Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 PASTEUR Eftir Paul de Kruif Allan þann tíina, er mann- kynið hefir búið á vorri jörð, hafa milljónir manna dáið af orsökum sýkla. Sýklar eru ó- sýnilegir einsellungar. En um aldaraðir höfðu menn enga hug- mynd um tilveru þeirra. Það er rétt um hundrað ár frá því er menn fundu sýklana og ráð til þess að yfirvinna þá og lama. Og á þrem mannsöldrum hefir aldur manna tvöfaldazt að með- altali. Margir álita, að þessi sigur hafi verið unninn án mildllar baráttu. Það var einkum einn maður: Louis Pasteur, s.em hafði hugrekki til þess að segja hermönnum dauðans stríð á hendur, og þola háð og hlátur hinna „vitrustu“ samtíðar- manna sinna. Louis Pasteur var sonur sút- ara og sonarsonur bónda, er hafði verið í ánayð. Fyrstu tuttugu ár ævinnar var ekkert útlit fyrir að hann mundi verða frægur vísindamaður. Hann var hæglátur og veikbyggður á þeim árum. Tómstundirnar notaði hann til þess að mála myndir af ánni, sem rann fram hjá sútunarstöð föður hans í Arbois í Austur-Frakklandi. — 1842 varð Pasteur tvítugur og tók þá próf við háskólann í Bessancon. I efnafræði var eink- unn hans aðeins talin „sæmi- leg“. En ári síðar, er hann stundaði lyfjafræðinám við Sorbonneháskólann í París, fékk hann áhuga á eðlisfræði við það að hlusta á fyrirlestra J. B. Dumas í þessari vísinda- grein. Dag nokkurn kom hann heim með tár í augum og mælti: „En hve dásamleg efna- fræðin er“. Þá vissi liann að hann mundi verða efnafræðing- ur. Málaradótið lagði hann á hilluna. Og hann byrjaði strax á tilraunum með áhuga mikl- um. Hann hafði fjölda grasa með marglitum vökvum í. Hann var viðkvæmur og kenndi í hrjósti um þá sem bágt áttu. Er hann var níu ára drengur hljóp hann grátandi frá hóp manna, sem hafði safnazt sam- an fyrir framan smiðju járn- smiðsins í Arbois, til þess að sjá hann brenna sár manns, er óður hundur hafði bitið. Mað- urinn dó, því að þetta var eng- in lækning. En kvalirnar, sem menn biðu við þessa meðferð, voru afskaplegar. Þessi við- burður varð Pasteur ógleyman- legur. Þarna fékk hann óslökkv- andi hatur á dauðanum. Þetta hatur fyllti hann kjarki gagn- vart læknunum, er litu smáum augum á hann, sem einungis var lyfjafræðingur. Hann hafði hugrekki til þess að koma fram með þá kenningu, að sýklar væru hættulegustu óvinir mannkynsins. Um miðja 19. öld, er Pasteur hóf baráttu sína, voru sýklar aðeins álitnir einskonar- leik- fang, er menn horfðu á í smásjá sér til dægrastyttingar. Hann gerði heiminn undrandi með þvi að sanna að gerjun í víni væri af völdum bakteria. Hann gerði læknana forviða með því að fullyrða, að sýklar hefðu drepið fleiri menn en fallið hefðu í öll- um orustum, er háðar höfðu verið. Pasteur sagði að sýklar yrðu að komast inn í fórnardýr sín, hvort sem þau væru lifandi eða dauð. Og hann kvað sýkla vera í andrúmsloftinu. En prófessor- ar þátíðarinnar sögðu bakterí- urnar kvikna af sjálfu sér. Þær gætu fæðzt, eða fram komið, úr dauðu efni. Og hugmynd Pasteurs, að út- rýma þeim úr mjólk eða mönn- um væri hreinasta della. Pasteur háði einskonar ein- vígi með vísindatilraunum sín- um við háð og spott andstæð- inga sinna. Varð það lcunnugt um allt Frakkland. Pasteur sauð sýru í íláti, er hann lokaði, svo loft komst ekki að því, sem í því var. Og hann sannaði, að engar bakteríur voru í sýrunni. Prófessorarnir sögðu þá, að bakteríur þyrftu loft til þess að kvikna af sjálfu sér! Pasteur hellti sýrunni í flösk- ur, gerilseyddi þær með suðu. Engar bakteríur fundust í flöslc- unum. Hann bræddi flöskuháls- ana og teygði og sneri glerið og gerði mjó og löng rör eða pípur, með vindingum. Hann lét pípurnar vera opnar og lofaði loftinu að komast inn i flösk- urnar. En rykið, sem var í loft- inu, settist í rörin eða gorma þeirra, og varla nokkur baktería fannst í sýrunni. Hann sannaði með þessu, að sýklar eru í ryki loftins, én ekki i ryklausu lofti. Hann sannaði, að kenningin, er nefndist generatio spontanea = sjálfkviknun eða sjálffram- leiðsla, var vitleysa. Hann hæddi mótstöðumenn sína opin- berlega. Á miklum fundi sýndi og skýrði Pasteur frá áður nefndum niðurstöðum sínum. Hann mælti: „Generatio sponta- nea kenningin hefir fengið rot- höggið með þessari einföldu til- raun minni.