Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ mátti með sanni segja, að nafn hans væri á hvers manns vör- um. Þrátt fyrir takmarkaðan skilning á listum og sjálfsagt milda þröngsýni i og með, ríkti þó víða velvilji til tónlistarinn- ar um þessar mundir og sönn og heit gleði yfir hverjum nýj- um liðsmanni, er vakti þær vonir, að hann síðar mundi gjöra garðinn frægan —, mundi geta staðið jafnfætis erlendum snillingum á sama sviði. Sú mikla gifta fylgdi Haraldi Sigurðssyni á námsbraut hans, að allar þær vonir rættust, er við hann voru tengdar, bæði af ástvinum ha’ns og listunnandi Islendingum. Hann stundaði nám sitt með svo mikilli ein- beitni, reglusemi og skapfestu, að slíks munu fá dæmi. Hann mun aldrei hafa gjört sér nein- ar tyllivonir um það, að hann væri listamaður af guðsnáð og mætti e. t. v. bíða í þægilegu sæti eftir viðurkenningu og virðulegum titlum. Ég hygg, að vandfundinn sé listamaður jafn frábitinn því að skreyta sig með ytri gyllingu. Þroska sinn öðl- aðist Haraldur Sigurðsson smátt og smátt með þrotlausri vinnu á löngum, erfiðum leið- um um lönd göfugustu hljóm- listar, fyrst undir handleiðslu fullkominna kennara, síðan í sjálfstæðu starfi undir hollum og örvandi áhrifum. Að loknu námi í Dresden réðst Haraldur Sigurðsson sem kennari i píanóleik til Erfurt, en ári síðar, eða árið 1919, réðst hann að hljómlistarskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem hann fyrst hafði setið við mennta- brunna. Var hann því orðinn samkennari fyrverandi tón- meistara sinna og lærifeðra þar við skólann. Ekki er mér kunn- ugt um, að annar Islendingur hafi hlotið stöðu við erlendan hljómlistarskóla. Mér er enn í fersku minni, hversu mjög margir hér heima fögnuðu því, er Haraldi svo ungum að aldri hlotnaðist þessi sæmd —, var veitt þessi mikla upphefð af þeim, sem bezt þekktu hann og voru skarp- skyggnastir á kunnáttu manna í þessari sérfræði og vægðar- lausir í gagnrýni sinni. Hefir Haraldur verið kennari æ síðan við skólann, eða tutt- ugu og þrjú ár samfleytt. En auk kennslu sinnar í skólanum liefir hann ávallt kennt mjög mikið í heimahúsum í einkatím- um. öllum þeim, sem ég hefi heyrt minnast á Harald Sig- urðsson sem kennara, ber sam- an um, að kunnátta, kennara- hæfileikar, itrasta nákvæmni, samvizkusemi og einlægur á- hugi haldist þar í hendur. — En þrátt fyrir mikil og lýjandi kennslustörf, hefir Haraldur iðulega haldið hljómleika opin- herlega, flutt ný og ný viðfangs- efni, bætt sigri á sigur ofan, aukið hróður sinn. Auk hinna sjálfstæðu hljómleika hans að- stoðar hann mjög oft söngvara og fiðluleikara á opinberum hljómleikum og mun hann ein- hver allra fágaðasti og æfðasti píanóleikari, sem Kaupmanna- höfn hefir á að slcipa í þeirri grein. Nálega ævinlega, þegar rætt er eða ritað um píanóleik- arann Harald Sigurðsson, er mannsins einnig minnzt með aðdáun, og hann rómaður mjög, sökum látleysis í allri fram- komu. Og þetta hugþekka, aðlaðandi í fari mannsins er ekki aðeins á yfirborðinu —-, skikkja, sem hann varpar yfir sig til skrauts í hljómleikasölum. Þeir, sem kynnast Haraldi persónulega, hrífast ekki siður af mannlcost- um hans og heilsteyptri skap- gjörð en af listamanninum sjálfum. Hann er viðmótsþýður, fynd- inn, glaðvær og gamansamur, orðprúður svo að af ber og hinn mesti jafnvægismaður í öllu dagfari sínu. En þegar hann er setztur við hljóðfærið og tekur að túlka tónverk stórbrotinna hugsana og djúpra tilfinninga, beitir hann i þau ríku tónlistargeði, gæðir þau fjaðurmagnaðri lífs- orku og fylgir öllu eftir með miklum myndugleika og per- sónukrafti. Árið 1918 kvæntist Haraldur Sigurðsson Dóru Köcher. Var faðir hennar málaflutnings- maður í Leitmeritz i Bæheimi. Ég kynntist honum lítilsháttar á námsárum mínum í Dresden. Var Köcher allt í senn: höfðing- legur, gáfulegur, ljúfmannlegur og aðlaðandi. Augu hans geisl- uðu af velvild og mannúð. Dóra stundaði söngnám við hljómlistarskólann í Dresden og útskrifaðist þaðan um líkt leyti og Haraldur. Hún er gáfuð kona og prýðilega vel menntuð í sinni grein. Hún hélt oft söngskemmt- anir með undirleik manns síns, bæði erlendis og i Reykjavík og vann hylli áheyrenda með yfir- lætisleysi sínu og listfágun. Þótti m. a. aðdáunarvert, hversu fagurlega hún bar fram íslenzkuna i söng sínum. Frú Dóra Sigurðsson hefir getið sér hið bezta orð sem söngkennari. Ilefir hún um margra ára skeið kennt við sama skóla