Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 23.04.1944, Side 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Innstidalur er í Hneglafjöllum. Hann er paradís skíðanianna, ekki aðeins vegna skíðabrekkna og snjó- laga, heldur einnig vegna fjölbreytrar fegurðar landslagsins, einkum þegar snjór hvílir yfir landinu og hjúp- ar það í hið hvíta slfart sitt. Oft er snjór í Innstadal þótt jörð sé auð á láglendinu og má fara þar á skiðum bæði snemma hausts og líka nokkuð fram eftir vori. Þess má geta, að i Innstadal er gamalt útilegumanna- bæli, og sér þar enn fyrir beinum frá þeim tíma. SÍI»A\ Séra Guðmundur Torfason. Það er sagt um liann, að aldrei yrði komið svo að honum, að hann hefði ekki vísu á reiðum ltöndum til að svara fyrir sig. Þegar Guðmundur var vígð- ur var Sigurður skáld Breið- fjörð viðstaddur í kirkjunni. Hann stóð í kirkjudyrum, þeg- ar Guðmundur kom út með hiskupi. Laut hann ]>á að Guð- mundi og hvíslaði að honum: „Þarna ertu þá orðinn prest- ur, Gvendur.“ — Guðmund- ur hvíslaði þá aftur, án þess að nema staðar: Já, ég er prestur, ég er bezti maður, en þú ert hlesstur háðungum og hefir flest af skömmunum. (Sunnanfari 1896). ★ Rússneskir bændur bera kola- salla á bómullarekrur sínar, ekki til að auka áburðinn, hekh ur til að auka hitann. Nú er ekki svo að skilja að bændurnii kveiki í sallanum, hinsvegar liafa þeir uppgötvað að dökkir hlutir leiða ljósgeislana betur en Ijósir hlutir og með því að bera kolasallann á jörðina, fá bænd- ur hómullina um það til mán- uði fvrr í ræktun en ella. ★ Englendingar eru allra manna fastheldnastir í fqjrnar venjur. Ein af hinum hefðbundnu venj- um við brezku konungshirðina er að klæða alla varðmenn kon- ungs geysimiklum bjarnar- skinnshúfum, sem þeir bera jafnt sumar sém velur. Enda þótt húfur þessar séu hinar þægilegustu í velrarhörkum er allt öðru máli að gegna sól- hjarta sumardaga. Þá kemur það fyrir að varðmennirnir þola ekki hitann og falla í öngvit áð- ur en varir. — ítrekaðar tilraun- ir til að fá þessu breytt hafa reynzt árangurslausar; meira að segja var daufheyrzt við bónar- bréfi eiginkvenna varðmann- anna, þar sem beðið var um létt- an sumarbúning þeim til handa. Þessari beiðni var synjað með þeim forsenduiti, að þetta hryti í hág við fornar venjur. — Varð« meníitFní?? við Ruekín|iwmhöll mega svitna og falla i ómegin eftir sem áður. ★ Rússar eru taldir einhverjir beztu skákmenn heimsins, og er það ekki að ófyrirsynju. Af heimsmeisturum eru ekki nema einir tveir, sem ekki eru fæddir í Rússlandi eða löndum, sem verið hafa rússnesk, þeir dr. Euwe og Capablanca. (En Capablanca er kvæntur rúss- neskri konu). Það er ekki langt síðan dr. Aljekin og Boguljubov kepptu um lieimsmeistaratign- ina, háðir rússneskir. Skömmu siðar vann Botvinnik tignina af dr. Aljekin. Meðal hinna má nefna Keres, sem er frá Eist- landi, Reshevski, rússneskan gyðing, Fine og Flohr. Enginn þessara manna reykir, nema Reshevski, og enginn þeirra neytir áfengis. ★ Skákklúbbur heimsótti geð- veikrahæli til að keppá þar i samkeppni milli meðlima klúbhsins og sjúklinganna. Einn klúbbmanna drap peð af sjúk- lingi i framhjáhlaupi. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði sá geð- veiki. „Eg drep í framhjá- blaupi“, svaraði hinn. „í frarn- hjáhlaupi? Hver fj.... er nú það? Nfei, væni minn. Það getur verið að þú lialdir að við séum eitthvað skrítnir hérna. En svona vitlausir eruni við ekki. Láttu peðið kyrrt.M ★ Jónas var áliafur skákmaður5 Kvöld eitt kom hann heim kl. 3 að nóttu af skákkeppni og hugs- aði með sér að ekki myndi taka þvi að fara að sofa, þvi að hann átti að mæta til vinnu kl. 7 um morguninn. Hann fór því að at- huga hiðskák, er hann átti i keppninni. Hann rankaði við sér, þegar klukkuna vantaði kortér i sjö og liraðaði sér á skrifstofuna. Þar rakst liann á forstjórann og bað afsökunar á þvi að hann kæmi fullseint. „Það gerir ekkert til,“ sagði foi'- stjórinn. „En hvað var að yður i gær og fyrradag ?“ ★ Skákmaður rakst á mann í bókasafni, sem var að lesa skák- rit af áhuga. Hann gaf sig á tal við liann og spurði, hvort hann hefði gaman af að tefla. Jú, svaraði hinn, en þóttist vera byrjandi. Það var samt úr, að þeir tefldu eina skák, og byrjaði byrjandinn á kóngspeði, en hinn gerði sama. Leið nú kortér svo, að byrjandinn hreyfði ekki mann. Þá gerðist lxinn óþolin- móður og spurði, hvort leikur- inn kæmi ekki bráðum. „Tja, það er nú það,“ svaraði byrjand- inn og handlék riddara. „Eg er að reyna að muna, hvernig þessi hérna hreyfist. Það er eitthvað kyndugt við ganginn hans.“ ★ Ahues hét þýzkur skákmeist- ari, sem sagði þessa sögu: Hann hafði gaman af að tefla við ókuimuga á kaffihúsi, en vildi, gjarnan yeðja kaffibolia um úrslitin. Kvöld eitt tefldi hann margar skákir við ungan mann, sem jafnan tapaði, og lauk svo, að Ahues átti hjá honum 28 kaffibolla. Pilturinn afsakaði það, að hann hefði ekki liand- hært fé og hað meistarann að ganga með sér heim, hann átti lieima skammt þar frá. Þegar heim kom, kallaði pilturinn til mömmu sinnar: „Mamma, viltu gera svo vel og fara fram í eld- liús og hita kaffi. Þessi herra ætlar að drekka 28 kaffiboIla.“ ★ Steinitz var heimsmeistari í skák og átti lieima í London á tímum Viktoríu drottningar. Hann tók gjarna við áskorun- um af hverjum sem vera vildi og lagði jafnan 10 sliillinga undir. Ungur maður tók að venja komur sínar til Steinitz og tapaði jafnan, og voru það engar smáræðis upphæðir, sem Steinitz vann af honum. Kunn- ingi Steinitz sagði honum, að ef þessu héldi áfram, myndi pilturinn brátt hætta að reyna og ráðlagði Sleinitz að tapa viljandi skák í eitt skipti, til þess að vekja áhuga piltsins og fá hann til að leika áfram — og tapa meiru. Dag nokkurn lék Steinitz viljandi af sér drottn- ingu i þriðja leik og gaf, siðan taflið. Pilturinn varð himinlif- andi. Hann hrópaði upp yfir sig: „Eg hefi sigrað heimsmeist- arann — eg hefi nóð langþráðu takmarki." Síðan fór hann burt og kom aldrei aftur,

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.