eink-
um í seinni tíð. Vegir
liggja yfir hálsinn frá öllum
bæjum á Selströnd. Eru þeir
nefndir eftir bæjum þeim, sem
þeir liggja frá. Svo sem: Bessa-
staðaháls, Sandnesháls, Höllu-
háls o. s. frv. Áður fyrri voru
vegir þessir all-tíðfarnir við
kirkjuferðir að Kaldrananesi.
Nú gróa þær götur upp, en eru
á sumum stöðum haldið við
vegna Iieimilisaðdrátta og lækn-
isferða.
Ræktunarskilyrði á Selströnd
eru erfið að því leyti að jörð er
grýtt og samfellt ræktanlegt
land hvergi mikið á sama stað.
Aftur Iiggur það land vel við.
Hallar móti suðri og suðvestri
og er i skjóli fyrir norðanátt-
inni. Á Balabæjum er mjög erf-
itt til ræktunar, því land er
grýtj pg jarðvegur grunnur, þar
sep^ þó er grasi gróið. I Kald-.
baksvík er gott til rœktunar, þar
sem ræktanlegt getur talizL
Sennilega gott til kartöflurækt-
ar, því jörð er sendin og oft
heitt á sumrum. Eins og fyrr er
sagt heitir landið fram af firð-
inum Bjarnarfjörður. Gengur
norðurbrún hálsins fram með
því að sunnan. Er brún sú
hvergi há. Liggja samhliða
hjallar neðan frá láglendi og
fer það smá hækkandi. Á hjöll-
um þessum eru nokkurar slægj-
ur, en mest eru þeir vaxnir
ni’ískjarri og þvi allstórvöxnu
á köflum. Að norðan risa fjöll-
in hærra. Liggja þau inn af
Trékyllisheiði og áframhald að
Balafjöllum, enda þau á Hóls-
fjalli, er beygist meir til norð-
urs eftir að kemur spöl fram-
fyrir bæinn á Svanshóli. Fylgir
þá láglendið sörnu stefnu og
endar við Tungusporðinn
nokkuru fyrir framan Skarð.
Undirlendið fram af firðinum
er um 400 hektarar af ræktan-
legu landi beggja megin Bjarn-
arfjarðar; um lielmingur þessa
lands tilheyrir Kaldrananesi.
Pálmi Einarsson ráðunautur
hefir mælt þau lönd er liggja
á þessu svæði frá jörðinni
Kaldrananesi, Skarði, Svans-
hóli og Klúku, og gert uppdrátt
að framræslukerfi á Kaldrana-
neslandi. Honum farast þannig
orð: „Það land, sem hér um
ræðir er í heild sinni mjög gott
ræktunarland. Allt þetta lariH
þarf framræslu, j)ó er nokkuð
af mólendi, sem tiltölulega litla
framræslu þarf.“ Að lokum seg-
ir liann: „Það er álit mitt, að
fengnum þeim upplýsingum, er
felast í athugunum og mæling-
um á landi þessu, að hér sé með
tilliti til ræktunaraðstöðu álit-
Iegt að byggja upp lífvænlegt
útgerðarþorp á Kaldrananesi.“
Þá segir hann um virkjun
Urriðaár: „Það virðist að við
Urriðaá sé bagstæð aðstaða til
virkjunar. Áin hefir upptök sín
í stóru vatni, er hefir nokkurt
aðrennslissvæði á hálsinum millj
Steingrímsfj. og Bjarnarfj. Er
því engum vafa bundið, að með
hækkun á vatnsborði þess með
stiflu, má auka vatnsgeymi
þennan verulega.“ Eg set þetta
liér, af því að Pálmi hefir víða
kynnst staðháttum til ræktun-
ar og vatnsvirkjunar, því sér-
staklega fróður um þessa hluti.
Þar sem lilíðin fram með
Hólsfjalli beygist meir til norð-
urs fram undir mynni Goðdals
er allstórvaxþin birkiskógur í
hlíðinni nokkuru fyrn* framan
Þverá. Þetta mun vera mestur
skógur i sýslunni eða sá eini er
talizt getur því nafni, Jarðhlta
verður viða vart um Bjarnsr*
v fjörð. I Gpðdal eru yijSa hgit^