og mað- ur hennar og einnig mikið í einkatímum. Dóra samdi sig mjög að ís- lenzkum háttum, þegar hún dvaldist hér, talaði íslenzku reiprennandi, kynntist mörgum fegurstu stöðum landsins, var hvergi smeyk að þeysa á ís- lenzkum gæðingum um sveit- irna'r og kunni vel að meta ís- lenzka gestrisni og hjartaþel. Þau Dóra og Haraldur eiga þrjú börn; elzt þeirra er Sig- ríður. Starfar hún við Rann- sóknarstofu ríkisins i Kaup- mannahöfn. Ölafur, sonur þeirra, nemur hagfræði við Kaupmannahafn- arháskóla. Yngsta barn þeirra heitir Elísabet Guðrún. Hún er innan við fermingaraldur. Börn þeirra lærðu undir eins í æsku þrjú tungumál, er þau töluðu hreint hvert um sig með jafnri leikni: dönsku, íslenzku og þýzku. Er þetta lítið dæmi þeirrar ræktar, er foreldrar þeirra bera til tungu feðra sinna. Haraldur Sigurðsson er íslenzkur i anda og innsta eðli. 1 munni hans er íslenzkan hljómþýð og fögur, og mun enginn geta greint á málfari hans, að hann hafi orð- ið að mæla mestmegnis á fram- andi tungur á fjórða tug ára. Sendibréf hans berá' ekki síð- ur vott um smekkvísi hans og hagleik á ritað mál. Stíll hans er leikandi lipur og lífrænn og ber blæ meðfæddrar frásagnar- og skemmtigáfu, sem er svo rik i fari Haralds Sigurðssonar. Islendingar búsettir í Kaup- mannahöfn hafa fyrr og siðar haft holl og varanleg áhrif á íslenzka menningu í mörgum greinum, m. a. á fagrar listir. Hefði Haraldur Sigurðsson setzt að hér heima, er hann var fullnuma i list sinni, er öruggt, að slíkt hefði haft ómetanlegt gildi fyrir þróun íslenzkrar tón- listar. En voru nokkrir verulegir möguleikar fyrir tónlistarmann í framandi landi til áhrifa á þennan merka þátt menningar okkar? Við skulum verja ör- litlum tíma til að athuga þetta atriði örlítið nánar. Fullkomin tónlist á opinberum hljómleik- um var ekki neinn hversdags- legur viðburður um það leyti, er Haraldur Sigurðsson tók að efna hér til hljómleika. Flestar greinar fagurra lista áttu sér litla og skamma sögu um þær mundir okkar á meðal. En fólk- ið þráði fegurra og fyllra líf, þráði uppbót þess, sem það hafði svo lengi farið á mis við af fögru mog menntandi listum vegna þess, að íslendingaf liöfðu dregizt aftur úr öðrum menningarþjóðum á því sviði. Þessi nývaknaða vaxtarþrá undirbjó jarðveginn á farsæl- asta hátt. Fólkið var móttæki- legt, fullt eftirvæntingar að sjá inn i nýja heima, hlýða á nýja, ferska hljóma, sem endurnærðu og svöluðu í senn, lyftu til hærra útsýnis, opnuðu nýjar fjarvíddir til ónuminna landa. Á vönduðum hljómleikum njóta næmir áheyrendur ekld einung- is augnabliks skemmtunar, heldur einnig menntunar. Smekkur þeirra hreytist og batnar, áhrifin ná langt fram í tímann. Einhver hefir bent á, að verk tónskáldanna svæfu svefni Þyrnirósu milli þess, að einhver annar listamaður vekti þau til lífs. Þetta er hverju orði sannara. Og það var alveg ó- metanlega mikils virði fyrir okkur að kynnast ýmsum af fegurstu tónbókmenntum heimsins (píanóverkum) fyrir atbeina Haralds Sigurðssonar, heyra þau flutt með fyrirmynd- arbrag, djúpum skilningi, ítr- ustu nákvæmni, listfágun. Annar þáttur í starfi Haralds Sigurðssonar mun þó e. t. v. vera ennþá veigameiri og verka beinlínis á þróun tónlistar hins nýja tíma. Álitlegur hópur ungra Islendinga hefir numið píanóleik hjá honum um lengri eða skemmri tíma, en síðan komið heim, leikið opinberlega, kennl og unnið á margvíslegan hátt að útbreiðslu og aukinni þekkingu i tónlist. Þessara á- hrifa mun lengi gæta í islenzkri tónmenntun og þau reynast giftudrjúg. Haraldur hefir leyft blaða- manni að hafa eftir sér þau um- mæli, að sumir þessara íslenzlui nemenda sinna hafi verið gædd- ir afburða hæfileikum. Álit hans er, að Islendingar séu yfirleitt hljómelskir og næmir. Frú Dóra hefir einnig kennt íslenzkum stúlkum söng og þær síðan lagt söngrækt okkar lið, að minnsta kosti sumar hverjar. En i kyrrþey hafa þau Dóra og Haraldur af mikilli velvild og einlægni veitt íslenzkum mönnum, er tónmennt hafa numið ytra, heilræði og hollar bendingar, er beint hafa stefnu þeirra eftir ákveðnum brautum, þar sem keppt var að vissu marki og hafa greitt götu þeirra á óeigingjarnasta hátt, stutt þá með ráð og dáð, án þess aðrir vissu um en þeir, sem íiðsemdar nutu. Og enn eru ekki taldar allar athafnir Haralds Sigurðssonar í þágu íslenzkrar tónlistar. Hann liefir verið fulltrúi Islands á

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.