“ Ennþá fundust menn, er brostu að þessari fullyrðingu Pasteurs. Én skömmu síðar rit- ar enskur skurðlæknir honum. Það var Joseph Lister, einn af velgerðamönnum mannltynsins. „Leyfið mér“, segir hann, „að þakka yður fyrir það, að koma mér í allan sannleika um bakt- eriurnar, með yðar ágætu rann- sóknum.“ Lister lýsti því, hvernig það mætti nú fyrst tak- ast í sögu mannkynsins, að gera miklar skurðlækningar, án mik- illar hættu, ef sóttvarnarlyf væru notuð. En áður höfðu að jafnaði átta hverjum tíu dá- ið er uppskurðir voru gerðir á. Pasteur var svo áhugasamur og iðinn við tilraunir sínar, að það er merkilegt að hann skyldi hafa tíma til þess að kvongast. Hann skrifaði konuefninu með- al annars þetta: „Það er ekkert við mig, er vakið geti ástTmgr- ar stúlku.“ En hún skildi hvert andans mikilmenni eða ofur- menni (geni) hann var. Vinur þeirra hefir sagt um konu Pasteurs: „Hún elskaði hann svo heitt, að hún skildi störf hans.“ Þegar hún hafði afklætt og svæft börnin á kvöldin, eftir langan og erfiðan vinnudag, sat hún langt fram á nótt á efna- rannsóknarstofu manns síns og ritaði það, sem hann las henni fyrir. Pasteur var frumkvöðull að því að nota vísindin bein- línis i þjónustu hins daglega lífs, til lijálpar meðbræðrum sinum. Þegar hann stjórnaði efnarannsóknarstofu við há- skólann í Paris, frétti hann að vínyrkjumenn töpuðu miklu fé vegna þess að vínið súrnaði á dularfullan hátt. öll hin mikla vínyrkja Frakklands var i hættu. Pasteur fór sjálfur til þess að rannsaka málið. Hann var þess fullviss, að þarna voru sýklar að verki. Og það reyndist rétt tilgáta. Við smásjárrannsóknir sá hann í víninu geysmildnn fjölda af smásýldum, er voru í keðjum. Hann lióf tilraunir til þess að sigra þessa þraut. Og er hann hitaði vínvökvann all- mikið, þó ekki að suðumarki, drápust bakteriurnar og vínið gat geymst óskemmt. Sömu að- ferð mátti liafa með mjólk, og var hún tekin upp eftir Pasteur. Er það nefnt Pasteurisering eða gerilseyðing. Pasteur tók sér enga hvíld frá hinni miskunnarlaus vinnu við að rannsaka bakteríur og áhrif þeirra. En skyndilega fékk hann heilablóðfall. — Hann lifði það af með naumindmn. Þá var hann aðeins 45 ára. En er hann heyrði að verið væri að byggja rannsóknarstofnun í Paris, er bæri nafn hans látins, reiddist liann og ákvað að lifa lengur. Hann komst á fætur og lét út- búa nýja efnafræðirannsóknar- stofnun. Eftir þetta var hann máttlaus öðru megin. Hann hafði sett sér það markmið, að sanna heiminum að hægt væri að útrýma smitandi veikindum. Það, að hann var aðeins „apó- tekari“ (lyfjafræðingur), olli honum mikilla erfiðleika. Hann gekk í félag við tvo unga lækna, Charles Chamber- land og Emile Rouse. Þeir urðu lærisveinar hans og miklir að- dáendur. Pasteur fann ekki til minni- máttarkenndar frammi fyrir hinum lærðu læknum. Einn dag fór hann á fund í ,„Læknastofn- un Parisar“. Þar flutti kven- sjúkdómafræðingur (gynæko- log) erindi um barnsfararsótt kvenna og hörmungar þær, er af. henni leiddu. Notaði ræðu- maður mörg latnesk orð, og þóttist mjög lærður. Nítjánda hver sængurkona dó þá í Paris úr barnsfararsótt. Pasteur fékk orðið. Hann mælti: „Þeir, sem í raun og veru drepa konurnar, eru lækn- arnir. Þeir bera bakteriumar frá þeim veiku til hinna heil- brigðu. Þið segið“, hélt hann áfram, „að eg geti ekki fundið og sýnt sýkil þann, er veldur „sótt“ þesari. Eg hefi fundið sýkilinn, herra læknir. Og hér megið þér sjá útlit hans.“ Að svo mæltu teiknaði Pasteur lög- un þessara sýkla upp á töflu, og sýndi læknunum þennan morðingja. Nafn hans er nú „streptococcus“. Læknarnir máttu hlægja að þeirri hugmynd Pasteurs, að liægt væri að eyða, eða halda í slcefjum öllum sýklum, og vernda þannig mannkynið fyrir þessum morðingjum. Pasteur fór svo að fást við að svara þessari spurningu: Hvers vegna verða dýr og menn

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.